Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 15
Tillaga um breytingu á lögum til að koma í veg fyrir að afla sé hent Ekki á að koma fólki í þá aðstöðu að verða að brjóta lög Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á ákvæðum laga um umgengni um nytjastofna sjávar hefur verið lögð fram á Alþingi af Pétri Blöndal. Sér- staklega skal skoðað ákvæði 3. greinar með það I huga hvort ekki sé rétt að skipstjóri geti ákveðið við löndun hve mikinn hluta afla skips skuli telja til kvóta þess og að allur annar afli skiþsins teljist eign rannsóknarstofnana sjávarút- vegsins. Útgerðin sjái þá um að selja afla rannsóknarstofn- ana og greiða þeim söluverð- verðmætið að frádregnu gjaldi vegna kostnaðar við flutning í land, geymslu, löndun og sölu- meðferð aflans. í greinargerð með tillögunni kemur fram að samkvæmt núgildandi ákvæð- um laga sé ekki unnt að skylda sjómenn til að koma með allan afla að landi nema tekið sé á því hvað um þann afla verður. Flutningsmaður tillögunnar tel- ur að nái hún fram að ganga verði minni líkur á að afla sé hent. „Flestum finnst slæmt að henda góðum fiski sem slæð- ist eðlilega með I mismiklu magni. Sá fiskur sem núna er veiddur og hent mun skila sér í land sem nú er beinlínis refsi- vert að koma með hann að landi. Ekki á að koma fólki I þá að- stöðu að verða að brjóta lög,“ segir í greinargerðinni. Þar segir ennfremur: „Fernt mun hvetja sjómenn til þess að koma með utankvótaafla að landi. í fyrsta lagi fara þeir með því að lögum, í öðru lagi fá þeir nokkurt verð fyrir aflann, í þrið- ja lagi þykir flestum leitt að henda verðmætum og að síð- ustu rennur verðmæti aflans til rannsókna fyrir sjávarútveginn. MAÐUR. Þessi aðferð hefur bæði kosti og galla. Búast má við að miklu meiri afli berist að landi. Bæði mun allur sá afli sem nú er hent berast að landi, sem að sjálfsögðu er mikill kostur því að þessi fiskur er deyddur hvort sem er, en jafnframt munu útgerðir ekki forðast, eins og núna, þau mið sem mest gefa af bönnuðum með- alafla, t.d. af þorski. Þannig munu utankvótaveiðar aukast eitthvað. Að sjálfsögðu er það galli en á móti kemur að allur þessi afli kemur þjóðfélaginu í heild til góða. Auk þess verður vitað með meiri vissu hve mik- ið er veitt en það liggur ekki fyrir I dag. Verðmæti utan- kvótaaflans mun auk þess verða lyftistöng fyrir sjávar- rannsóknir og létta byrðum af ríkissjóði. Einnig er rétt að skoða ákvæði 9. gr. um undirmáls- fisk. Ákvæði gildandi laga um að undirmálsfiskur teljist að- eins að hluta með I aflamarki verður óþarft ef framangreind atriði verða tekin til skoðunar og samþykkt." ■ Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín fyrirvinnustaði, bifreiðir og heimili. INGÓLFS APÖTEK sími 568 9970 Beinar línur fyrir lækna 568 9935 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.