Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 39
sjón sem öðrum væri ekki gefin. Þetta var á litlum trollbát þar sem ég var að þjálfa nemendur mína í Tansaníu í þeirri veiðiaðferð. Þeir höfðu þegar allnokkra reynslu í þessu og lét ég þá að rnestu um þetta sjálfa nema þegar mér fannst ein- hverju ábótavant í kunnáttu þeirra. Fljót- lega tók ég eftir því að ævinlega þegar toghlerarnir flæktust saman og trollið skveraði sig ekki þá hífðu þeir trollið inn aftur til að greiða úr þessu. Svíinn, fyrir- rennari tninn, hafði að öllum líkindum aldrei verið á íslenskum togara og því ekki kynnst þeim aðferðum sein ég hafði lært. Eilt sinn í slíku tilfelli ætluðu þeir að fara að hífa inn trollið þegar ég skip- aði þeim að hætta. Ég gekk aftur að troll- gálgunum til að athuga hvort snúningur væri á vírunum. Síðan fór ég að trollspil- inu og hífði og slakaði þeim á víxl. Slundum tókst að losa hlerana með þess- ari aðferð, stundum ekki. í þetta sinn tókst það. Trollið þandi sig út. Mennirnir horfðu á þetta í forundran. Peir virtust standa í þeirri trú að þegar ég stóð þarna aftur á þá hefði ég séð hvernig hlerarnir væru flæktir saman við bolninn, langt fyrir aftan bátinn. Þeir voru fljótir að korna þeirri sögu á kreik þegar í land kom að sjón mín væri ekki öllum gefin. Skólastjóri á flæðiskeri Samskipti mín við skólastjórann voru lengi vel mjög stirð. Ég hitti hann sjald- an einan nema í þau skipti sem hann kallaði mig inn á teppið. Hann hafði mikið yndi af löngum vikulegum fund- um með kennurum skólans og notaði hann þá gjarnan tækifærið til að láta í ljós kunnáttu sína á sviði fiskveiða, eitt- hvað sem hann hafði lesið og beindi hann þá gjarnan orðum sínum til mín. Oftast snerist þetta um öryggisbúnað bála skólans sem hann taldi vera í mesta ólestri og þá ekki síst í skemmtibát þeim sem kennarar skólans höfðu til afnota. hetta var lítill plastbátur með utanborðs- mótor og var reglan sú að sá sem notaði bátinn sæi um að fylla tankinn og tæki með öryggisbúnað sem nóg var af. Það var svo nokkrum mánuðum eftir að ég hóf störf þarna að ég átti erindi niður að höfn síðla dags. Ég tók eftir því að skemmtibáturinn var ekki á sínum stað. Mér þótti þetta harla undarlegt þvi farið var að dimma. Mér datt helst í hug að bátnuní hefði verið stolið en brátt fékk ég skýringu á þessu. Á bryggjunni hitti ég fiskimenn nýkomna að landi. Þeir sögðust hafa séð Big Boss á reki þarna alllangt úti/Virtist sem hann ætti í vand- ræðum með mótorinn. Þeir sögðust hafa boðist til að taka bálinn í tog en það hefði hann ekki þegið. Ég brá skjótt við og kallaði saman leitarflokk. Ekki bar leit okkar árangur þá unt kvöldið þrátt fyrir að siglt væri um stórt svæði, enda kol- svartamyrkur. Að lokum var ákveðið að bíða frekari aðgerða þar til birti að morgni. Þá hófst skipulögð leit með fleiri bátum auk þess að Sessna flugvél þróun- arhjálparinnar tók þátt í leitinni. Liðið var að hádegi þegar skólastjórinn fannst, langt suður af Zanzibar. Hann hafði um tíma hafst við á sandrifi sem stóð upp úr á fjöru en þegar við nálguð- umst var að flæða yfir rifið. Það var því harla kostulegt að sjá hann álengdar, standandi við hlið bátsins með sjóinn upp á miðja leggi. En það var líka það eina sem var kostulegt við þetta. Hann var illa haldinn, sólbrenndur með sprungnar varir og þyrstur mjög. í ljós kont að hann hafði fljóllega orðið bens- ínlaus og ekki hafði hann tekið með sér árar né annan þann búnað sem hann hafði svo oft brýnt fyrir öðrum að hafa meðferðis. Eftir þetta urðu breytingar á karli og hann hætti að kalla mig inn á leppið. Félgar mínir sögðu að ástæðan fyrir þessu væri sú að einhver hefði bent honum á það að ég hefði átt stóran þátl í að bjarga honurn og ætti ég því þakkir m liSTiii Hafðu það á hreinu að allt sé um borð þegarfarið er úr höfn. Við höfum það sem til þarf! VALGARÐUR Eitt sfmanúmer i6(D Í0i@ Símar 460 0000 & 896 0485 • fax 460 0004 • netfang joip@valgardur.is Sjómannablaðið Víkingur - 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.