Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 63
Framtak Síun kerfisolíu Síun er nauðsynleg á olíukerfum nútímans til að verja viðkvæma skriðla og loka svo ekki sé minnst á dælur eða rótora, því sé ol- ían óhrein má búasl við rekstrartruflunum og stöðvunum með tilheyrandi tapi. Fyrirtæki sem ætla sér að vera í farar- broddi verða að gera sér grein fyrir þvi að losun oltu er ekki umhverfisvæn og því ber að nýta hana eins lengi og hægt er að halda henni innan þeirra óhreinindamarka sem framleiðendur gefa upp. Hægt er að marg- falda endingartíma olíu með réttri síun. Til að auðvelda mat á ástandi vökva hafa verið búnir til staðlar eins og ISO 4406 og NAS1638 þar sem olían er flokkuð eftir því magni af óhreinindum af mismunandi stærð- um sem i henni eru og gefa flestir framleið- endur upp þær kröfur sem þeir gera til olí- unnar samkvæmt þessum stöðlum. Því hvetjum við alla umsjónarmenn vökvakerfa til að kynna sér staðlana og þau mörk sem framleiðendur tækjabúnaðar setja varðandi rnagn óhreininda í olíunni og þeg- ar olíuprufur eru sendar til rannsóknar, að niðurstöður þeirra séu gefnar upp sam- kvæmt stöðlum. Hægt ætti að vera að nálg- ast þessar upplýsingar hjá olíufélögunum, en undirritaður svarar með ánægju þeim fyr- irspurnum sem honum berast. Til að halda olíu innan uppgefinna marka er rétt síun og vönduð ineðhöndlun kerfi- vökvans eini raunhæfi kosturinn. V/S Fram- tak tók á þessu ári við þjónustu og sölu fyrir síuframleiðandann C.C.JENSEN (CJC) í Danmörku, en fjöldi vélstjóra þekkir fram- leiðslu þeirra af eigin raun. CJC sérhæfir sig i framleiðslu svokallaðra “Offline” kerfa, sem vinna til hliðar við og óháð aðal kerfinu. Síun með þessum kerfum er 3pm absalut og 0,8pm nominal. Pessi kerfi eru í nær öllum tilfellum sett á forðatank viðkomandi kerfis til að fjarlægja óhreinindi sem þangað ber- ast. Framleiðslu CJC má skifta í “Filter Separators” sem eru sambyggð finsía og vatnsskilja og “Fine Filters” sem eru fínsíur sem taka til sín vatn upp að ákveðnu magni. Margar útfærslur eru fáanlegar innan þess- arra kerfa, þannig að framleiðslan hentar fyr- ir síun á flestum kerfisvökvum s.s. smurolíu, glussa, brennsluolíu. “Filter Seperator” er mjög áhugaverður kostur til hreinsunar á vökvakerfum þar sem hætta er á að sjór eða vatn berist í kerfið. 01- íunni er þrýst í gegnum síuna og vatnið fellt út í kjarnanum á svo kölluðu “Coaleser” . Hrein vatnsfrí olía rennur frá síunni að ofan en vatninu sem sest í neðri hluta hennar er tappað undan handvirkt eða sjálfvirkt. Eini hreyfanlegi hluturinn í þessum búnaði er fæðidælan, þannig að við- hald er í algjöru lágmarki. Reynslan hefur sýnt að við eðlilegar aðstæður er nóg að skifta um element einu sinni á ári. CJC síubúnaður hentar vel á brennsluolíukerfum þar sem þessi búnaður skilar olíunni ekki síður hreinni en skilvinda og er fyllilega samkepnisfær í innkaupum og rekstri. Dæmi um vökvakerfi sem hentug eru fyrir “Filter Separator” eru skut- hlið, lúgur, hliðarskrúfukerfi ,fiskidælu- kerfi o.s.fr. Ef menn vilja afla sér nánari upplýs- inga er þeim bent á að snúa sér lil V/S Framtaks og munum við með ánægju upplýsa þá um möguleikana sem fyrir hendi eru. Jóii A. Jónsson Höfundur er vélfrœðingur og vinnur sem þjónustufulltrúi hjd V/S Famtah Hafnar- firði sem selur og þjóriustar síubúnað frá C.C.Jcnssen Finsíur og siuskiljur Eigum á lager eða útvegum með stuttum fyrirvara hinar velþekktu CJC fínsíur og síu- skiljur. Síurnar eru 3p „absolut" og 0,8 „nom- inal" vatn er skilið frá á sérstakan hátt í síu- skiljunum þannig að það hefur ekki áhrif á endingu fínsíunnar. Einfaldar og ódýrar í rekstri. Henta á smurolíu, vökva og eldsneyt- iskerfi, af öllum stærðum. 50 ára reynsla, mikil gæði. Hagstætt verð. GÓÐ ÞIÓNUSTA VEGUR ÞUMGT FRAMTAK VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA Drangahrauni I -1 b Hafnarfjörður Sími: 565 2556 • Fax 555 6035 Netfang: jonadalsteinn@framtak.is Pjónustusíður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.