Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 53
hagsmuna þeirra sem eru háðir sjávarútvegi. Þetta á ekki einungis við um útgerðarmenn °g sjómenn, heldur einnig alla íbúa í sjá- varplássum, þar sem atvinna og búseta eru í hættu eftir að veiðiheimildir hafa verið seldar burt. Aðlögun í 15 ár Vert er að minna á að núverandi kerfi hefur verið við lýði í 15 ár. Þeir sem fengu veiðiheimildirnar afhentar í upphafi hafa því þegar fengið drjúgan tíma til að nýta sér þær. Þeir sem hafa keypt kvóta nýlega fái tækifæri til að afskrifa þau verðmæti á hæfilega löngum tíma áður en skerðing kvótanna hefst með fyrrgreindum hætti. H í því sem samtökin hafa látið frá sér eru nokkrar sögur, hér á eftir fer sýnishorn af þeim. Þessi saga er sögð árið 2020. Útgerðarfé- iagið Framherji byrjaði í útgerð á Akrafirði frá grunni kringum 1990. Þá var kvótinn enn ekki dýrari en svo að menn gátu byrjað tneð því að kaupa allan kvóta. Fyrirtækið hefur síðan dafnað vel enda rekið með nú- tímasniði af mönnum sem hafa menntun og reynslu. Núna er dóttirin Sæunn að taka við eftir að hafa lært rekstrar- og auðlinda- hagfræði við Harvard-háskóla. Hún er Ak- urfirðingur fram í fingurgóma og ætlar að halda áfram að styðja fótboltann í kaup- staðnum. Hún lítur yfir farinn veg í fyrir- tækinu og spyr pabbann og afann því í ó- sköpunum þeir hafi ekki strax fallist á auð- lindagjald eða uppboð, heldur lagt í allan þennan stríðskostnað og þurft að kaupa kvótann á þessu uppsprengda verði þegar frá leið. Reiknaður fjármagnskostnaður fyr- irtækisins vegna kvótakaupa fortíðarinnar er nú þyngsti bagginn í fjárhag þess. Sæunn hefur reiknað það út að fyrirtækið stæði enn betur og öll rekstrarskilyrði væru miklu stöðugri ef allur kvótinn hefði farið á markað kringum 1995-2000. Hún veit að pabbi hennar og afi ætluðu sér alltaf að vera í útgerð til frambúðar og heldur því fram að þeir hafi verið plataðir af mönnum, ættum og fyrir- tækjum í LIÚ, sem eru nú flestir hættir í út- gerð og búnir að selja. ■ Einu sinni var skip í kaupstað úti á landi. Það var eitthvert dýrasta og glæsilegasta veiði- skip íslenska flotans, útbúið til að veiða nær allt sem hrærist í sjó, með viðeigandi veiðar- færum. En það var hins vegar svo dýrt að það gat ekki borið sig með venjulegum veiðum og þeim kvóta sem fylgdi því. Þá vildi svo vel til að rækjan á Flæmska hattinum var öllum frjáls. Skipið sigldi þangað og fiskaði 16- 1800 tonn á ári. Kvótinn sem hafði fylgt því var hins vegar fluttur á önnur skip. Þá kom að því að setja þurfti kvóta á rækjuna, og skipið fékk ekki nema 600 tonn. En það lækkaði ekki í verði við þessa takmarkandi aðgerð almannavaldsins, heldur hækkaði markaðsverð þess um nokkur hundruð millj- ónir. Og eigendurnir sáu hag sínum best borgið með því að selja skipið með kvótan- um til stórútgerðar í öðru plássi, þar sem bæði skip og kvóti nýtast vonandi vel. En þeir sem höfðu áður viðurværi sitt af rækju- vinnslu á upphaflega útgerðarstaðnum sitja eftir með sárt ennið. ■ Erfingi kvótans í Sviðinsvík er læknir vest- ur í Ameríku. Þegar foreldrar hans dóu seldi hann kvótann stórútgerðarmönnunum í Ak- urvík. Peningarnir fóru hins vegar til Amer- íku og gera vonandi eitthvert gagn þar. Svið- insvík er nú að leggjast í auðn. Enn eru þó til þeir landsbyggðarþingmenn sem halda því fram að kvótakerfi sem hefur svona afleiðing- ar þjóni hagsmunum landsbyggðarinnar. Eða eru þeir eingöngu að hugsa um Akurvík? Roskinn útgerðarmaður og fiskverkandi úti á landi var orðinn þreyttur á umfangs- miklum rekstri. Börnin flogin úr hreiðrinu og hjónin skilin. Hann átti myndarlegan kvóta og seldi hann ásamt öðrum eignum á 1100 milljónir íslenskra króna. Það jafngild- ir 45 þúsund krónum á hvert mannsbarn í landinu. Hann keypti sér 30 milljón króna einbýlishús í dýru hverfi í Reykjavík og er nú að láta gera það upp fyrir annað eins. Afgang- urinn af milljónunum 800 endar í fasteign- um og fyrirtækjum í höfuðborginni. Þær eru bæði glataðar íslenskum sjávarútvegi og hin- um dreifðu byggðum í landinu. ■ Hafliði á Sæbjörgu er ungur maður og duglegur og hefur brennandi áhuga á sjó- mennsku og útgerð; kominn af aflaklóm í báðar ættir. Hann erfði tíu milljónir eftir afa sinn og nafna og vill byggja upp útgerð. Hann keypti sér kvótalausan bát en með veiðileyfi. Hann borgar 100 kr. fyrir kílóið af leigukvótanum og fiskar á góðum miðum þar sem óvalinn fiskur gefur 130 kr. á mark- aði. Þessi 30 króna mismunur dugir Hafliða fyrir útlögðum kostnaði, svo sem olíu, veið- arfærum og viðhaldi á báti og vél. Að öðru leyti lepur hann dauðann úr skel. - Til að hafa til hnífs og skeiðar grípur Hafliði til þess ráðs að henda lélegasta fiskinum þó að það kosti hann bæði vinnu og peninga. Eftir það kemur hann að landi með svo góðan fisk að meðaltali að hann getur selt hann á 190 kr. kílóið. Þannig hafa tekjur hans umfram kvótakostnaðinn þrefaldast og hann sér fram á að geta hægt og bítandi byggt sér upp fram- tíð við sjósókn. Það hillir undir að Hafliði á Sæbjörgu verði aftur þekkt nafn í byggðinni sem harðfylgin aflakló. ■ f og valið er einfalt Vatnagaröar 10 • 104 Reykjavík S: 568-5855 • Fax: 568-9974 • www.volti.is RAFMÓTORAR T Öflugur valkostur ▼ Hagstætt verð T Stærðir: 0.12 kW - 315 kW. T Sérpantanir SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.