Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 38
minnisvarða um Hermóðsmenn og helst alla íslenska sjómenn sem hafa farist í hafi og aldrei fundist. Það þýddi elcki lengur að bíða eftir frumkvæði annarra. Lífið ekki tilviljanir Halldóra Gunnarsdóttir hafnar því að Iífið byggist á tilviljunum. Því til sönnunar bend- ir hún á hvað hafi komið málinu á rekspöl. „Vorið 1995 var ég sem oftar stödd í Foss- vogskirkjurgarði að huga að leiði foreldra minna. Þá vildi ekki betur til en svo að ég læsti bíllyklana inni í bílnum mínum. Eg fór á skrifstofu kirkjugarðsins til að fá lánaðan síma. Meðan ég beið eftir aðstoð ræddi ég þar við mann sem reyndist vera Sigurjón Jónasson rekstrarstjóri garðsins. Ég spurði hann hvert maður ætti að snúa sér til að fá að reisa minnisvarða um drukknaða, týnda sjó- menn. Við fórum að ræða þetta og ég segi að bróðir minn hafi farist með Hermóði. Nafn- ið hans sé hvergi á steini og það sé afskaplega dapurlegt að hafa ekkert leiði eða varða til að hlúa að og fara með blóm að líkt og með þá sem hvíla í garðinum. Sigurjón segist þá hafa þekkt ungan mann sem farist hafi með Her- móði. Ég spyr hver það hafi verið og hann segir að sá hafi verið Birgir Gunnarsson. Við vorum sem sagt að tala um sama manninn og þarna komst gott samband á milli okkar Sigurjóns.“ Halldóra fór nú að kynna sér skipuiag Fossvogskirkjugarðs og fann þar minningar- reiti frá sex þjóðum. „Þegar ég gekk fram á minningarreit um pólska sjómenn sem fór- ust hér við land 1941 og sá nöfn þeirra skráð á stein sagði ég við sjálfa mig að nú væri ekki lengur til setunnar boðið.“ Þjóðin skuldar þessum mönnum Það er einkennilegt hvað fíngerðar konur búa oft yfir miklum dugnaði og krafti og þar er Halldóra Gunnarsdóttir gott dæmi. Hún valdi stað fýrir minnisvarða um drukknaða, týnda sjómenn við hliðina á Vitanum, minn- ismerki um óþekkta sjómanninn sem stend- ur við Fossvogskirkju. Hún lýsti fyrir Sigur- jóni Jónassyni hugmyndum sínum um útlit minnisvarðans og hann teiknaði upp skissu samkvæmt þeim hugmyndum. Stjórn kirkjugarðanna samþykkti að leyfa slíkt minnismerki á þessum stað. „f byrjun september fór ég á fund Her- manns Guðjónssonar vita- og hafnarmála- stjóra og lagði fram mínar hugmyndir, enda var Hermóður vitaskip. Hermann tók mér afskaplega vel og ég gleymi því aldrei þegar hann sagði: -Þjóðin skuldar þessum mönn- um að komið verði upp minningartöflu með nöfnun þeirra á. Svo þróuðust málin á þann veg að Her- mann vildi reisa veglegan minnisvarða um Hermóðsmenn á svæði stofnunarinnar í Kópavogi og fékk arkitekt, Kjartan Mogesen, til að hanna minnisvarðann. En ég sannfærðist sífellt betur um að það yrði að reisa minnisvarða um alla drukknaða, týnda sjómenn. Því tók ég mig til og ræddi málið við Guðmund Hallvarðsson alþingismann og formann Sjómannadagsráðs. Kynnti mín- ar hugmyndir og útskýrði hugsunina á bak við þetta. Guðmundur tók málið upp og stjórn Sjómannadagsráðs samþykkti að hrinda því í framkvæmd. Guðmundur og Hermann Guðjónsson náðu saman um mál- ið og Vita- og hafnarmálastofnun lagði fram peninga í verkið.” Minningaröldurnar Það var Halldór Guðmundsson arkitekt sem teiknaði og útfærði Minningaröldur sjó- mannadagsins. Minnisvarðann vann Stein- smiðja Sigurðar Helgasonar. Minnisvarðinn myndar fjórar öldur sem eru gerðar úr grá- steini. A minnisvarðanum eru sléttir fletir þar sem komið er fyrir nöfnum sjómanna sem hafa drukknað en ekki fundist. Getið er 38 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.