Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 19
Árni Bjamason nýkjörinn forseti slítur 40. þingi FFSÍ.
Árni Bjarnason forseti FFSÍ
er ekki hallur
Arni Bjarnason nýkjörinn forseti FFSÍ
er fæddur árið 1952 og fór fyrst til
sjós árið 1968 á togaranum Harðbak.
Hann lauk námi frá Stýrimannaskólanum
1973 og árið 1985 lauk hann nárni í út-
gerðartækni frá Tækniskólanum. Árni er
skipstjóri á frystitogaranum Akureyrinni
og hélt strax til sjós eftir að þingi Far-
manna- og fiskimannasambandsins lauk
til að klára sinn síðasta túr. Sjómanna-
blaðið Víkingur náði stuttu spjalli við
hann þar sem hann var að veiðum fyrir
vestan land og spurði hvort þetta hafi
verið erfið kosningabarátta?
„Það var erfið ákvörðun að láta slag
standa og fara fram. Eg var ekki með
mikla kosningabaráttu. Tók strax þann
pól í hæðina að ef það dygði ekki að þeir
sem þekktu mig fyrir treystu mér í slarfið
yrði bara að hafa það.”
- Þú hefur sagt að þú viljir reyna að
korna á betri samskiptum við útvegs-
menn?
„Ég vil helst geta verið í sambandi við
alla sem fjalla um þessi mál, hvorl heldur
er útgerðarmenn, stjórnvöld, Sjómanna-
sambandið eða jafnvel vélstjórar. Það
hlýtur að vera lykillinn að því að eitt-
hvað gerist að nrenn geti hist og talað
saman.”
- í fréttum sjónvarps fagnaði Friðrik J.
Arngrímsson því að þú hafðir verið kjör-
inn forseti FFSÍ. Þurfa þínir félagar að
hafa einhverjar áhyggjur af fögnuði frarn-
kvæmdastjóra LÍÚ?
„Það kvikna ótal aðvörunarljós þegar
hann fagnar. Við Friðrik kynntumst svo-
lítið fyrir nokkru og þau kynni byrjuðu
ekki vel því hann ætlaði að hjóla í mig.
Ég skrifaði einhverja grein í Moggann
sem hann var ákaflega óhress með. I
þessari grein sagði ég eitthvað á þá leið
að það væri einsdæmi í kjaradeilu að lýsa
því yfir að ekki þýddi að tala um neitt
sem kostaði eitthvað og síðan ættu menn
að reyna að ná árangri í framhaldi af því.
í þessu sambandi tíundaði ég hvað þetta
væru yfirgengilega fíflalegar aðferðir sem
þeir notuðu. Friðrik var svona ægilega
reiður að ég hélt hann ætlaði í mig þegar
við hittumst, en svo gátum við farið að
tala sarnan. En ég fer ekki að flaðra upp
um hann þótt hann fagni núna. Ég er
ekki hallur undir neinn nerna rnína
menn og vona að þeir sem þekki mig
helst geti staðfest það. Einhverjir reyndu
víst að gera það tortryggilegt að ég vinn
hjá Samherja. En ég get fullyrt að á þeim
bæ hef ég sagt mína meiningu og það
hefur ekki hjálpað mér á framabraul-
inni.”
- Hvenær kemur ] t til starfa fyrir
Farmanna- og fiskin .sambandið?
„Það verður eflir árumót. Ég klára túr-
inn og held svo jólin. Ég er svona að
horfast i augu við það eftir að ég er kom-
inn út á sjó að þetta snýr öllu á hvolf í
tilverunni hjá mér rniðað við það sem
hefur verið. Fyrstu vikurnar í nýja starf-
inu fara eflaust meira og minna í að
korna mér inn í starfið og ræða við menn
sem reynsluna hafa á þessum vettvangi.
Þetta er mjög spennandi verkefni og
krefjandi urn leið. Eins og ég sagði við
einhvern í morgun þá er það svo að ef
ég stend mig sæmilega er kannski ein-
hver von um að ég fái pláss aftur. Ef ég
stend mig þokkalega er það nánast von-
laust og ef ég stend mig vel get ég gleymt
því”, sagði Árni Bjarnason.-SG
Sjómannablaðið Víkingur - 19