Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 18
Guðjón A. Kristjánsson skrifar um Hrafnistuheimilin Dvalarheimili aldraðra sjómanna Hvað er nú það spyr ungt fólk í dag? Sumir kveikja á perunni ef skammstöfun er notuð og orðið DAS hljómar í eyrum. En aðrir fá smá hug- Ijómun ef hlutirnir eru settir í samhengi við Happdrætti DAS. Síðan eru það auðvitað þeir sem eiga afa og ömmur sem dveljast á Hrafnistuheimil- unum og þekkja til þess að þarna býr fólk. Fóik sem sumt er við fulla heilsu en orðið aldr- að eða þá aldrað fólk sem hef- ur orðið skerta heilsu og býr á Hrafnistuheimilunum við gott eftirlit eða hjúkrun ef á þarf að halda. Sem ungur maður vissi ég að Dvalarheimili aldraðra sjómanna var til í Reykjavík og bar nafnið Hrafnista. Þegar ég fór að starfa að félagsmálum skipstjórnarmanna og sækja þing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands þar sem fjallað var um réttindi og velferðarmál sjómanna al- mennt gerði ég mér Ijóst að á Hrafnistu var unnið mjög merkilegt starf að málefnum aldraðra sjómanna. Síðan er liðinn nærri fjórðungur aldar. Mér er löngu orðið Ijóst að stofnun og uppbygging Hrafn- istuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði verður sennilega eða er þegar orðinn langsam- lega mesti og besti minnis- varði sem sjómannasamtökin hafa reist um hvað samtaka- máttur þeirra getur fengið áorkað ef allir standa saman sem einn maður með skýr markmið í stefni. Stórvirkið sem unnið hefur verið með stofnun og rekstri Hrafnistuheimilanna hefur vak- ið mikla athygli hjá sjómanna- samtökum í nágrannalöndum okkar, sem lýst hafa aðdáun sinni á því hvernig við höfum búið að öldruðum sjómanna- fjölskyldum á íslandi. Stór hluti þeirra fjármuna sem þurft hef- ur í þessa uppbyggingu hafa Hrafnistuheimilin fengið með rekstri Happdrættis DAS. Enn er verið að byggja upp betri aðstöðu við Hrafnistu nú síð- ast sundlaug og líkamsræktar- aðstöðu á Hrafnistu í Reykja- vík. Þegar unga fólkið fær tæki- færi til þess að kynnast því 18 Sjómannablaðið V'kingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.