Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 30
En vitaskuld kostar þetta sitt og verkefnin jukust verulega eftir að við fengum SIF. Ferðir fólks inn á halendið að vetrarlagi fóru vaxandi og þær ganga ekki alltaf óhaþpalaust. Fyrst eftir að SIF kom í notkun var um helmingur útkalla út Á SJÓ OG helmingur inn á land. Borgarspítalann um læknisþjónustu á þyrl- una. Æfingar voru settar í fastari skorðum og allur björgunarbúnaður áhafnar endurskoð- aður og bættur.“ Nú hefur þetta þýtt aukin útgjöld. Var ekkert erfitt að fá aukið fjármagn í þyrlu- reksturinn? „Það tók sinn tíma. Fyrsta árið var bara ein áhöfn á þyrluna. Og þótt við ættum frí þá vorum við samt á vakt. Við ætluðum að láta þetta ganga og létum alltaf vita hvar hægt væri að ná til okkar ef eitthvað kæmi uppá á nóttu sem degi. Það var sett hér upp björgun- armiðstöð og loftskeytamenn af varðskipun- um komu þar til starfa sem vaktstjórar. Með allskonar hagræðingu, samnýtingu og breyt- ingum tókst að koma á góðri skipulagningu. En vitaskuld kostar þetta sitt og verkefnin jukust verulega eftir að við fengum SIF. Ferðir fólks inn á hálendið að vetrarlagi fóru vaxandi og þær ganga ekki alltaf óhappalaust. Fyrst eftir að SIF kom í notkun var um helm- ingur útkalla út á sjó og helmingur inn á land. Nú er um 70% útkalla inn á landið en 30% út á sjó. Svona hefur þetta þróast og við æfum reglulega bæði til sjós og lands. Þó að við séum Landhelgisgæsla þá erum við eini aðilinn hér á landi sem rekur björgunarþyrl- ur fýrir utanvar narliðið. Við erum ekki ábyrgir fyrir leit og björgun á landi, en auð- vitað er kallað í okkur þegar þar er þörf á þyrluaðstoð. Til samanburðar má geta þess að þyrluáhafnir bandarísku strandgæslunnar æfa hins vegar bara bjarganir úr sjó því það eru aðrir sem sjá um hitt. En við höfum ver- ið sama daginn við björgunarstörf 200 mílur út á Reykjaneshrygg og inn á Grímsvötnum. Breiddin er því mikil í starfseminni og menn þurfa að vera fljótir að aðlagast breyttum að- sræðum.“ „Þetta gekk svo vel hjá okkur að á tímabili fengum við það á tilfinn- inguna að menn treystu um of á okkur. Gerðu sér ekki grein fyrir þeim takmörkunum sem þyrlunni eru settar. Það sem vakti mig til umhugsunar um þetta atriði var þegar línubáturinn Barði strandaði í klettum við Snæfellsnes í mars 1987 með níu manna áhöfn. Við björguðum allri áhöfninni á land við erfiðar aðstæður í tveimur ferðum. VlSSIR UM AÐ ÞEIM YRÐI BJARGAÐ Eftir að TF-SIF kom gjörbreyttist viðhorf manna til björgunarstarfa með þyrlu. Fannst þér sem menn treystu um of á þyrluna, að hún gæti nánast allt? „Þetta gekk svo vel hjá okkur að á tímabili fengum við það á tilfinninguna að menn treystu um of á okkur. Gerðu sér ekki grein fyrir þeim takmörkunum sem þyrlunni eru settar. Það sem vakti mig til umhugsunar um þetta atriði var þegar línubáturinn Barði strandaði í klettum við Snæfellsnes í mars 1987 með níu manna áhöfn. Við björguðum allri áhöfninni á land við erfiðar aðstæður í tveimur ferðum. Ég sá síðan blaðaviðtal við mann úr áhöfn Barðans sem sagðist hafa ver- ið viss um að þeim yrði bjargað. Hann sagð- ist hafa vitað að þyrlan kæmi. En tilfellið var að veður var mjög slæmt þegar slysið varð. Varnarliðið var líka beðið um aðstoð þyrlu- sveitar hersins, en gat ekki náð sínum þyrlum út úr skýli vegna veðurs. Faxaflóinn var full- ur af éljum sem við þurftur að krækja fyrir á leiðinni vestur og vindur var átta vindstig. Samt þótti mönnum það engin spurning að SIF gæti farið á vettvang. Það kom mjög oft fýrir við bjarganir að við vorum á ystu getu- mörkum þyrlunnar. Við slíkar aðstæður má ekkert út af bregða. En það var eins og menn héldu að það væri hægt að gera allt á SIF við hvaða aðstæður sem væru. Meira segja í við- tölum við ráðamenn, þegar byrjað var að ræða kaup á öflugri þyrlu og við skýrðum okkar sjónarmið, þá komum við mönnum í opna skjöldu. Þeir vissu ekki betur en allt hefði gengið svo vel og þyrlumálin hjá Gæsl- unni í góðu lagi. En vissulega hafði okkur gengið ótrúlega vel og verið heppnir í starfi." Allir taka þátt í æfingum Þú minntist á að með komu SIF hefðu æf- ingar áhafnar komist í fastar skorður. Eru þessar æfingar þaulskiplagðar? „Já, þær eru þar. Það eru farin að minnsta kosti tvö æfingaflug í hverri viku og iðulega oftar. Við höldum nákvæma skrá um æfingar hvers einstaklings í áhöfn. Alveg sama hvort á í hlut flugstjóri, flugmaður, spilmaður, sig- maður eða læknir. Allir þurfa að taka þátt í hinum ýmsu æfingum með reglubundnu millibili. Þetta eru okkar reglur sem miða að því að allir séu stöðugt í góðri æfingu og þjálfun fýrir hvaðeina sem að höndum getur borið á landi eða sjó, jafnt á nóttu sem degi.“ Alltof oft á rauðu strikunum Nú liðu tíu ár frá því að SIF var keypt þar 30 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.