Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 70
Ví Þrm&tH&ió nr m IKINGUR Hampiðjan: Framsæknir á útflutningsmarkaði Fyrirtækið Hampiðjan hefur vakið athygli fyrir framsækinn rekstur og þá sérstaklega hvað varðar útflutningsmarkað. Hampiðjan varð þess heiðurs aðnjótandi að fá Útflutnings- verðlaun forseta íslands á síð- asta ári. Guðmundur Gunnars- son er sölustjóri Hampiðjunn- ar. „Útflutningur hjá Hampiðj- unni hefur tekið miklum breyt- ingum undanfarin ár. Fyrir 1990 var útflutningurinn mest í sölu á tilbúnum netastykkjum sem við seldum til ýmissa staða, aðallega í Evrópu og eitthvað til Bandaríkjanna. Frá 1990 og fram á daginn í dag þá hefur þetta breyst yfir í það að við erum að selja tilbúin veiðarfæri, aðallega flottroll og vörpur. Þau hafa bæði verið til úthafsveiða suður af íslandi (þar sem við höfum verið frum- kvöðlar að veiðitækninni ásamt með íslenskum skip- stjórum) og til veiða víða um heim,“ sagði Guðmundur. Flestar aðrar heimsálfur „Hampiðjan er komin með troll í flestallar heimsálfur jarð- arkringlunnar. Við erum búnir að vera í útflutningi frá árinu 1970, en þá hófst þetta fyrst fyrir alvöru til Færeyja. Síðan þá höfum við smátt og smátt verið að auka framleiðsluna til sölu út fyrir landsteinana. Hlut- fall útflutnings í heildarveltunni var um 20-25% framanaf, en fyrir tveimur árum rauk það upp í 36%. Jafnhliða sölu okkar veiðar- færa, erum við að fá skip- stjórnarmenn með okkur í markaðsferðir, þeir hafa farið 70 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.