Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 42
Síðan breyttist þetta hjá Færeyingum. Efnahagur Færeyja fór batnandi uppúr 1960. Þeir fóru að kaupa sjálfir skip, báta og togara og það endaði það með því að Færeyingar fengust ekki lengur hingað til vinnu. Eins varð gengisbreyting á íslensku krónunni eftir þetta þeim óhagstæð og varð til þess að tog- araflotinn varð uppiskroppa með menn,“ sagði Óskar Vigfússon. Niðurlægingartímabilið Óskar Vigfússon heldur áfram að segja okkur frá: „Þá hófst þetta tímabil sem ég hef nú kallað með sjálfum mér, niðurlægingar- tímabil. Þá var það komið svo að menn feng- ust ekki um borð í togara, að ég tali nú ekki um vana menn. Það voru nú helst þeir menn sem hölluðu sér að Bakkusi oft á tíðum. Það ber samt að taka það fram að sumir af þessum aumingjans mönnum, voru ágætis verk- menn, oft voru það mjög góðir menn. Þá má segja, sérstaklega þegar verið var að fara á veiðar í salt í löngum túrum að menn fengust ekki um borð í skip. Sjómenn eru almennt ekkert verri drykkjumenn en aðrir þegnar þjóðfélagsins. Sjómenn fengu á sig stimpil sem fyllibyttur vegna þess að þeir voru kannski að koma í land eftir 5-6 vikur, iðulega í miðri viku. Oft- ast komu þeir inn á mánu- eða þriðjudegi. Margir þeirra vildu fá sér í staupinu eftir svo langt úthald og drykkja í þeim hluta vikunn- ar var mjög áberandi. Þess vegna voru sjó- menn kallaðir fyllibyttur þó að þeir drykkju jafnvel talsvert minna en aðrir. Þessu hafa ^ sjómenn þurft að una hjá þjóðinni og verið \ dæmdir hart fyrir.“ k Hausatalan skipti öllu máli ^ Mannskapurinn sem shanghæaður var í L\ svona ferðir var oft af þeim hluta þjóðfélags- S ins sem sumir vilja kalla dreggjarnar, menn k sem tolldu hvergi. Margir af þeim voru mis- jafnir sauðir og myndu ekki vera gjaldgengir til sjós í dag. En það var bara hausatalan um borð sem skipti öllu máli. Ég ímynda mér að þetta tímabil hafi verið hreinasta martröð fyrir skipstjórnarmenn á þessum tíma, því að þeir þekktu fyrri tíma þegar menn stóðu í röðum til þess að biðja um pláss. Sjanghæ á árunum 1960-70 var ekki með þeim hætti sem tíðkaðist á skútuöldinni þeg- ar menn voru barðir til óbóta og fluttir um borð í skipin. Hins vegar var það svo að þeir sem voru veikir fyrir víni, voru því miður lokkaðir um borð með flöskunni. Þetta fór Menn fóru í auknum mæli yfir á bátaflotann og þar meö varð mannekla á togara- flotanum. Það var á þeim tíma, uppúr 1955 sem frændur okkar Færeyingar komu til bjargar. Framyfir 1960 var þetta skarð fyllt á togaraflotanum af Færeyingum. Togarar gerðu á þeim tíma mikið af því að veiða í salt og voru með lengri útiveru. ÓSKAR VlGFÚSSON MAN VEL EFTIR „SJANGHÆINU". fram með ýmsum hætti og ég kann margar sögur af þessu tímabili.“ FÓR ÚT AÐ NÁ I MJÓLK „Einu sinni man ég eftir því, að það var skip hér í Reykjavík sem átti að fara á veiðar við Vestur-Grænland, að fiska í salt. Þar vantaði á höfðatöluna um borð,“ segir Óskar Vigfússon, þegar hann er spurður hvort hann kunni ekki einhverjar sögur frá þessum tíma „Ég man sérstaklega eftir því að skipið átti að fara í eftirmiðdaginn á sunnudegi þegar búið væri að ná hausatölunni um borð. Þá var það að nokkrir skipverjar af þessu skipi voru að nota síðustu klukkutímana fyrir brottför til þess að drekka í sig kjark fyrir ferðina. Einn ágætur skrifstofumaður í Reykjavík var á leiðinni í mjólkurbúð með mjólkur- brúsann í hendinni. Hann hafði verið að skemmta sér daginn áður og labbaði fram á nokkra sjómenn sem voru að stúta sig á bak- við. Vinurinn var illilega þunnur og þegar honum er boðið af góðmennsku sjómannsins upp á snafs, þá þiggur hann snafsinn. Það endaði með því að hann varð svo fastur í flöskunni og félögunum, að hann endaði um borð í togaranum, nærri víndauða síðari hluta dagsins. Með honum var búið að fá hausatöluna upp í það sem vantaði og menn voru ekki spurðir að því afhverju menn voru að koma um borð. Síðan var bara siglt á miðin. Það liðu einn eða tveir sólarhringar þar til að hann fékk vit og rænu og þegar hann rankaði við sér nálægt hvarfi við Grænland, var hann ennþá með mjólkurbrúsann danglandi í hendinni. Þá var ekkert annað en að tilkynna um manninn í land, enda var náttúrulega aumingja eiginkonan í þann mund að lýsa eftir eiginmanninum. Hann var látinn vinna allan túrinn og varð að standa sína pligt eins og aðrir. Þessi ágæti maður birtist í dyrunum á heimili sínu sex vikum síðar og var enn með tóman mjólkurbrúsa." Komst ekki lengra Óskar segir aðra sögu. „Ég man eftir annarri sögu af sjómanni sem var að koma að morgni úr fimm vikna túr frá Vestur-Græn- landi og er að koma að togarabryggjunni. Þá var það að hann var búinn að panta leigubíl niður á bryggju sem kom með brennivín handa honum að hann sér annan togara sem átti að fara í túr eftir hádegið. Þar voru nokkrir góðir kunningjar hans og hann ákvað að skreppa um borð til þeirra til að kasta á þá kveðju áður en þeir færu. Hann komst ekkert lengra, því flaskan var náttúru- lega tekin upp um borð í hinum togaranum og vinurinn rankaði við sér þegar hann var kominn iangleiðina að Hvarfi.“ Horfðu í gegnum fingur sér „Menn hafa sumir velt fyrir sér hvort lög- 42 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.