Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 14
Tæknibreyting:
Einn
vitavörður
Aðeins einn viti hefur vita-
vörð, en það er á Stórhöfða.
Alls eru rúmlega eitt hundrað
vitar á landinu. Fyrir ekki svo
mörgum árum voru starfandi
tugir vitavarða, en sem fyrr
segir er aðeins einn eftir. Ný-
verið var vitavörslu hætt á
Reykjanesvita en seinna á
þessu ári eru liðin 120 ár frá
því kveikt var á vita á Reykja-
nesi, en viti þar var sá fyrsti hér
á landi. ■
Fiskiskipaflotinn:
Haraldur Böðvarsson hf.:
X
Olafur Jónsson GK
fer til Rússlands
Frystitogarinn Ólafur Jóns-
son GK verður seldur til Rúss-
lands. Kvóti togarans verður
færður yfir á önnur skip Har-
aldar Böðvarssonar hf. og að
auki fer ísfiskstogarinn Sveinn
Jónsson aftur til veiða, en
skipið hefur verið aðgerðar-
laust í nokkra mánuði. ■
Engar hvalveiðar
Ríkisstjómin hefur ákveðið
að ekkert verði af hvalveiðum
að sinni. Frumvarp Guðjóns
Guðmundssonar, þar um,
hefur ekki fengið meðferð á
Alþingi. Áður en til þess kom
tilkynnti Davíð Oddsson, sem
þá var starfandi sjávarútveg-
sráðherra, að ekkert verði af
veiðum. Hann sagði að meðal
annars væri beðið eftir nýrri
gerð skutla. ■
Sléttbakur með mettúr:
Bætti metið
svo um munar
Dýrasta
olían fæst
hér á landi
Mikillar óánægju gætir
vegna verðs á olíu til skipa hér
á landi. Bent hefur verið á að
olíudropinn er dýrari hér en í
nálægum höfnum. Hér má sjá
lítraverð á nokkrum stöðum í
Evrópu og hér á landi.
Hull 8,71
Færeyjar 9,17
Þýskaland 9,56
ísland 14,70
Áhöfnin á Sléttbaki EA hafði
ástæðu til að kætast þegar
togarinn kom til heimahafnar í
lo apríl.
Verðmæti aflans var á ann-
að hundrað milljónir króna.
Túrinn hafði tekið rúma 30
daga. Áður hafði Sléttbakur
mest komið með afla að verð-
mæti um 75 milljónir króna.
f mettúrnum var aflinn um
400 tonn af frosnum afurðum,
sem fer nærri að vera um 620
tonn upp úr sjó. Að þessu
sinni var aflinn grálúða af
Hampiðjutorginu og þorskur
sem fékkst að mestu undan
Norðurlandi. ■
14
Sjómannablaðið Víkingur