Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 42
hafa ált eftir um tveggja tíma siglingu
þegar allt í einu heyrðist neyðarkall í tal-
stöðinni. í ljós kom að þetta var Ágústa
frá Vestmannaeyjum og virtist sem við
værum sá bátur sem næstur væri og náði
Gvendur skipstjóri flótlega talsambandi
við skipstjórann á Ágústu. Sagði hann að
báturinn lægi á hliðinni og væri við það
að sökkva og áhöfnin væri að fara í
björgunarbátinn. Síðan slitnaði samband-
ið. Svartaþoka var en sjólag ágætt. Okkur
hafði tekist að miða út stefnuna en það
var gert í miklum flýti og ekki mikið á að
treysta svo ratsjáin var það tæki sem við
lögðum traust okkar á. Grétar vélstjóri
hafði þegar gefið Völundvélinni inn eins
og hún þoldi. Gvendur skipstjóri þaut á
milli glugganna og ratsjárinnar og skip-
aði öllum að standa á útkikki þótt varla
sæist fram fyrir stefni. Ég minnist þess að
ég heyrði Gvend tauta: „Helvítis óheppni
er þetta alltaf á honum Gauja.” En allt 1
einu fengum við smápunkt á rastjár-
skerminn um fimm til sex sjómílur fram
undan en síðan hvarf hann alveg. Stefnan
var sett á punktinn og skömmu síðar
fundum við björgunarbátinn með allri
skipshöfn innanborðs.
Vel gekk að ná mannskapnum um
borð að undanskildum einum. Hann var
ákaflega feitur og belgmikill og að sama
skapi þungur, enda gat hann með engu
móti fótað sig í bátnum þar sem allt gaf
eftir undan þunga hans og lá hann því
hálfósjálfbjarga á botni hans. Ekki var
annað til ráða en að fara niður og slá
stroffu um hann miðjan og hífa hann um
borð. Það hvarflaði að mér þegar hann
hékk þarna í stroffunni hve miklu mynd-
arlegri hann væri svona grannur um
mittið þegar stroffan þrýsti inn vömbinni
svo um munaði.
Þegar ég kom fram í lúkar þar sem
skipbrotsmennirnir voru kom í ljós að
ekki var nauðsyniegt að gefa þeim heitt
toddý til að hressa þá við. Það höfðu þeir
séð um sjálfir. Þeir sögðu að síðast þegar
þeir lönduðu á Seyðisfirði hefði ríkið
verið opið og þeir því birgt sig vel upp
fyrir næstu landlegu. Einhverjum þeirra
hafði hugkvæmst að bjarga hluta af þessu
áður en báturinn sökk, enda fyrirsjáanleg
löng landlega. En þá komum við að
hundinum. Vélstjórinn átti hund sent
hafði verið með þeim um borð en hann
hafði týnst, sennilega farið niður með Á-
gústu því að einn þeirra hélt því fram að
hann hefði séð hundinn skjótast niður í
vélarúm þegar báturinn lagðist á hliðina.
Eigandi hundsins, sem þótti mjög vænt
um hann, átti erfitt með að sætta sig við
þetta og bar það upp á félaga sína að þeir
hefðu ekkert gert til að bjarga honum. Úr
þessu varð hið mesta rifrildi. Það var
einmitt þegar við björguðum hundinum
þarna við strendur Tansaníu að mér varð
hugsað til hundsins á Ágústu. Við hefð-
um kannski átt að grennslast eftir hon-
um því vel getur verið að hann hafi lent í
sjónum án þes að nokkur sæi það og
synt í átt frá skipinu. En of seint er að
vera að hugsa þetta núna því að trúlega
er hann löngu hættur að synda, enda lið-
in tuttugu ár frá því að atburðurinn gerð-
ist.
Umræðan - Umræðan - Umræðan - Umræðan
Léttvægar röksemdir
Aftur og aftur er niðurstaðan úr
uppbyggingartilraunum Hafró sú að
þorskstofninn rís og hnígur án þess að
að það sé á augljósan hátt hægt að
tengja það við veiðarnar. Margt villir
sýn og má þetta helst telja:
Náttúruleg dánartala er ekki fasti
eins og líkönin gera ráð fyrir heldur
breytileg eftir ríkjandi aðstæðum, aldri
fiska og samkeppni um fæðu. Unnt er
að hafa áhrif á náttúruleg afföll með
veiðum því þegar fiskur braggast
vegna minnkaðrar samkeppni, þar
með aukins fæðuframboðs, aukast
lífslíkur hans. Minnkuð sókn eykur
hins vegar innbyrðis samkeppni og
minnkar fæðuframboð einstakling-
anna, nokkuð sem dregur úr lífslíkum.
Vaxtarhraði er ekki fasti heldur er
hann m.a. háður fæðu og þar með
stofnstærð og samkeppni frá öðrum
tegundum. Friðunaraðgerðir leiða til
þess að samkeppni vex, það dregur úr
vexti og viðgangi, náttúruleg afföll
aukast og afrakstur stofnsins minnkar.
Ekki er lögð nægileg áhersla á að fylg-
ast með vaxtarhraða svæðisbundið og
stýra veiðiálagi í samræmi við það. Við
sjáum gjarnan tölur um vaxtarhraða
þorsks sem eru meðaltal fyrir öll mið-
in, að vísu skipt í norður- og suður-
svæði. Aflamarksstýring ýtir enn undir
misnýtingu miðanna, menn leitast við
að veiða “besta” fiskinn en svæði þar
sem fiskur er lélegri, og þyrfti að
hressa upp á með veiðum, eru látin í
friði. Hafrannsóknastofnunin hefur
ekki bent á þetta atriði og ekki gert at-
hugasemdir við líffræðilega annmarka
þess að stjórna veiðum með ósvæðis-
bundnu aflamarki.
Stofnunin hefur haldið fram að stór
hrygningarstofn sé nauðsynlegur til að
fá góða nýliðun. Þetta hefur leitt til
verndunar á fullorðnum hrygningar-
fiski sem búinn er að taka út sinn vöxt
og hefur litlar lífslíkur. Röksemdir
stofnunarinnar um nauðsyn stórs
hrygningarstofns eru léttvægar. Unnt
er að sýna fram á að í mörgurn fisk-
stofnum er öfugt hlutfall milli nýlið-
unar og stærðar hrygningarstofnsins.
Einnig er rétt að benda á að skortur á
ungviði virðist ekki hafa verið vanda-
mál alla jafna. Þegar fiskur horast eða
fer að stunda sjálfrán er vandamálið
fæðuskortur.
Jón Kristjdnsson fiskifræðingur
á fyrirspurnarþingi sjávarútvegs-
ráðuneytisins
Aukin óvissa
í lok síðustu aldar voru fjölstofna-
líkön af vistkerfum hafsins nýtt í fyrsta
sinn við fiskveiðiráðgjöf. Kom þá í
ljós að mikilvægt gat verið að taka til-
lit til samspils stofnanna í hafinu (líf-
fræðilegt samspil) og mismunandi á-
hrif veiðitækni á afla mismunandi teg-
unda (tæknilegt samspil). Við ráðgjöf
um nýtingarstefnu fyrir þorks á ís-
landsmiðum var tekið tillit til slíkra
þátta, en þó var byggt á tiltölulega ein-
földum forsendum. Kornið hefur í ljós
að talsvert meiri breytileiki er í vist-
kerfinu en reiknað var með og talsvert
meiri óvissa er til staðar en yfirleitt var
gert ráð fyrir. Aðferðir sem virðast við
fyrstu sýn vera tölfræðilegar vangavelt-
ur hafa mikil áhrif á niðurstöður og
nauðsyn ber til að beita slíkum aðferð-
um rétt í áframhaldinu. Aukin óvissa
leiðir til þess að takmarka þarf aflann
frekar en áður var talið. Fjölstofna- og
fjölflotaaðferðir hafa þróast mjög mik-
ið og eru nú í hraðari þróun en
nokkru sinni fyrr. Ýmsar kenningar
hafa verið settar fram um að nýtingar-
aðferðir sem byggja á hefðbundnum
sjónarmiðum gangi ekki því þær taki
of stórt hlutfall af stofninum árlega.
Varúðarnálgun við sljórn fiskveiða
leiðir til þess að takmarka þarf aílann
talsvert meira en þegar aðeins var mið-
að við einn stofn og ekki tekið tillit til
óvissu f samspili stofna.
Öll þessi sjónarmið benda til þess að
góð nýtingarstefna eigi að miða við að
veiða hóílegt hlutfall stofnsins á
hverju ári. Slíkt leiðir til meiri stöð-
ugleika án þess að aflinn minnki til
langs tíma litið.
Gunnar Stefánsson áfyrirspurnar-
þingi sjávarútvegsráðuneytisins
42 - Sjómannablaðið Víkingur