Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 68
Vitlaus hlutverk Árni Mathiesen vildi ekki mæta Magn- úsi Hafsteinssyni i sjónvarpi vegna þess að hann var hræddur um að þá færi Magnús að leika vitlaust hlutverk. Annað hvort eru menn fréttamenn eða stjórn- málamenn, sagði Árni í viðtali við Frétta- blaðið. Ég veit ekki, kannski stafar þetta einfaldlega af því að ráðamenn í sjávarút- vegi óttast Magnús eða fyrirlíta hann. í hina röndina ber þetta þó vott um land- læga áráttu til að skipta tilverunni í vandlega afmörkuð hólf. Svona líkt og stjórnmálamenn megi einir hafa skoðanir en hlutverk fréttamanna sé bara að þylja upp staðreyndir, þurrar eins og tölur i spalta. Gallinn er að voða margir fréttamenn hérna virðast trúa þessu sjálfir. Krafan um hlutleysi felur ekki síst í sér að frétta- menn geri alltaf það sem til þeirra er ætl- ast, haldi sig innan settlegra marka, spyrji ekki leiðinlegra spurninga og túlki helst öll sjónarmið í senn. í skóla ríkis- sjónvarpsins sem hér er allsráðandi í sjónvarpsfréttamennsku hvort sem fjöl- miðillinn heitir RÚV eða Stöð 2, hefur hlutleysi af þessu tagi verið iðkað til slíkra óbóta að í raun er ekki horfandi á fréttir í íslensku sjónvarpi. Maður er ekki að missa af neinu þó maður horfi bara á popptíví. Pví var prýðilegt að Ómar Ragnarsson skyldi fá verðlaun i Eddu- skrípaleiknum; í umfjöllun um virkjanir fyrir austan gafst hann upp á hlulleysis- rullunni, hann sá að hún myndi aldrei duga og fór að fjalla um málið eins og hugsandi maður með sjálfstæða dóm- greind. Hann spilaði algjört sóló inni í geldri ríkisstofnuninni. Ómar hefur verið mikið skammaður fyrir, en nefnd úti í bæ hafði þó vit á að gefa honum verð- laun. Magnús Hafsteinsson gerir heldur ekki alltaf það sem er ætlast til af honurn og einmitt vegna þess er hann áhugaverður fréttamaður. Hann hefur þekkingu og sjálfstæða sýn sem gerir honum kleift að flytja fréttir sem fara ákaflega í taugarnar á þeim sem gæta sérhagsmuna. Hann leggur mikið undir og virðist lifa dálítið eftir því góða mottói að það sé ekki gott fyrir fréttamenn að eiga of marga vini. Að miklu leyti er það honum náttúrlega til hróss hvað Kristján Ragnarsson þotir hann illa - og að Árni Mathiesen vill ekki sjást með honurn í sjónvarpi. Menn eins og Magnús rugla nefnilega kerfinu. Ekki ósvipuð viðhorf komu fram í máli Halldórs Ásgrímssonar í síðustu viku þegar hann hafði móðgast ákaflega yfir umfjöllun um 700 milljón króna sendi- ráðið í Japan. Þá sagði Halldór eitthvað á þá leið að prófessorar við Háskóla ís- lands ættu ekki að skipta sér af því sem þeim kæmi ekki við. Halldór getur svos- em huggað sig við að flestir prófessorar gera það alls ekki; þeir sitja bara úti á Melum, rýna í sín fræði og láta sér ekki lil hugar koma að styggja ríkið sem greiðir þeim laun. Þegar þeir eru beðnir að koma í fjölmiðla fyllast þeir ótta og fara undan í ftæmingi. Á því eru þó á- gætar undantekningar. Halldór var víst að beina orðum sínum til Ágústs Einars- sonar. Ágúst er einstaklega skemmtileg- ur, áhugasamur og gáfaður baráttumaður, góð fyrirmynd fyrir bæði fréttamenn og háskólaprófessora. Einn kollegi hans úr félagsvísindadeildinni tekur þó öllum fram, Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann blæs á allt hlutleysi. Og þó vill varla neinn setja múl á Hannes? Egill Helgason Strik.is Jólasaga Ekki fyrir löngu, á mælikvarða jófanna, kom upp svolitið vandamál. Jólasveinarnir voru flestir komnir til byggða að sinna sínum uppáhaldserindum. I helli sveinanna voru hins vegar veikindi og Kertasníki, sem sem síðastur kemur á aðfangadag, gekk illa að fá aðstoð við að búa sig til ferðar. Það styttist í að sveinki þyrfti að drífa sig á stað og hann var orðinn frekar stressaður. Grýla kom í heimsókn sem hafði ekki önnur áhrif en að stressa sveinka enn meira. Hinir bræðurnir höfðu tekið vélsleðana sem voru í lagi en sá síðasti var bilaður. Hreindýrin voru uppi við Kárahnúka og hreindýra- sleðinn hafði ekki fengið neitt viðhald í 17 ár. Með nokkur farlama hreindýr fyrir sleð- anum, sem ekki nenntu í burtu sökum elli, fór sveinki að hlaða á sleðann sem brast undan þunganum og allt fór út um allt. Kertasníkir æddi inn til að fá sér hálfkaffi (kaffi og viský). Hann komst að því að einhver hafði drukkið allt viskýið og ekkert annað vín til. Kaffibollinn fór í gólfið og brotnaði þannig að brotin fóru úl um allt gólf. Þegar sveinki ætlaði að sópa þeim upp sá hann að mýsnar höfðu nagað hárin af kúst- inum. Þá er bankað á hellisdyrnar. í brjáluðu skapi æðir sveinki til dyra. Þar fyrir utan stendur engill með jólatré. - Hvar viltu að ég setji tréð?, spurði engillinn. Og þannig kom það til, vinir mínir, að engillinn er á toppi jólatrésins. S'ionionnum bestu fóla ocj núátskveðjm on bökkum viðskivtin ♦ á ávinu Vagnhöfða 10 - Sími: 567 3175 GSM: 897 5741 - Fax: 587 1226 68 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.