Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 52
Jón Pétursson sjómaður skrifar Seglskútan Capilana Á þessu ári eru liðin 60 ár frá því að seglskútunni Capitönu var siglt hingað til lands. Afi minn Jón Sigurðsson var skipstjóri í ferðinni, en hann lést á síð- asta ári. Fyrir nokkrum árum ræddum við saman um ferðina og fer sú frásögn hér auk þess sem ég naut aðstoðar Svein- björns bróður hans en hann er einn eftir- lifandi úr þessari sjóferð. Jón var fæddur árið 1910, hann út- skrifaðist úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1932. Hann varð fljótlega stýrimaður á togurum, meðal annars á Litla-Gullfossi sem var í eigu Magnúsar Andréssonar. Capitana var nafn á skipi sem Magnús Andrésson útgerðarmaður keypti árið 1941 og hugðist hann nota hana við fiskflutninga milli Englands og íslands. Jón var stýrimaður hjá Magnúsi og þannig atvikaðist það að Jón var fenginn til þess að sækja Capitönu. Capitana er kvenkyns mynd af orðinu capitan sem þýðir það sama og captain. Orðið gæti þá þýtt skipstýra. Skipið var keypt óséð og upphaflega vissi kaupand- inn ekki að um seglskútu var að ræða. Jóni var að minnsta kosti sagt að um væri að ræða 300 tonna flutningaskip með 250 hestafla aðalvél. Hann tók til- boðinu um að sækja skipið. Hann bar sig saman við föður sinn, Sigurður Oddson, sem var gamalreyndur sjómaður. Hann byrjaði fyrst að róa á opnum báturn frá Sandgerði, var síðar á Coot, fyrsta togara íslendinga, en endaði sem leiðsögumaður á dönskum varðskipum. Hann fórst svo í stríðinu þegar hann var að lóðsa skip vestur á firði í blíðskaparveðri og er álit- ið að þeir hafi verið skotnir niður. Eftir að þeir feðgar höfðu rætt málin komu þeir sér saman urn að átta menn í áhöfn myndi duga. Það varð úr að bróðir Jóns, Sveinbjörn Sigurðsson, sem þá var nýútskrifaður húsasmiður fór með, stýrimaður hét Karl Mikael Riis, Valtýr Benediktsson 1. vél- stjóri, 2. Vélstjóri Sigurður Einarsson. Matsveinn var Kristbergur Dagsson. Há- setar ásamt Sveinbirni voru Jóhann Andrésson og Svavar Guðmundsson. Glæsilegasta fley á Atlantshafi Ferðinni var fyrst heitið til New York og þaðan var farið til New Bedford sem er rétt fyrir norðan New York. Þegar þeir komu á staðinn í rnars 1941 brá þeim heldur betur í brún. skipið var þá ekki hefðbundið flutningaskip heldur skonnorta af fínustu gerð og sögðu marg- ir að hún hefði verið glæsilegasta fley á Atlantshafi. Að útskýra rnuninn á hinum ýmsu seglskipum er ekki hægt i fáum orðum en í grundavallaratriðum eru skipting- arnar þannig: Skonnortur eru með þrjú og upp í sex rnöstur og eru gaffalsegl á möstrunum og fokkur úr fremsta mastr- inu fram í bugspjót. Fullreiðaskip hafa yfirleitt bara þversegl en hafa gjarnan lítil segl á milli mastra, svokallaða vindfang- ara. Svo til öll skip hafa fokkur, yfirleilt tvær eða fleiri. Barkskip hafa þversegl líkt og fullreiðaskip en gaffalsegl í aftasta mastrinu. Svo eru til óteljandi afbrigði. Eitt þessara afbrigða er bramsegls- konnorta. Þær eru þannig að í fremsta mastrinu eru þversegl en fokkur milli hinna tveggja. Capitana var glæsileg skonnorta, hún hafði upphaflega verið í eigu breska aðalsins og því srníðuð sem lystiskip. Skipið var þriggja mastra, hæsta mastrið 44 metrar. Skipið var 227 smálestir með 250 hestafla hjálparvél, mjög áþekk “Huginum” sem keyptur var til landsins í fyrra stríði. Það var afar mikil sigling á skipinu og var það með mjög þungan blýkjöl í kjölfestu. Lunn- ingin hækkaði frá sjó eftir því sem fram- ar dró. Fylgdi með skipinu sérstakt segl sem var 200 metra langt, eins konar fokka sem var fest í bugspjótið og náði alveg aftur með skipinu. Allar innrétting- ar voru úr harðvið og lil höfðu verið segl úr silki á það allt, þeim var þó flestum stolið enda silki vandfundið á þeim tím- 52 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.