Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Side 24
Um miðjan vetur er formaðurinn á bátnum Iðunni um borð að athuga hvort ekki sé allt eins og það á að vera. Þegar hann kemur upp á bryggju tekur við önnur formennska, það er í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Báturinn og félagið bera semsagt sama nafn. Þar kom fram önnur tilviljun því í félaginu voru fremst í flokki foreldrar æskuvinar Steindórs. Sá heitir Lárus Grímsson og er tónskáld. Saman höfðu þeir verið að semja tónlist á æskuárunum sem Steindór segir nú að megi heldur kalla fikt. Ekki hafi staðið til að verða poppari eða rokkari. Þeir gerðu meðal annars lag við eitt Ijóða Kristjáns Röð- uls. Hins vegar er hann kominn með annan fótinn í tónlistina í dag. í samstarfi við hljómsveitina Sigur Rós hefur Steindór kveðið rímnastemmu og fellt inní lag þeirra. Skemmtilegir strákar „Fyrsta uppákoman var í Nýlistasafninu og var það hugsað sem tilraun. Þetta gekk vel og næst komum við fram á Gauki á Stöng og Menntaskólanum við Sund, síðast á tónleik- um Gus Gus í flugskýlinu á Reykjavíkur- flugvelli.. Undirtektir voru ágætar í öll skipt- in. Strákarnir í Sigur Rósu eru góðir og skemmtilegir í samstarfi. Ég kvað með þeim Mansöngsrímur eftir Sveinbjörn Beinteins- son. Kvæði og tónlist blindféllu saman en það er svosem eldd vist að annar kveðskapur geri það. Ég hef gaman af þessu en er jafn- framt þeirrar skoðunar að stemmurnar séu sú arfleifð okkar sem beri að halda meira á lofti,“ segir Steindór. Og hann kveður víðar við ýmis tækifæri, oftast með Sigurði Sig- urðssyni, dýralækni sem einnig er félagi í Ið- unni. Saman hafa þeir komið fram víða og kveðið í þeim tilgangi að vekja athygli fólks á tónlistararfmum og skemmta því í leiðinni," segir Steindór. Um 150 manns eru í Kvæða- mannafélaginu Iðunni og hefur sá fjöldi ver- ið nokkuð stöðugur hin síðari ár. Um áhugann á bóklestri segir hann að hann hafi kviknað strax í barnæsku þegar hann var í sveit á bænum Mel í Hraunhreppi á Mýrum. „Þar bjó þá gamalt fólk og ein- stakt, Guðrún Guðmundsdóttir og synir hennar Aðalsteinn og Guðmundur Péturs- synir. Varla hefur annað betra hent mig í líf- inu en kynnin af því fólki,“ segir hann. Fleiri félagar í Iðunni tengjast Mel í Hraunhreppi. Það er útaf fyrir sig nokkuð merkilegt, því ekki var kveðið á þeim bæ. Hann segist hafa haldið lestraráhuganum við á sjónum í gegn- um tíðina því alltaf finnist einhverjar dauðar stundir um borð. ÞÁ er ég sjálfs míns herra Steindór hefur verið til sjós í tæp 30 ár, á flestum gerðum fiskiskipa. Hann hefur þó aldrei veitt rækju né hval. Hefur látið þann smæsta og stærsta eiga sig, segir hann.. „Mér líkar mjög vel til sjós, sérstaklega á trillunni minni. Þar er ég sjálfs míns herra að flestu leyti sem er kostur en maður þarf líka að vera agaður ef einhver árangur á að nást. Annars hef ég lítið sinnt fiskeríi frá því í haust, því mér leiðist helvítis línuveiðin ó- skaplega. Handfærin eru skemmtilegri. í vet- ur hef ég farið nokkrar ferðir með tól og tæki til dýptarmælinga hér í höfninni,11 segir hann. Keypti lítið hús á Suðureyri A veturna er hann með bátinn í Hafnar- firði en flytur sig um set á sumrin og gerir út frá Súgandafirði. Það hefur hann gert síð- ustu sjö árin. „Þegar ég fór fyrst að gera út frá Súganda- firði voru aðkomubátarnir fáir. Núna hefur þeim fjölgað til niuna. Ég keypti mér lítið og ódýrt hús á Suðureyri. Yfir sumarið flytur fjölskyldan vestur og lítur á dvölina þar, sem 24 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.