Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 20
Jón Sigurðsson formað- ur skólanefndar Stýri- inannaskólans í Reykjavík vinnur að skipulagsmálum frœðslustarfsemi fyrir menntamálaráðuneytið þar sem stefnt er að því að samtök í at- vinnulífi annist sjálft verkmenntafrœðslu. Jón hélt erindi um þetta efni á 40. þingi Far- , manna- og fiskimanna- sambandsins Góðir stýrimenn og skipstjórar. Ég þakka fyrir boðið að koma á fund ykkar til að ræða um fræðslumál. Eins og ýmsum ykkar er kunnugt hef ég verið að vinna að skipulagsmálum fræðslustarfseminnar fyrir Menntamála- ráðuneytið og Landssamband íslenskra útvegsmanna, en Samband islenskra kaupskipaútgerða er einnig orðið aðili að þessu verkefni og rætt hefur verið við fleiri aðila, þar á meðal Vélstjórafélagið, Samorku, Sjómannasambandið, forystu Farmanna- og fiskimannasambandsins, o.fl. í sem skemmstu máli sagt er um það að ræða að framkvæma almenna stefnu Menntamálaráðuneytisins á þessu sviði. Ráðuneytið stefnir að því m.a. að samtök í atvinnulífi annist sjálf um verkmennta- fræðslu með sjálfstæðum og sjálfsábyrg- um fræðslufyrirtækjum. Eftir sem áður hefur ráðuneytið yfir- umsjón, skólasamningar frá ári til árs halda gildi sínu, svo og þar með árlegar fjárveitingar úr ríkissjóði, opinbert eftir- lit og umboð starfsgreinaráðs. En ábyrgð, skuldbindingar, kostnaður, og forysta færist þá frá fulltrúum ríkis- valdsins til samtaka í atvinnulífinu. í þessu felst að ríkisskóli hættir starf- semi en í staðinn er stofnað fyrirtæki sem tekur þessa þjónustu að sér í um- boði ríkisvaldsins, samkvæmt samningi við það, undir eftirliti þess og með stuðningi þess. Hér er alls ekki um eitthvert tiltekið tímabundið sérverkefni að ræða. Það er ekki verið að hlaupa upp til að leysa eitt- hvert eitt vandamál, t.d. að fjölga nem- endum, eða að taka undir einhverja for- dóma um starfsmenn eða starfsemi skól- anna sem nú starfa. Það sem hér um ræðir er heildarstefna Framtíð skipstjórnar- menntunar ráðuneytisins og framtíðarstefna á sviði verkmennta. f fræðslu á vegum atvinnuvegarins eiga mælistikur atvinnulífsins að ráða frekar en forskriftir embættisstarfa fyrir ríkið. Fræðslufyrirtækin verða fyrst og fremst þjónustufyrirtæki á markaði atvinnulífs- ins, og eiga að hafa burði til þess að beita sér að hvers konar sérfræðilegum þróun- Jón Sigurðsson formaður skólanefndar Stýri- mannaskólans ar-, þjónustu- og ráðgjafarverkefnum og verða þannig í fylkingarbrjósti í framþró- un atvinnulífsins. Með því að samþætta eða samtvinna sem best reglulega kennslu og símennt- un, endurmenntun og ráðgjafar- og þró- unarverkefni fyrir atvinnufyrirtæki má skapa stöðuga atvinnutengingu í öllu starfinu. Regluleg kennsla verður áfram með þeim hætti sem henni hæfir best, en auðgast og styrkist við stöðuga tengingu og gagnkvæm áhrif. Nemendum Stýrimannskólans fjölgar ekki mjög á næstunni Það eru margir valkostir varðandi sjálfsábyrgt fræðslufyrirtæki. Ef ríkisvald- ið, eða annar aðili, leggur fram einhverj- ar eignir eða sjóð, þá er tiltækt að hafa reksturinn í lögformi sjálfseignarstofnun- ar. Ef ríkisvaldið leggur hins vegar ekkert slíkt beinlínis fram, heldur t.d. leggur eignir fram til afnota á leigu, en nokkrir aðrir aðilar koma saman með stofnfé fyr- irtækisins, þá verður að telja að einka- hlutafélag henti betur, og þá verður auð- vilað að setja í samþykktir þess viðeig- andi ákvæði um ráðstöfun arðs o.fl. Væntanlega mun ríkið þá setja það skil- yrði t.d. að arði verði aldrei ráðstafað út úr rekstrinum heldur verði hann jafnan plægður aftur inn í starfsemina. Stefnumið fyrirtækisins verða ekki embættisstörf, heldur um fram allt þjón- usta, fræðslu-, þjálfunar- og þróunar- verkefni sérfræðinga á markaði atvinnu- lífsins, fyrir fyrirtækin og starfsmenn þeirra. Mæling árangurs, örvun og ögrun til á- taks og árangurs, verður í samræmi við þetta. 1 raun og veru eru ekki miklar líkur til þess að nemendum í Stýrimannaskóla eða sjávarútvegsbrautum muni fjölga mjög á næstunni. Þessu valda margar og flóknar ástæður, enda eru forsendur í at- vinnulífinu stöðugt að breytast, fjöldi starfa og þörf fyrir nýliða o.s.frv. Að vísu skiptir það miklu máli að það takist að tengja fræðslufyrirtækið vel við mögulegar leiðir til framhaldsnáms á há- skólastigi og að tengingar þess verði sem bestar og nánastar við hugsanlegar starfs- brautir manna, en eins og kunnugt er vilja rnenn ekki vera bundnir við eitt færi alla starfsævina. Það fer hins vegar alls ekki á rnilli mála að hverri fræðslugrein er efling og styrking að því að starfa og dafna í nán- 20 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.