Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 17
skipstjórnarnámið átt undir högg að sækja á undanförnum árum. 2.2 Um einkavæðingu Slýrimanna- skólans í Reykjavík 40. sambandsþing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldið í Reykja- vík dagana 28. - 30. nóvember 2001, tel- ur óásættanlegt ef sarntök skipstjórnar- manna verði ekki höfð með í ráðum varðandi áform menntamálaráðuneytisis- ins um einkavæðingu Stýrimannaskólans í Reykjavík. Stjórn fiskveiða 3.1 Um stjórn fiskveiða Reynslan af uppbyggingu botnfisk- stofna samhliða þeirri fiskveiðistjórnun sem nú er og átti að stuðla að því að tryggja til framtíðar hámarksafla úr fiski- stofnunum er slæm. I ljósi þess leggur 40. þing Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands til að ef ekki tekst að lag- færa núverandi kerfi svo ásættanlegt sé, verði teknar upp aðrar veiðistýringarað- ferðir sem betur tryggja uppbyggingu og bætta umgengni um botnfiskstofnana. Óbreyttri framkvæmd núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfis er hafnað og þess krafist að skýr ákvæði um þjóðareignar- rétt á auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Þingið telur að tryggja verði með löggjöf að óumdeilt verði að fjölda skipa, stærð og aflvísi fiskiskipaflotans megi takmarka svo unnt verði að stjórna fiskveiðum í framtíðinni. Strax verði tekið á brott- kastsvandanum og leyft verði að landa afla utan aflamarks. Takmarka verður framsal veiðiheimilda og auka veiði- skyldu á hvert skip. Tryggja skal fjár- hagslegan aðskilnað veiða og vinnslu í landi og fiskverð skal ráðast á fiskmark- aði. 3.2 Um niðurstöðu sátlanefndar 40. sambandsþing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands haldið í Reykja- vík 28. - 30. nóvember 2001, ályktar eft- irfarandi um tillögur stjórnskipaðrar nefndar sem skipuð var til að endur- skoða lög nr. 38/1990, um stjórn fisk- veiða, með það að markmiði að skapa sem víðtækasta sátt um fiskveiðistjórn- unarkerfið meðal þjóðarinnar. Þingið telur að tillögur meirihluta nefndarinnar séu fjarri því að stuðla að því markmiði sem nefndinni voru settar. Þvert á móti muni tillögurnar, nái þær fram að ganga, auka enn á það ósætti sem verið hefur um árabil um stjórn fisk- veiða. Þingið hafnar veiðileyfagjaldi, hvort sent það er kallað hóífegt eða óhóflegt og sér með engu móti með hvaða hætti slíkt gjald eykur líkur á sátt um fiskveiði- stjórnun, eða hvað slík skattheimta yfir höfuð keinur fiskveiðistjórnunarkerfi við. Örn Einarsson og Guðlaugur Jónsson i þinghléi. Þingið hafnar því að heimilað verði að framselja aflahlutdeild fiskiskipa til fisk- vinnslustöðva. Þingið hafnar rýmkun á hámarksafla- hlutdeild fyrirtækja. Þingið hafnar lækkun á veiðiskyldu, en bendir á og ítrekar fyrri kröfur sínar um að veiðiskylda verði hækkuð verulega (100%) frá því sem nú er og samhliða því verði framsal aflamarks afnumið og einungis heimiluð jöfn skipti á alfamarki. Þessi tvö atriði eru grundvöllur þess að nálgast einhverja sátl unt fiskveiðistjórn- unarkerfið. Þingið hafnar því að úthlutaðar veiði- heimildir í úthafinu verði framseljanlegar miffi skipa sem skráð eru undir mismun- andi þjóðfánum. 3.3 Um hvalveiðar 40. sambandsþing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands haldið í Reykja- vík 28.-30. nóvember 2001, krefst þess að hvalveiðar verði hafnar á næsta ári á íslandsnhðum. Greinargerð: Stækkandi hvalastofnar á íslandsmið- um valda nú þegar miklum skaða og minnka nýtingu okkar og aflamagn úr mörgum fiskistofnum m.a. úr þorsk- stofnum. Frekari töf á þvi að hefja hval- veiðar vinnur gegn heildarhagsmunum þjóðarinnar. Kjaramál 4.1 Um Lífeyrissjóð sjómanna 40. þing Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands haldið dagana 28.-30. nóv- ember 2001, lýsir yfir áhyggjum af slæmri stöðu Lífeyrissjóðs sjómanna sem að óbreyttri stöðu stefnir í að enn á ný verði að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfé- laga. Þingið beinir því til Alþingis íslend- inga að veita brautargengi frumvarpi Guðjóns Arnars Kristjánssonar alþingis- manns, um hækkun á mótframlagi út- gerðarmanna úr 6% í 8%. En það verður að teljast eðlilegt, þar sem sjóðurinn hef- ur virkað sem slysatryggingasjóður fyrir útgerðina. 4.2 Um Verðlagsstofu skiptaverðs 40. þing Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands haldið dagana 28. - 30. nóvember 2001, beinir til Alþingis að 3. gr. laga nr. 13. frá 27. rnars 1998 um Verðlagsslofu skiptaverðs verði breytt þannig að allir þeir fiskverðssamningar sem í gildi eru verði aðgengilegir á heimasíðu stofunnar eða á annan sam- bærilegan hátt. Þingið felur jafnframt stjórn sambandsins að beita sér af fullu afli þannig að þessi breyting geti gengið eftir. Greinargerð: Það er algjörlega óviðunandi að ekki sé hægt að fá upplýsingar um fiskverð ein- stakra áhafna fiskiskipa öðruvísi en að leita eftir þeim hjá viðkomandi. Með þessu fyrirkomulagi er kornið í veg fyrir eðlilegt upplýsingastreymi og gerir ntönnum erfiðara fyrir þegar fengist er við fiskverðssamninga. Upplýsingar um fiskverð eiga að vera opinberar og öllum aðgengilegar öðruvísi en í meðaltölum. 4.3 Um 26. grein sjómannalaga 40. þing Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands haldið dagana 28.-30. nóv- ember 2001 felur stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands að gera til- lögu til Alþingis á yfirstandandi þingi, í samvinnu við lögfræðing ef þurfa þykir, um breytingu á 26. grein sjómannalaga á þann veg að skipverjum verði tryggðar tekjur í a.m.k. þann tíma sem samnings- bundinn uppsagnarfrestur þeirra segir til um, þó aldrei skemmri tíma en sem nernur 2 mánuðum. Kaup þetta skal vera meðaltal tekna viðkomandi undan- Sjómannablaðið Víkingur - 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.