Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 55
Benedikt Valsson: Nýir kjarasamn- ingar farmannafé laga innan FFSÍ Samninganefnd farmanna innan FFSI undirritaði nýjan kjarasamning við Vinnu- veitendasamband íslands og Vinnumála- sambandið fyrir hönd Skipstjórafélags ls- lands, Stýrimannafélags Islands. Félags ís- lenskra loftskeytamanna, Félag bryta og Fé- lags matreiðslumanna þann 14. maí síðast- liðinn. Félagsmenn framangreindra félaga voru búnir að samþykkja í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall hinn 20. maí, en var frestað við undirritun samninga til 5. ágúst næst- komandi. Kjarasamningurinn verður borinn undir viðkomandi farmenn í atkvæða- greiðslu og niðurstaða hennar mun liggja fýrir 16. júlí næstkomandi. Kjarasamningurinn kveður á um að allir síðast gildandi kjarasamningar aðila fram- lengjast til 1. nóvember árið 2000. Með öðr- um orðum er gildistími samningsins um þrjú og hálft ár. í kjarasamningnum er gert ráð fýrir að kauptaxtar hækki á gildis- tímanum um 16% - 32%, en þessi mis- munur skýrist aðallega af niðurfellingu starfsaldursþrepa nema þess hæsta. Einnig var gerð sú breyting á kauptaxtakerfmu að sjóálag og framreiðsluálag til stýrimanna, loftskeytamanna og matreiðslumanna er fellt í áföngum inn í grunnlaun viðkom- andi starfsstétta. Þetta leiðir til þess t.d. að tímakaup stýrimanna í yfirvinnu hækkar á bilinu 29% - 47% á samningstímanum. Mis- munurinn skýrist af sömu ástæðu sem greint er frá hér að framan. Skipstjórar og brytar fá síðan sérstaka hækkun launa til samræmis við þessa kerfisbreytingu á kauptaxta stýrimanna. Þá var samið um árlegar orlofsuppbætur, um níu þúsund krónur, og árlegar desemberuppbætur, sem eru frá 25 til 28 þúsund krónur á samningstímabilinu. Önnur mikilvæg breyting á kjörum yfir- manna á kaupskipum er hækkun bóta vegna vinnuslysa. Dánarbætur slysatryggingar hækka í 3.000.000 krónur eða um 55%. Þessi breyting tekur gildi 1. júní næstkom- andi. Þá var samið um að kaupskipaútgerð- ir mundu bjóða farmönnum hækkun ör- orkubóta slysatryggingar með ákveðnu greiðslufyrirkomulagi. En gert er ráð fyrir því að útgerðirnar muni greiða alfarið þenn- an kostnað af hækkun slysatrygginga frá og með næstu kjarasamningum. Þessi hækkun örorkubóta er um 25% miðað við gildandi ákvæði kjarasamninga sem leiðir til þess að örorkubætur slysatrygginga miðað við 100% varanlega örorku hækka um 2,2 milljónir króna. Mikilvægt atriði kjarasamninganna er heimild til að semja í einstökum fyrirtækjum um aðlögun ákvæða kjarasamningsins að þörfum og hagsmunum farmanna og kaup- skipaútgerða. Stéttarfélög farmanna munu hafa hönd í bagga við gerð slíkra samninga. Auk framangreindra atriða voru gerðar ýmsar bókanir til hagsbóta farmönnum. Meðal þessara bókanna er uppsagnarákvæði komi til þess að sjómannaafslátturinn verði lagður niður. Flest bendir til þess að framundan er langt tímabil stöðugleika í kjaramálum launþega. Eflaust eru ekki allir fullkomlega sáttir með það sem þeir bera úr bítum úr þessum kjara- samningum. En fullyrða má að flestir geta vel við unað með niðurstöðu samningsins. Þrátt fýrir þessa niðurstöðu á sviði kjaramála býður farmanna mikilvægt baráttumál, en það er efling atvinnuöryggis og fjölgun star- fa í farmennsku. ■ Útgeröarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgeröir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki.___________ SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.