Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 38
en fyrst verður hin nýja námsbraut í boði við
skólann haustið 1999.
Astæða þess að verið er að gera þessar
breytingar á skólahaldi og menntun skip-
stjórnarmanna er engin ein og sérstök. Það
hefur ekki verið mikil eftirspurn eítir námi í
þessum fræðum og í haust var í fyrsta skipti
ekkt boðið upp á nám í þriðja stigi. Ástæðan?
Það voru engir sem vildu læra. Eða réttara
sagt, nokkrir vildu læra en ekki nógu margir.
Verður að færa námið nær
VERULEIKANUM
Þetta bendir óneitanlega til þess að skólinn
sé í nokkrum vandræðum og ástæðurnar eru
ýmsar. Sumar þeirra eru tíundaðar í nýjasta
tölublaði Kompáss blaði nemenda við Stýri-
mannaskólann en þar skrifar Eyþór Björns-
son, annar ritstjóra blaðsins nokkuð hressi-
lega ádrepu um skólamálin og segir:
„Það verður að taka allt skipstjórnarnámið
til rækilegrar endurskoðunar og stokka það
upp frá A-Ö, henda út úreltum greinum og
koma með nýjar í staðinn, henda út úreltum
og stöðnuðum kennurum og hleypa að nýj-
um og ferskum mönnum sem hafa virkilegan
áhuga og þekkja greinarnar í raun. Það verð-
ur að færa námíð nær nútímanum og at-
vinnugreininni sjálfri."
Hér er vissulega ekki verið að skafa utan af
hlutunum heldur talað að sjómannasið bæði
hátt og skýrt. Þó er rétt að hafa í huga að
Guðjón Armann Eyjólfsson skólameistari að heiðra þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar á kyningardegi Stýrimannaskólans.
Gestir á kynningardegi Stýrimanna-
SKÓLANS ÁTTU KOST Á AÐ FÁ SÉR AÐ
BORÐA af glæsilegu kökuhlaðborði.
skýringanna á lélegri aðsókn að skólanum er
rétt að leita utan veggja skólans ekki síður en
innan. Samdráttur í flotanum og fækkun
fiskiskipa í kjölfar kvótakerfis hefur leitt til
þess að um þessar mundir er hreinlega of-
framboð á sjómönnum með full réttindi. Sá
sem þetta ritar hefur fyrir satt að á eftirsótt-
um skipum, aflaháum loðnubátum og kvóta-
stórum skuttogurum séu dæmi um að meiri-
hluti áhafnarinnar sé með full réttindi. Viðar
Karlsson skipstjóri á Víkingi AK staðfesti
þetta í viðtali við Ægi fyrir tveimur árum og
sagðist þá vera með nokkra á dekkinu með
full réttindi.
Ef skoðað er línurit yfir fjölda útskrifaðra
stýrimanna af 2 og 3 stigi frá upphafi slíkrar
menntunar á Islandi í lok síðustu aldar kem-
ur í ljós að það rís og hnígur í takt við það
sem er að gerast í útgerðarsögunni. Aðsóknin
tekur kipp þegar togaraöld hefst um 1920,
hrapar síðan í kreppunni miklu en tekur svo
aftur á rás í upphafi nýsköpunar eftir seinna
stríð. Síðan hrapar hún aftur þegar síldin
hverfur eftir 1960 og þannig áfram. Fjöldinn
nær síðan hámarki skömmu eftir 1980 en fer
að hrapa aftur þegar kvótakerfið kemst á og
hefur ekki náð sér aftur á strik.
Skólahúsið er komið að fótum fram
Þetta er hinsvegar ekki eina vandamál
skólans. Hann er til húsa í gömlu og virðu-
Iegu húsi sem er því miður komið að fótum
fram. Húsið varvígt 1945 en byggingarfram-
kvæmdum s.s. frágangi á Ióð hefur aldrei ver-
ið Iokið. Stórfellt viðhald er orðið töluvert
aðkallandi og í Kompás, blaði skólanema,
kemur fram að 60-80 milljónir þarf til verks-
ins til þess að lagfæra húsið að utan en heild-
arkostnaður verður trúlega á bilinu 250-300
milljónir. í blaðinu svarar Björn Bjarnason
menntamálaráðherra nokkrum spurningum
um skólamál. Hann segir þar um viðgerðir á
húsinu:
„Þessar framkvæmdir eru háðar fjárveit-
ingum og gert er ráð fyrir að viðgerðir á hús-
inu að utan kosti u.þ.b. 60-80 milljónir og
38
Sjómannablaðið Víkingur