Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 8
Ferðamálasjóður lítur til hafs Lánar tugi milljóna til bátakáupa fékk Sjóland hf, Leifur Eiríksson 7,5 milljónir, Árnes RE, áður Baldur, 8 milljónir, Andrea 11, Akranesi 3,6 milljónir, Gísli í Papey, Djúpa- vogi 2 milljónir og loks var Mýrdælingi í Vík veitt lán að upphæð 1 milljón en það lán var ekki tekið. Árið eftir fékk Sjóland hf. 2 millj ónir vegna Leifs Eiríks- sonar en það má skjóta því inn í að útgerð Leifs gekk ekki sem skyldi og skipið Húni II fær ráðherrastyrki Ferðamálasjóður hefur gegnt stóru hlutverki í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi. Síðasta aldarfjórð- ung hefur hann verið stofn- lánasjóður starfsgreina ferða- þjónustunnar og til dæmis veitt lán til hótelbygginga víðs vegar um landið. En sjóðurinn lánar ekki bara út á stein- steypu heldur einnig til fram- kvæmda á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Þar hefur á- hugi á sjóferðum aukist mjög og hefur Ferðamálasjóður stutt dyggilega við bakið á þeim sem farið hafa út í rekstur ferðaþjónustubáta. Sjóðurinn hefur samþykkt lánveitingar að upphæð samtals 58 milljónir króna til ferðaþjónustubáta en hins vegar hafa ekki öll sam- þykkt lán verið tekin. Sam- kvæmt upplýsingum sem blaðið fékk hjá Snorra Tómassyni framkvæmdastjóra Ferðamálasjóðs hafa eftirtaldir fengið lán til ferðaþjónustu- báta. Árið 1988 fengu Eyjaferðir í Stykkishólmi 5 milljón króna lán vegna Brimrúnar. Ekkert var lánað í báta árin 1989-90. Árið 1991 lánaði sjóðurinn 1,5 milljónir í stóran plastbát í Grindavík og 4 milljónir til Eyja- ferða. Árið eftir fékk Andrea 1 á Akranesi 1,5 milljónir, Djúp- ferðir, Eyjalín, nú Keiko, Flúsa- vík fékk sömu upphæð og Fé- lagsbúið Vigur 800 þúsund króna lán. Árið 1994 var mikill hugur í mönnum varðandi út- gerð ferðaþjónustubáta. Þá var að lokum selt úr landi. Þá fékk Gunnar Leifur, Akranesi, sænskt stálskip 2,5 milljón króna lán frá Ferðamálasjóði. Árið 1996 samþykkti sjóðurinn að lána 600 þúsund til kaupa á 46 feta skemmtibáti og einnig að lána 4 milljónir til kaupa á 44 feta skemmtibáti. Hvorugt lánið var þó tekið þegar til kom. Hins vegar fékk Langskip hf. 1,5 milljóna lán vegna þriggja gúmmíbáta gerðir út frá Álftanesi og 2 milljónir voru lánaðar til Þingvallavatnssigl- inga. Árið 1997 var samþykkt að lána 3 milljónir til kaupa á tvímastra skútu en lánið var ekki tekið. Sama ár voru lán- aðar 3 milljónir til Húna 11. ( fyrra fékk Arnar Sigurðsson, Keiko, Húsavík 3 milljóna lán. Á þessu ári hafa Hilmar og Þorsteinn sótt um 3 milljón króna lán vegna Sæbjargar á Hornafirði og beið sú umsókn afgreiðslu þegar þetta er skrif- að. ■ Mótorbáturinn Húni II er hættur að róa til fiskjar en rær á önnur mið þar sem ferða- manna er aflað frá heimahöfn bátsins sem nú er Hafnar- fjörður. Ráðherrar hafa greini- lega velþóknun á þessu nýja hlutverki bátsins og sýna það í verki. í svari Björns Bjarna- sonar menntamálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn um ráð- stöfun hans á fjárframlögum á óskiptum liðum árið 1998 kemur fram, að ráðherra veitti styrk upp á hálfa milljón króna til varðveislu á Húna II. [ svari Halldórs Blöndals samgönguráðherra við fyrir- spurn um ráðstöfunarfé ráð- herra kemur fram að hann hafi í fyrra veitt 200 þúsund króna styrk til endurbygging- ará Húna II. Það er Húnaströnd ehf í Hafnarfirði sem gerir Húna II út og siglir með ferðamenn. Húni II HU 2 var smíðaður á Akureyri 1963 úr eik fyrir Húna hf á Höfðakaupstað en meðal hluthafa í því fyrirtæki var Björn heitinn Pálsson þingmaður og bóndi á Löngumýri. Báturinn mældist þá 132 brl og var búinn 450 ha Stork díesel vél. Lengd 27,48 og breidd 6,36. Skipið var selt til Hornafjarðar og hét þá Haukafell SF 111. Áður en Húni II fékk aftur sitt upp- runarlega nafn hét hann hins vegar Sigurður Lárusson. ■ 8 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.