Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 51
efnum síðan, svo mér sé kunn- ugt, Nú eru mikil áform uppi um stórfellda atvinnuppbyggingu á íslandi. Hafin er bygging álvers í Hvalfirði, stækkun járnblendis- verksmiðjunnar er í undirbún- ingi og stóraukning er á veiðum síldar og loðnu og fleira mætti nefna. Þessum framkvæmdum fylgja svo miklar virkjunarfram- kvæmdir. Allir flutningar sem þessu fylgja, til og frá landinu, verða boðnar út á alþjóðlegum markaði og sá sem best býður mun fá verkefnin. Verði ekkert aðgert eru engar líkur á að ís- lenskir farmenn fái þau störf sem þarna skapast, né endurheimti þau störf sem þegar hafa tapast í hendur útlendra farmanna. Hitt er svo líklegt að íslensku kaup- skipaútgerðirnar muni bjóða í þessa flutninga með það í huga að sinna þeim með útlendum leiguskipum með útlendum far- mönnum. GOÐAFOSS FRÁ HAMBORG. ÍSLENSKT NAFN, EN HEIMILIÐ ER EKKI HÉR Á LANDI. Forstjórarnir ERU LÉTANDI A undanförnum árum hefir aðsókn að námi til æðstu starfa skipstjórnarmanna á kaupskipum og varðskipum farið síminnk- andi. Nú er svo komið að engin kennsla fer fram á 3. stigi Stýrimannaskólans í Reykjavík á því skólaári sem nú er að ljúka. Hér er um mjög alvarlegan hlut að ræða, sem verður að bæta úr ef halda á úti íslenskum kaupskipag- flota til frambúðar. Ef svo heldur sem horfir mun að fáum árum liðnum verða skortur á mönnum með menntun til æðstu starfa skip- tækni og stórtækum vinnuvélum er beitt til við lestun og losun skipanna. stjórnarmanna. Því miður hefir nokkuð bor- ið á þeim málflutningi að ekki sé von að ung- ir menn sækji í þetta nám þar sem einungis fjögur skip, eða svo, sigli undir íslenskum fána. Þeir sem setja málið fram á þennan hátt virðist skorta yfirsýn í þessum efnum þar sem þeir líta framhjá þeirri staðreynd að auk þess- ara fjögurra skipa þarf 3. stigs nám til að öðlast fyllstu réttindi til æðstu skipstjórnarstarfa á varðskipum, nokkrum ferjum og nokkrum kaupskipum sem gerð eru út af íslenskum útgerð- um, sem sigla undir erlendum fánum, því miður, en eru enn mönnuð íslenskum áhöfnum. Því miður verður innlegg for- stjóranna tveggja í Morgun- blaðsumfjölluninni, sem að framan er getið, varla til þess að hvetja unga menn til að leggja fyrir sig langt nám í skipstjórnar- fræðum eða til annarra starfa á íslenskum kaupskipum. Ég óska sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra gleðilegs sjó- mannadags. ■ Guðlaugur Gtslason, framkvœmdœstjóri Stýrimannafélags íslands. SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.