Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 18
vík dagana 28. - 30. nóvember 2001, skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að vigtun á uppsjávarfiski verði komið í viðunandi horf þannig að afli sé vigtaður á réttan hátt upp úr hverju fiskiskipi. Greinargerð: Á undanförnum árum hafa skipstjórn- armenn loðnu-, síldar- og kolmunnabáta margoft orðið þess áskynja að vigt úr fullfermistúrum hefur lækkað þegar afla er landað í íslenskar fiskmjölsverksmiðj- ur, en þó með fáeinum undantekningum. Þessi þróun hefur leitt til þess að sjó- menn verða fyrir verulegri tekjuskerð- ingu og tilkynntur afli er rangur. 5.3 Um tekjur sveitarfélaga og hafn- arsjóða 40. sambandsþing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands haldið í Reykja- vlk dagana 28. - 30. nóvember 2001, beinir því til sveitarstjórna að þær styðji samtök sjómanna i þeirri kröfu að verð- lagning á fiski fari fram á eða í tengslum við fiskmarkaði. Greinargerð: Þar sem hafnarsjóðir fá tekjur sínar af verðmæti landaðs sjávarafla, þá hlýtur það að vera hagur þeirra að sem hæst verð fáist fyrir aflann eins og gerist á fiskmörkuðum. Einnig má benda á að útsvarsgreiðslur sjómanna til sveitarfé- laga munu tvímælalaust hækka verði all- ur fiskur verðlagður á fiskmörkuðum. 5.4 Um haf- og fiskirannsóknir 40. sambandsþing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands haldið í Reykja- vík dagana 28. - 30. nóvember 2001, skorar á stjórnvöld að efla haf- og fiski- rannsóknir á íslandsmiðum. Þingið legg- ur áherslu á að stjórnvöld styðji í ríkara mæli við bakið á fleiri aðilum en Haf- rannsóknastofnun til að stunda haf-og fiskirannsóknir. Þingið lýsir yfir áhyggjum varðandi á- stand helstu fiskistofna við ísland, sem kallar á aukna vitneskju um lífríki hafs- ins, samspil fiskistofna og áhrif veiðafæra á fiskislóðir. Önnur mál 6.1 Um NAVTEX sendingar 40. sambandsþing Farmanna- og fiski- mannasantbands íslands, haldið í Reykja- vik dagana 28. - 30. nóvember 2001, skorar á hlutaðeigandi stjórnvöld að sjá til þess að NAVTEX sendingar náist alls- staðar við landið. 6.2 Um sjónvarpssendingar 40. sambandsþing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldið í Reykja- vík dagana 28. - 30. nóvember 2001, skorar á stjórnvöld að koma sjónvarps- sendingum út á miðin í gegnum gervi- hnött. Guðmundur Jónsson á spjalli við Guðjón A. Kristjánsson. genginna 6 mánaða. Greiðsla af þessu tagi skal tryggð af ríkissjóði íslands. Það sama gildi um skipstjóra. Sjávarútvegsmál 5.1 Um vigtun og stærðarmat á sjáv- araíla 40. þing Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands haldið dagana 28. - 30. nóvember 2001, beinir því til sjávarút- vegsráðherra að endurskoðuð verði reglugerð nr. 522/1998 um vigtun sjávar- aíla. Sett verði skýrari ákvæði í reglu- gerðina hvernig staðið skuli að úr- taksvigtun og nýtt ákvæði um stærðar- mat á þeim afla sem landað er og starfs- reglur þar að lútandi. Greinargerð: Ekki kemur fram í reglugerðinni eða auglýsingu nr. 768 frá 18. des. 1998 á hvern hátt skuli staðið að stærðarmati samhliða úrtaksvigtun. Yfirleitt sér starfsmaður fyrirtækisins sem landað er hjá bæði um úrtaksvigtun og stærðarmat. Mjög misjafnlega er staðið að stærðar- mati á ferskfiski eftir hvar landað er sumstaðar er viðhaft sjónmat annarsstað- ar er hver fiskur vigtaður í úrtaki. Dæmi eru um að aðeins lítii prósenta úr kari sé notuð við stærðarmat en ekki allt inni- hald karsins. Það er að sjálfsögðu krafa að sá sem hefur með höndum stærðar- mat og úrtaksvigtun sé hlutlaus aðili t.d. starfsmaður viðkomandi hafnar h'kt og þegar landað er frosnum fiski. Það verk- lag sem nú viðgengst við úrtaksvigtun er algjörlega óviðunandi fyrir sjómenn vegna þess að tekjur þeirra byggjast að stórum hluta á stærð fisks sem landað er. Einnig má benda á að með þessu móti getur viðkomandi útgerð skammtað sér þann afla sem dregst frá kvóta í ljósi þess að undirmál dregst ekki að fullu frá kvóta. Það er því nauðsynlegt að breyta reglugerðinni á þann veg að það sé óháð- ur aðili sem annist vigtun og nákvæmar reglur verði settar um verklag. 5.2 Um vigtun uppsjávarfisks 40. sambandsþing Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands haldið í Reykja- Ární Bjarnason fylgist með umrœðum á þingi FFSÍ 18 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.