Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 14
40. þing Farmanna- og Fiskimannasambands íslands Árni Bjarnason • • var orseti Við upphaf sambandsþingsins. Benedikt Valsson framkvœmdastjóri FFSÍ, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Grétar Mar Jónssott fráfatandi forseti og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofustjóri. Arni Bjarnason formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga var kjörinn forseti Farmanna- og fiski- mannasambands íslands í lok 40. þings sambandsins sem haldið var á Grand Hótel í Reykjavík dagana 28. - 30. nóv- ember. Arni hefur undanfarin ár átt sæti í stjórn sambandsins. Hann tekur við starfinu af Grétari Mar Jónssyni sem hef- ur gegnt því undanfarin tvö ár. Árni hlaut 21 atkvæði í kjöri til forseta en Grétar Mar hlaut 15 atkvæði. Einn seðill var auður. Pegar úrslit í forsetakjörinu lágu fyrir lýsti Grétar Mar því yfir að hann stæði við bakið á nýjum forseta og hvatti þingfulltrúa til hins sama. Varafor- seti var kjörinn Guðjón Petersen. Sambandsþingið hófst með því að Grétar Mar Jónsson flulti setningarræðu og síðan flutti Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra ávarp. Einnig fluttu ávörp þeir Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla- meistari og Guðjón A. Kristjánsson al- þingismaður. Þingforseti var kjörinn Að- alsteinn Valdimarsson. Auk hefðbund- inna þingstarfa hafði Helgi Jóhannesson forstöðumaður lögfræðisviðs Siglinga- stofnunar framsögu um framkvæmd langtímaáætlunar í öryggismálum sjó- rnanna, Þórir Skarphéðinsson frá sjávar- útvegsráðuneytinu mætti í forföllum Kol- beins Árnasonar, ásamt Stefáni Ásmunds- syni, og flutti yfirlit yfir stöðu fiskveið- samninga íslands og erlendra ríkja. Jón Sigurðsson formaður skólanefndar Stýri- mannaskólans ræddi um framtíð skip- stjórnarmenntunar. Þá ræddi Valtýr Hreiðarsson forstöðumaður Verðlags- stofu skiptaverðs markmið um fiskverð, Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna talaði um lífeyris- mál sjómanna og Magnús Þór Hafsteins- son fiskifræðingur og fréttamaður flutti hugleiðingu um stjórn fiskveiða. Eflir framsögur voru umræður og fyrirspurnir. Þinginu lauk síðdegis föstudaginn 30. nóvember með móttöku í boði sam- gönguráðherra. Auk Árna og Guðjóns eru aðalmenn í stjórn FFSÍ þeir Eiríkur Jónsson, Stígur Sturluson, Víðir Benediktsson, Aðal- steinn Valdimarsson, Halldór Guðbjörns- son, Örn Einarsson, Guðjón Ármann Einarsson, Harald Holsvik, Finnbogi Að- alsteinsson og Níels S. Olgeirsson. Feðgamír Eiríkur Jónsson ogjón Frímann Eiríksson spjalla við Reyni Bjömsson. 14 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.