Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 71
út með skipum og leiðbeint
urn notkun veiðarfæranna. Við
erum því markvisst að selja ís-
lenska skipstjórnar- og veiðar-
terakunnáttu. Ég held að okk-
ar tækni sé með þeim fremstu
í heiminum. Við höfum meðal
annars selt veiðarfæri til Rúss-
lands, Japans, Nýja-Sjálands
og Ástralíu.
Ég var á fundi með jap-
önskum útgerðarmönnum í
haust og þeir höfðu kynnt sér
úthafskarfaveiðar okkar. For-
maður þeirra sagði mér að við
værum komnir töluvert framúr
Japönunum í veiðitækni. Það
er ekki lítið hrós frá einni
mestu fiskveiðiþjóð heims.
Samvinna margra
Útflutningsverðlaunin hafa
heilmikla þýðingu fyrir okkur,
skki einungis fyrir Hampiðjuna
sjálfa, heldur einnig fyrir okkar
viðskiptavini sem hafa verslað
við okkur og hafa staðið með
okkur í þróun veiðarfæranna.
Það er ekki síður þeim að
þakka en okkur.
Ég held að enn séu mikil
markaðstækifæri fyrir hendi úti
í heimi fyrir Hampiðjuna og af
töluvert miklu að taka. Það
Þarf bara að leita að tækifær-
unum og vera stöðugt í því að
endurnýja og koma með nýj-
ungar. Þetta er að mörgu leyti
eins og í fótboltanum, ef menn
eru ekki sífellt vakandi og í
9óðri þjálfun, þá falla menn
bara niður um deild. Samt á ég
ekki von á því að framleiðsla
okkar verði að meirihluta til út-
flutnings.
Okkar grunnur er heima-
markaðurinn og á honum
byggjum við og miðum okkar
reynslu. Við þurfum síðan að
aðhæfa veiðarfærin sem fram-
leidd eru fyrir erlendan mark-
að, þeim aðstæðum sem þar
hkja. Við þurtum að passa
okkur á því að yfirfæra ekki
okkar aðstæður á önnur
svæði, heldur aðlaga okkur að
Þeim,“ sagði Guðmundur. ■
VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI
ÚTVEGSSVIÐ Á DALVlK Pósthólf 41 - Stmi: 466 1083 - 620 Oalvík - Bréfasími: 466 3289
VMA - Útvegssvið á Dalvík
veturinn
1997-1998
SKIPST JÓRNARNÁM
Kennt er til skipstjórnarprófs 1. og 2. stigs
FISKIÐNAÐARNAM
Kennt er til fiskiðnaðarprófs
ALMENNT FRAMHALDSNÁM
1. bekkur framhaldsskóla
SJÁVARÚTVEGSNÁM
4 anna undirbúningsnám til skipstjórnarnáms
Góö heimavist á staönum.
Innritvm er hafin.
heitiö upplýsinga í símum
466 1083 ogfajc 466 3289
Kennslustjóri
SjÖMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
71