Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 30
Árni Johnsen alþingismaður vill að eigendur Sæbjargar VE sem strandaði í desember 1984 fái þann kvóta sem þeir urðu af vegna slyssins. Mistökum er kennt um afskráningu skipsins og víst er þetta mál hefur ótrúlega mikið að segja fyrir eigendurna. Hilmar Rósmundsson, sem er einn af þekktari aflaklóm síðustu áratuga ræðir hér um þetta mál og margt fleira Þaðereinsog aflalán fýlgi sumum bátum Hilmar Rósmundsson er vel þekktur sjósóknari og útgerðarmaður. Hann er Skagfirðingur í foður- og móðurætt en er fæddur á Siglufirði og elst þar upp í fjör- unni og kringum bryggjurnar. Hann er að alast upp þegar síldarævintýrið stendur hvað hæst og segir að það hafi ríkt hálfgert gullgrafaraæði í bænum. Hilmar fer fyrst til sjós áriðl943, þá 17 ára og segir hann að þá hefjist hans fiskveiði- og útgerðar- starf fyrir alvöru, þótt hann hafi að vísu róið með foður sínum og unnið á síldar- planinu á Siglufirði. Hilmar er vel ern og glettni skín úr andlit- inu þar sem hann stendur í dyrunum að Sól- hlíð 19 og býður mér að ganga í bæinn. Hann Iætur vel af sér í Eyjum og er tilbúinn að rifja upp sitthvað úr útgerðarsögu sinni. Hann segist fyrst vera skárður á bát í Eyj- um árið 1946 og þá á vélskipið Hilmi sem var rúmlega 37 rúmlestir. „Ég settist nú ekki að hérna þá. Það er ekki fyrr en 1950 sem ég flyt til Eyja og kem þá sem vertíðarmaður frá Siglufirði. Reyndar leyst mér ekkert á Vest- mannaeyinga þegar ég fór í minn fyrsta róð- ur, því það var vitlaust veður þegar við lögð- Hilmar Rósmundsson. um út, en þegar við erum komnir rétt austur fyrir Bjarnaey eða í Fjallasjóinn sem kallaður er, þá er bara renniblíða. Þannig að skoðun mín á Eyjamönnum breyttist fljótt." Hilmar fór í Stýrimannaskólann í Reykja- vík. Honum gekk vel í skólanum og útskrif- ast vorið 1949. Þegar hann hefur lokið skól- anum breytast líka viðhorfin til sjómennsk- unnar. „Ég er ráðinn stýrimaður á Hilmi 1951. Ég hafði áður verið á togurum og fór nokkra túra á Bjarnarey með Pálma Sigurðs- syni. Það þótti mér ljótur veiðskapur. Við vorum á karfa og þá ísuðum við í aðra lestina en sturtað var úr pokanum í hina og sá fiskur fór beint í gúanó þó að annar fiskur væri með í aflanum. Þannig var nú umgengnin um auðlindina á þeirri tíð. Ég var hins vegar hrifnari af bátasjómennskuni og sneri mér að henni og var meðal annars hjá Jóa Páls, Helga Bergvins og Páli í Hjálmholti. Þetta voru mjög góðir menn sem ég lærði mikið af.“ Arið 1956 ræður Hilmar sig sem skipstjóra í fyrsta skipti. „Það var á Gylfa sem Fiskiðjan átti og var ég með hann í þrjú ár. Við vorum á vertíð og á reknetum á sumrin en fyrsta ver- tíðin gekk ekkert of vel. En eftir að ég hætti sem skipstjóri á Gylfa fór ég sjálfur að prófa mig áfram í útgerð ásamt Theodór Ólafssyni vélstjóra og þáverandi mági mínum sem ég var með í útgerð í tuttugu og fimm ár. Við 30 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.