Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 46
haven (NTB) i byrjun septemeber þegar tölvukerfi þeirra hrundi. Fyrirtækið sem flytur um 40% allra gáma sem fara um höfnina misstu mikið traust viðskiptavina sinna þar sem hvorki meira né minna 8000 gámar voru á svæði þeirra þegar þetta gerðist. Það voru því allir starfsmenn fyrirtækisins sem eyddu næstu dögum við að skoða inn í alla þá 8000 gáma sem á svæð- inu voru og olli þetta miklurn töfum á öllum flutningum félags- ins. Þótt þessi bilun hafi aðeins valdið stöðvun á starfseminni í 12 tíma þá hurfu engu að síður margir viðskiptavinir þar sem meðal annars fleiri hundruð gámar voru á þessum tíma lestaðir um borð í skip sem voru í afgreiðslu á þessum tíma. Fyrirtækið vonast þó til þess að geta unnið aftur traust viðskiptavina sinna. frá Southampton til Japans. Allt er nú til Þeir eru glaðir í Southampton en þeim tókst að ná samningi sem kallaður er “flutningur á sandi til Sahara”. Flutningurinn sem á að fara um höfnina eru Honda bifreiðar sem settar eru saman í Bretlandi fyrir Japansmarkað. Það hefði einhvern tím- an þótt skrítið að flytja japanska bíla framleidda í Bretlandi til Japans. Felix E læddist um höfnina í Gíbraltar án leyfis Sektaður Skipstjóri Scandlines ferjunnar Felix E var nýlega leystur úr varðhaldi gegn tryggingu fyrir að hafa farið inn í höfnina í Gí- braltar án þess að láta frá sér heyra, án þess að hafa fengið heimild til þess að koma til hafnar og að hafa ekki lóðs um borð. Skipstjórinn Hans Ekuland, sem er sænskur, fékk 1000 punda sekt fyrir atvikið en skipið hefur verið í siglingum milli Gíbraltar og Alsír, Það er betra að láta vita af sér þegar verið er að fara til hafnar sérstaklega eftir að atburðirnir í New York áttu sér stað þar sem allar öryggisreglur hafa verið hertar til muna. Þögn um málið Maersk Sealand skipafélagið hefur ekki viljað gefa yfirlýsingu varðandi atviks sem varð um borð í þýska gámaskipinu Ipex Emperor, sem er á leigu hjá félaginu, í höfninni Gioia Tauro á Ítalíu í október. Maður af egypsku bergi brotnu var handtekin af ítölsku lögreglunni og ákærður um hryðjuverkastarfsemi. Þrátt fyrir að mikið fréttabann hafi verið yfir þessurn atburði fengust þær fréttir að sá sem var handtekinn er 43 ára gamall Iaumufarþegi, Rigk Amid Farid, en hann var með kanadískt vegabréf. Það var þann 18. október sem hann fannst eftir að hljóð heyrðust frá gámi sem var um borð í skipi á leið til Kanada. í gámnum var rúm, salerni, hitagjafi og vatnsbirgðir til þriggja vikna. Einnig fundust í fórurn Farid GSM sími, gerfi- hnattasími, tölva, myndavélar, fölsuð skilríki, kort af flugvöll- um, öryggispassi fyrir flugvöll og atvinnuskírteini fyrir flug- virkja. Gámurinn átti að umskipast í höfninni í skip á leið til Rotterdam og þaðan áfram til Kanada. Telja menn að hér hafi verið á ferðinni einstaklingur sem hafi verið injög hættulegur og kyndir þetta enn frekar undir ótta manna við frekari hryðju- verk. Flugmóðurskipið sem hætt var við Erfiðlega hefur gengið að koma gömlu sovétsku flugmóður- skipi fyrir kattarnef ef svo má að orði komast. Aldrei lokið við að smíða skipið sem um ræðir, en hér er á ferðinni flugmóður- skip sem hafð'i fengið nafnið Varyag en þegar Sovétríkin féllu á sínum tíma þegar smíði þess stóð yfir. Skipið, sem er 55 þús- und tonn að þyngd, var á leið til Taiwan frá Úkraníu í drætti hollenskra dráttarbáta en ekki hafði srníði skipsins verið komin lengra en það að ekki voru komnar neinar vélar niður í það. Á leið um Miðjarðarhaf lenti skipalestin í miklu óveðri sem varð til þess að ekki var um annað að ræða en að taka sjö menn sem voru um borð í flugmóðurskipnu frá borði með þyrlu þar sem menn óttuðust að það rnyndi sökkva í óveðrinu. Það hafði tek- ið 15 mánuði að fá leyfi tyrkneskra yfirvalda að fá að draga skrokkinn í gegnuin Bosphorussund og þegar sloppið var þar í gegn skall óveðrið á. Þegar veðrinu slotaði tókst að koma skip- verjunum sjö aftur urn borð, en þeir voru allir skipverjar á sama dráttarbátum Havila Champion. Þegar þeir voru að bisa við að koma dráttartauginni aftur um borð varð það slys að einn skip- verjanna féll af flugþilfarinu og niður í sjó, níu metra, og til hans sást ekki rneir. Þegar þetta er skrifað eru dráttarskipin enn með flugmóðurskipið á leiðinni til Taiwan. Ferðir til Kanada Kanadíska lögreglan og útlendingaeftirlitið eru í mikilli her- ferð gagnvart launtufarþegum sem koma með gámaskipum til Halifax. í síðasta mánuði náðu þeir sex laumufarþegum. Tveir Rúmenar gáfu sig fram við lögreglumann á götu í Halifax og sögðust þeir hafa komið með danska gámaskipinu Gudrum Mærsk. Þá barst lögreglunni tilkynning frá kranamanni við höfnina sem benti á gat á gámi sem hann sá þegar hann var að hífa gám úr gámaskipinu Zim America. í gámnum fundu lög- reglumenn tvo bakpoka með fötum og öðrum persónulegum munum. Tveir laumufarþegar fundust um borð í spænska skip- inu Cala Palamos. Flestir þeir laumufarþegar sem hafa fundist í Kanada hafa komið frá Ítalíu og eru að reyna að komast il Am- eríku til að flýja fálæktina sem þeir hafa búið við í Evrópu. Hraðasekt Skipstjóri á ferju í Marlborough sundi á Nýja Sjálandi var ný- lega sektaður fyrir of hraða siglingu þegar hann var að koma til hafnar í Marlborough fyrir skömmu. Hámarkshraðinn inn í sundinu sem er innsigling inn í höfnina eru 18 mílur en kallinn var eitlhvað að flýta sér því hann mældist á milli 34 og 37.5 rnílna hraða á þessari leið. Ekki var upplýst hversu há sektin var en skipstjórinn hefur áfrýjað niálinu og er búis við að það verði tekið fyrir hjá þarlendum dómstólum innan skamms. Það er svona þegar menn eru i tímaþröng á áætlunarleiðum og skip- in eiga að láta úr höfn samkvæmt áætlun en ekki þegar skipin 46 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.