Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 37
eftir Rauðahafinu og er töluverð skipaum- fcrð. Ekki var búsældarlegt að sjá til lands, aðeins klettar og sandur bæði Afríku og Saudi-Arabíu megin. Þennan dag byrjar skrúíuskurðarstjórnun- ,n að hrella mig og þurftum við að skipta yfir a neyðarstýringuna. Tókst mér ekki að gera við þetta þ ar sem nauðsynlegan varahlut vantaði. Skipstjórinn veikur Þarna gerðist einnig nokkuð sem við höfð- um miklar áhyggur af. Sigurður skipstjóri hafði verið slappur undanfarna daga og var nú rúmliggjandi. Við vissum ekkert hvað amaði að honum en ljóst var að það virtist al- varlegt. Allir voru órólegir yfir þessu og þá sérstaklega Rússarnir því skipstjórinn er sá maður um borð sem erfiðast er að missa í veikindi. Ljóst var að eitthvað yrði að gera í sambandi við áframhaldandi veru hans um borð ef veikindin reyndust alvarleg Aðfaranótt 15. janúar siglum við inn í Suezflóa eftir Strait Of Gubal og er skipaum- ferð alltaf að aukast. Einnig er mikið um ol- íuborpalla. Við vorum búnir að láta vita af okkur til Barwil í Alexandrinu en skrifstofan þar átti að sjá um að koma okkur í gegnum Suezskurð. Okkur var sagt að við ættum að taka olíu í Port Said. Klukkan 16:00 leggj- umst við fyrir akkeri á biðskipalægi sem okk- ur er bent á. Var sami háttur hafður á og í Singapore, þ.e. stóru skipin sér og þau minni á öðrum stað. Var það gert þarna í ákveðnum tilgangi eins og síðar verður sagt frá. Suez- borg sáum við í fjaska. Ekki vorum við fyrr búnir að varpa akker- um en bátur kemur siglandi og tveir menn klifra um borð. Héldum við fyrst að þetta væri hafnarlögreglan. Kom í ljós að þetta var hluti af smákaupmannagengi sem úði og grúði af. Áttu þeir eftir að gera okkur lífið leitt þar sem orðið nei var ekki til í þeirra huga. Við vildum ekkert með kaupahéðna þessa gera og rákum þá í burtu en þeir svör- Frá Singapore. uðu með því að taka allan sinn varning upp úr töskunum sem þeir voru með og breiða á lestarlúguna. Skiptum við okkur ekkert af þeim enda í öðru að snúast. Stuttu seinna koma þrír Barwilsmenn og var þeim sagt hvað við vildum að þeir gerðu fyrir okkur. En það var að Sigurður þyrfti að komast í land og komast á sjúkrahús í rannsókn og fljúga svo heim ef hann gæti það. Einnig þyrftum við vistir og olíu. Jánka þeir öllu og fara svo að biðja um einhverjar gjafir sér til handa og þá helst sígarettur. Gáfu þeir okkur fyllilega í skyn að ekkert yrði gert fyrir skipið ef þeim yrði ekki gefið eitthvað. Voru því sótt nokkur sígarettukarton sem voru til. Ljóst var á svipnum á þeim að þeir voru alls ekki ánægðir og þótti naumt skammtað en við höfðum alls ekki átt von á þessu og ekki mikið til af sígarettum. Sögðust þeir sækja Sigurð daginn eftir. Olíuna áttum við að taka þarna í Suez en ekki í Port Said eins og okkur hafði verið sagt. Áttum við að kom- ast í gegnum skurðinn daginn eftir. Fóru þeir Barwilsmenn heldur snúðugir og var þungur á þeim svipurinn. Gömul Rússastígvél og skítugur SAMFESTINGUR Um nóttina tökum við olíuna og er sem áður að Rússarnir passa vel uppá að við verð- um ekki hlunnfarnir. Meðan við erum að taka olíuna var stanslaust kvabb frá áhöfn ol- íuskipsins um hvort við gætum ekki gefið þeim eitthvað. Alveg var sama hvað að þeim var rétt, þeir hirtu allt, meðal annars gömul stígvél af Rússunum og gamlan, skítugan samfesting. Allt þetta kvabb var mjög hvim- leitt og fór í taugarnar á okkur og þó var þetta rétt að byrja. Var sama uppi á teningnum og í Singapore þegar átti að kvitta fyrir olíuna, ekkert var tekið gilt nema stimplað væri með Arnars nafninu á olíunótuna. Morguninn 16. jan. fáum við þau skilaboð að ekkert verði úr för okkar gegnum skurð- inn þann daginn. Af hverju vitum við ekki en höldum að það hafi verið út af því að Eg- yptarnir vissu að við hefðum ekkert til að Gíbraltar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.