Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 53
um og vissi ég að eitt seglanna villtist ofan í sjópokann hjá Jóni sem síðar varð að tjaldi. Breyta átti skipinu og sérhæfa það til fiskflutninga og var ein breyting sú að taka fremsta mastrið af, það var þó ekki gert fyrr en hér heima. Við það má segja að skútan hafi misst andlitið. Skútan fyllt af mjöli Lagt var af stað frá New Bedford og þaðan haldið til Halifax í Kanada en þar átti að lesta mjöl. Einu leiðsögutækin voru, sextantur ,logg og vasaúr sent Jón hafði fengið í fermingargjöf. Ekkert sjóúr var um borð. Til Halifax var um 200 sjómílna sigling og var sá tími not- aður til að venjast skipinu og hreinlega að læra að fara með það. Skipið var lestað svo rnikið að allar káelur voru fylltar og varð öll áhöfnin að halda til í lúkar sem var fremst í skipinu. Auk þess voru þeir með tvo bíla, vörubíl af gerð- inn Ford og Chervolet fólksbíl á dekkinu sem þeir bræður, Jón og Sveinbjörn, höfðu fest kaup á í New York. Vörubíll- inn átti síðar eftir að verða mikil tekju- lind þegar farið var að byggja flugvelli hér í stríðinu. Frá Halifax til íslands er meira en 3500 sjómílna leið ef siglt er kompáslína. í þá daga þegar styrjöld geisaði var venjan að skip sigldu í skipalestum á rnilli landa og voru þær varðar af herskipum. Þegar þeir lögðu af stað áleiðis til íslands var þeiin afhent bréf og sagt að þeir ættu að fara fyrsta hluta leiðarinnar með lest sem var á leið til írlands. Vegna þess að skipið gekk ekki nægilega til að halda í við lest- ina var strikið tekið beina leið hingað. Kom á daginn að ákvörðunin reyndisl skynsamleg því að einungis helmingur skipalestarinnar komst á áfangastað, hin- ir voru skotnir niður. Stýrimaður dansar línudans á lunningunni En víkjurn nú aðeins að áhöfninni. Jón var vanur slýrimaður á vélskipum en bafði aldrei siglt skútu, svo vel vildi þó til að Karl fyrsti stýrimaður var menntað- ur i Danmörku og hafði verið mikið á skólaskipum og kunni að fara með segl. Hann hafði líka verið mikið í siglinum til Austurlanda á erlendunt skipum og þekkti því vel til, auk þess var hann mjög laginn með sextantinn þó að stund- um gerði hann mistök eins og síðar kom á daginn. Einn galla hafði hann þó; hann vantaði frumkvæði og gerði yfirleitt aldrei neitt nema honunt væri sagt að gera það. Auk þess átti hann það lil að vera mjög kærulaus og kom það fyrir einu sinni að Jón kom að honum þar sem hann var að dansa línudans á lunn- ingunni hlémegin í alveg brjáluðu veðri. Það kom líka á daginn að Jón álti eftir að bjarga honum úr öryggisnetinu sem er fyrir neðan bugspjótið. hað kom í ljós að Hluti skipshafnarinnar á Capitana. Aftari röðfrá vinstri: Axcl Björnsson matsveinn, Jón Sig- urðsson skipstjóri og Kristbergur Dagsson háseti. Sitjandi cru Svcinbjörn Sigurðsson háseti og síðar byggingameistari ogjóhann Andrésson háseti. Myndin var tekin af Guðmundi Pálssyni i mars 1941 í Bandaríkjunum. Sveinbjörn Sigurðsson nýbakaður smið- urinn álti eftir að standa sig vel, hann var laus við alla lofthræðslu og hikaði ekki við að fara upp í möstrin. og reynd- ist afbragðs seglamaður. Flestum sem eitthvað kunnu lil verka á skútum hefði sjálfsagt þótt það glapræði að leggja í þvílíka siglingu á seglskipi með einungis átta manns í á- höfn og það í stríðinu en þeir voru flestir ungir og ákafir. Pannig að þegar búið var að lesla mjöl í Halifax lögðu þeir af stað þann 29. mars 1941. Þeim var að að sjálfsögðu kappsmál að komast sent fyrst heim, kona Jóns átti von á barni, hinum lá líka á auk þess sem rnenn léku sér ekki að því að vera á sjó meðan styrjöld geisaði og þýsk herskip og kafbátar um allt. Reyndu þeir því að hafa seglin uppi eins oft og hægt var, vélin var líka keyrð á fullu. Að sjálfsögðu var gerður leiðar- reikningur en stórbaug þýddi lítið að sigla sökum þess að veðrið var slæmt all- an tímann og erfitt að gera sér grein fyrir haldinni stefnu. Þegar menn voru búnir að kornast yfir lofthræðsluna við að fara upp í möstrin fundu þeir það fljótt út að best var að vera efst í mastrinu. Þar eru seglin rninnst og léttast að taka þau til sín og þar er líka minna særok. Hraktist fyrir veðri og vindum í 10 sólarhringa Fljótlega lentu þeir í slæmu veðri, segl- in voru fyrst rifuð, (það er að draga segl- in niður mis mikið og binda þau þannig við bómurnar). Þegar veðrið versnaði enn voru seglin felld. Þeir létu berast undan veðri og vindum í um tíu sólar- hringa og höfðu ekki svo tnikla hug- mynd um hvar þeir voru. Skipið tók mikinn sjó á sig. Upp úr vélarrúminu gengu svanahálsar til að hleypa lofti nið- ur en þar komst vatn niður í vélarrúmið og drapst á. Ekki höfðu þeir önnur ráð við að loka þeim en að troða kartöflum niður um þá. Það tók tvo sólahringa að koma vélinni í gang aftur. í veðrinu gengu skaflar yfir skipið og urðu þeir að bregða á það ráð að höggva af skipinu allar davíður og reyndu með því að fá skipið til að taka minna á sig. Stýrið sem var úti undir berum hirnni brotnaði og voru fyrst settar rörtangir á ásinn þar til Sveinbjörn smíðaði nýtt stýri. Eftir tíu daga hrakningar slotaði, gerð staðará- kvörðun og ferðinni haldið áfrant. Þegar voru eftir 450 núlur í Garðskaga. Gerði enn brjálað veður sent stóð í 6 sólar- hringa. Eftir að slotaði lítillega mættu þeir enskum jagara, þeir sendu upp flögg á víxl en ekki fengu þeir þó upp gefinn stað. Tuttugasta og fjórða apríl gerðu Jón og Karl stýriinaður staðarákvörðun með sextanti en mismunurinn á milli þeirra var um hundrað mílur. Þeir áttu að hafa þrætt lengi um jjað hvar þeir voru en samkvæmt útreikningum Jóns voru þeir suður af Garðskaga. Hann þekkt betur til á þessu hafsvæði og var hans ákvörðun látin standa. Það var ekki fyrr en þeir hittu togarann Gylli sem sagði þeim að þeir væru 20 mílur frá Garðskaga. Eftir tuttugu og sex daga kornu þeir loks til hafnar, langþreyttir og slæptir, heima beið Jóns sonur, tveggja daga gamall. Síðar sagði Jón að aldrei myndi hann senda nokkurn mann i slíka svaðilför og allra síst tvo unga bræður. Af Capitönu er það að segja að hún reyndist illa til fiskflutninga og kunnu fáir með skipið að fara. Mastrið var svo hátt að það komst ekki undir kolakran- ann og kjölurinn risti svo djúpl að hann festist all oft í dokkunum í England. Það kom of oft fyrir að menn snéru við vegna veðurs og var það útgerðarmanninum dýrt. Skipið var því selt úr landi lil Dan- merkur fáum árurn eftir að það kom hingað. Sjómannablaðið Víkingur - 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.