Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 24
Um miðjan vetur er formaðurinn á bátnum Iðunni um borð að athuga hvort ekki sé allt eins og það á að vera. Þegar hann kemur upp á bryggju tekur við önnur formennska, það er í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Báturinn og félagið bera semsagt sama nafn. Þar kom fram önnur tilviljun því í félaginu voru fremst í flokki foreldrar æskuvinar Steindórs. Sá heitir Lárus Grímsson og er tónskáld. Saman höfðu þeir verið að semja tónlist á æskuárunum sem Steindór segir nú að megi heldur kalla fikt. Ekki hafi staðið til að verða poppari eða rokkari. Þeir gerðu meðal annars lag við eitt Ijóða Kristjáns Röð- uls. Hins vegar er hann kominn með annan fótinn í tónlistina í dag. í samstarfi við hljómsveitina Sigur Rós hefur Steindór kveðið rímnastemmu og fellt inní lag þeirra. Skemmtilegir strákar „Fyrsta uppákoman var í Nýlistasafninu og var það hugsað sem tilraun. Þetta gekk vel og næst komum við fram á Gauki á Stöng og Menntaskólanum við Sund, síðast á tónleik- um Gus Gus í flugskýlinu á Reykjavíkur- flugvelli.. Undirtektir voru ágætar í öll skipt- in. Strákarnir í Sigur Rósu eru góðir og skemmtilegir í samstarfi. Ég kvað með þeim Mansöngsrímur eftir Sveinbjörn Beinteins- son. Kvæði og tónlist blindféllu saman en það er svosem eldd vist að annar kveðskapur geri það. Ég hef gaman af þessu en er jafn- framt þeirrar skoðunar að stemmurnar séu sú arfleifð okkar sem beri að halda meira á lofti,“ segir Steindór. Og hann kveður víðar við ýmis tækifæri, oftast með Sigurði Sig- urðssyni, dýralækni sem einnig er félagi í Ið- unni. Saman hafa þeir komið fram víða og kveðið í þeim tilgangi að vekja athygli fólks á tónlistararfmum og skemmta því í leiðinni," segir Steindór. Um 150 manns eru í Kvæða- mannafélaginu Iðunni og hefur sá fjöldi ver- ið nokkuð stöðugur hin síðari ár. Um áhugann á bóklestri segir hann að hann hafi kviknað strax í barnæsku þegar hann var í sveit á bænum Mel í Hraunhreppi á Mýrum. „Þar bjó þá gamalt fólk og ein- stakt, Guðrún Guðmundsdóttir og synir hennar Aðalsteinn og Guðmundur Péturs- synir. Varla hefur annað betra hent mig í líf- inu en kynnin af því fólki,“ segir hann. Fleiri félagar í Iðunni tengjast Mel í Hraunhreppi. Það er útaf fyrir sig nokkuð merkilegt, því ekki var kveðið á þeim bæ. Hann segist hafa haldið lestraráhuganum við á sjónum í gegn- um tíðina því alltaf finnist einhverjar dauðar stundir um borð. ÞÁ er ég sjálfs míns herra Steindór hefur verið til sjós í tæp 30 ár, á flestum gerðum fiskiskipa. Hann hefur þó aldrei veitt rækju né hval. Hefur látið þann smæsta og stærsta eiga sig, segir hann.. „Mér líkar mjög vel til sjós, sérstaklega á trillunni minni. Þar er ég sjálfs míns herra að flestu leyti sem er kostur en maður þarf líka að vera agaður ef einhver árangur á að nást. Annars hef ég lítið sinnt fiskeríi frá því í haust, því mér leiðist helvítis línuveiðin ó- skaplega. Handfærin eru skemmtilegri. í vet- ur hef ég farið nokkrar ferðir með tól og tæki til dýptarmælinga hér í höfninni,11 segir hann. Keypti lítið hús á Suðureyri A veturna er hann með bátinn í Hafnar- firði en flytur sig um set á sumrin og gerir út frá Súgandafirði. Það hefur hann gert síð- ustu sjö árin. „Þegar ég fór fyrst að gera út frá Súganda- firði voru aðkomubátarnir fáir. Núna hefur þeim fjölgað til niuna. Ég keypti mér lítið og ódýrt hús á Suðureyri. Yfir sumarið flytur fjölskyldan vestur og lítur á dvölina þar, sem 24 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.