Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 56
Sjórdnin á Karabíahafi náðu hámarki á 17. öld (1625-1698) stóðu i rúm 70 ár. í lok aldarinnar samþykktu Evrópuríki yfirlýsingar um að sjórœn- ingjar vœru óvínir alls mannkyns „hostis humani generis”. ist allt í einu gegn þeim. Alger ósigur blasti við. Stjórnlaus tryllt naut voru allt í einu komin inn í raðir þeirra. Skyndi- lega fældust nautin og snerust gegn Spánverjunum. Morgansmenn fylgdu fast eftir og nýttu sér glundroðann, sem varð í liði Spánverja. Jarðvegurinn varð eitl svað vegna undangenginna rigninga svo Spánverjarnir gátu ekki beitt hestunum sem skyldi. Rigningin hafði verið blessun í dulargervi fyrir ræningjana. Eftir æðis- genginn bardaga voru Spánverjarnir sigr- aðir. Því næst réðust þeir sem trylltir á borgina sjálfa og þar stóð linnulaus bar- dagi í nokkrar stundir þar til Spánverjar voru endanlega sigraðir. Af þeim lágu 600 í valnum og nokkur hundruð særðir. Hið ótrúlega hafði gerst - ræningjarnir höfðu sýnt fádæma hreysti og úthald og gersigrað ofureflið. Þeir dvöldu í þrjár vikur í borginni og leituðu að fjársjóð- um, en lítið fannst. Borgarbúar voru pyntaði hroðalega til þess að segja til um felustaði, en rýr varð árangurinn. Því næst brenndi liðið borgina til grunna. Ferðin til baka til Karíbahafs var við- burðarlítil. Eftir hættur og allt erfiðið höfðu þeir minna upp úr krafsinu en þeir bjuggust við. Þegar komið var á ströndina var gengið til náða fyrir nótt- ina þvi að morgni næsta dags skyldi lagt af stað heim á leið. Um nóttina hurfu Morgan og fylgismenn hans leynilega á brott út í myrkrið á þremur skipum með megnið af ránsfengnum og skildu lítið eftir. Þannig kom Morgan fram við þá sem barist höfðu með honum og hætt lífi sínu ekki síður en hann. Þannig var Panamaferðin ekki aðeins hans glæstasta för líka hans auðvirðilegasta. Landstjóri á Jamaica Þegar komið var til Port Royal var hann og landstjórinn kallaður til London. Þeir höfðu gerst brotlegir vegna samingsins við Spán (1670). Ónáðin stóð samt ekki lengi. Englandskonungur Karl 11 aðlaði Henry Morgan 1674. Morgan sneri aftur til Jamiaca varð landstjóri þar og æðsti yfirmaður enska setuliðsins á eyjunni. Margir af fyrri liðsmönnum hans, sem sneru aftur til Jamaica til þess að fá leiðréttingu sinna mála lentu í snörunni, því að nú var Sir Henry Morg- an orðinn helsti óvinur sjóræningja á Karabíahafi. Sir Henry Morgan bjó á Jamaica, virtur maður og auðugur þar til hann andaðist í svefni í ágústmánuði 1688. Fjórum árum síðar eða 1692 reið mikill jarðskjálfti yfir Port Roayl. Margir létust og stór hluti af sjóræningjaborg- inni sökk í hafið. Þeir sem tekið hafa málstað Morgans hafa bent á að hann hafi verið einn af bestu liðsmönnum ensku krúnunnar í stríðinu við erkióvininn Spán, stuðlað að yfirburðum enska flotans, tryggt stöðu bresku nýlendanna í Vesur-Indíum og stöðvað sjórán á Karíbahafi. - Og hin al- menna skoðun á Henry Morgan sem blóðþyrstum sjóræningja sé að mestu byggð á frásögn eins úr skipshöfninni, sem var andstæðingur hans. Rúsir gömlu Panamaborgar hafa verið gerðar að þjóð- garði. Þær eru skammt frá nútímaborg- inni, sem ber sama nafn. Þangað leita margir ferðamenn er berja vilja augum rústir þessarar borgar við Kyrrahaf sem eitt sinn var óhemjurík. Þangað fóru ger- semar sent Spánverjar tóku úr Suður- Ameríku einkurn gull og silfur. Því var eftir miklu að slægjast fyrir ræningja eins og Henry Morgan. Skömrnu eftir heimsslyrjöldina fyrri fundust fjársjóðir í rústum hinnar gömlu Panamaborgar. Þar var á ferðinni Eng- lendingur með málmleitartæki. Miklir fjársjóðir voru undir rústum biskupshall- arinnar. Kort hafði einnig fundist, sem sýndi að borgarbúar höfðu falið dýrgripi sína í göngum og hvelfingum neðanjarð- ar, en ógerlegt reyndist að staðsetja þá vegna breytinga og rasks í jarðvegi, sem orðið hafði síðan atburðurinn gerðist þegar borgin var brennd til grunna. Einnig er talið sennilegt að miklum verð- mætum hafi verið komið undan fyrir á- rásina, því að borgarbúar höfðu fengið vitneskju um fyrirhugaða árás með til- tölulega góðum fyrirvara. Helsti dýrgrip- urinn var samt ofanjarðar þar sem allir gátu séð hann auðveldlega. Þetta var hið mikla gyllta altari, sem íbúar borgarinnar höfðu rnálað yfir og er enn til sýnis í Panama. 56 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.