Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 36
Nýsmíðí sjósett í Mbegane. mjölsverksmiðja var formlega opnuð kom sjeikinn í heimsókn með fríðu föru- neyti. A meðal þess sem honum var sýnt var fiskimjölið. Hann tók lófafylli af mjöli, sneri sér síðan að verksmiðjustjór- anum og spurði: „Er svo fiskurinn búinn til úr þessu efni?” Þessu var öðruvísi farið með heima- menn. Þeir tóku okkur sem unnurn við fiskveiðar opnum örmum og sýndu okk- ur vinsemd. Veiðimálastjóri landsins, Libaba, er mér sérstaklega minnisstæður. Hann kom oft í heimsókn til okkar. Eitt sinn sem oftar kom hann heim til mín. Það fyrsta sem hann sagði var: „Ég var að frétta að þú værir íslendingur.” Ég kvað það rétt vera. „Og hvenær ætlið þið ís- lendingar að standa við loforðin?” Þetta kom dálítið flatt upp á mig. Hverju hafði ég lofað honum? Gat verið að ég hefði lofað því að láta taka frá fisk í soðið fyrir hann? Brátt kom í ljós að ástæðan fyrir áhuga hans á þjóðerni mínu var önnur. Hann sagði mér að hann hefði verið i sendinefnd Tansaníu sem tók þátt í at- kvæðagreiðslu fiskveiðiþjóða heimsins um 200 mílna fiskveiðilögsögu íslend- inga. „Við lofuðum samlöndum þínum atkvæði okkar og stóðum við það. Fyrir þetta sögðust landar þínir ætla að bjóða okkur í heimsókn til íslands en ekki hef- ur okkur nú borist þetta heimboð enn og varla kemur það héðan af,” bætti hann við og brosti. Hann virtist ekki taka þetta nærri sér. Afríkubúar eru ekki óvanir sviknum loforðum þeirra hvítu. En það sagði hann ekki. Venja var að gefa nýjum sérfræðingum nokkra daga til að koma sér fyrir áður en þeir hæfu störf, enda ekki vanþörf á, mig minnir að ég hafi farið tíu ferðir til Dar es Salaam á jafnmörgum dögum. Þær hefðu orðið fleiri ef Olav Norvik hefði ekki verið með mér í öll skiptin. Olav var yfirkennari við Sjómannaskólann en þess skal getið að þarna voru einnig aðr- ar deildir, svo sem vélskóli, kennsla í skipasmíði og fleira. Venja var að eldri starfsmaður kæmi nýjum inn í starfið fyrstu dagana, var það oftast einhver sem átti eftir að vinna náið með honum. Við Olav urðum strax mestu mátar og náð- um vel saman, hann var léttur í lund og hjálplegur á allan hátt. Hann fræddi mig mikið um flest sem einhverju máli skipti fyrir mig að vita en oft sagði hann við mig: „Þetta þarf ekki að segja þér, þú veist þetta, þú sem ert búinn að fara svo víða.” Eitt var það sem hann minnist ekki á. Það voru svonefndir svartir pen- ingar. Um þá var ekki rætt nema á meðal vina sem þekktust mjög vel og treyslu hvor öðrum fullkomlega, enda var það skýrt tekið fram í samningi okkar við Norad, að ef við yrðum staðnir að því að skipta erlendum peningum á svörtum markaði þá fengjum við 48 tíma til að yf- irgefa landið. Olav sagði við mig seinna að hann hefði kennt í brjóst um mig þeg- ar ég var að opna dollarareikninginn í bankanum og taka út af honum shillinga á gengi sem var mörgum sinnum lægra en það sem borgað var fyrir dollara á svörtum markaði og almennt var talið rétt gengi. En þennan dollarareikning var nauðsynlegt að hafa. Hann var einskonar öryggisventill ef til þess kæmi að maður yrði grunaður um að lifa á svörtum pen- ingum. Þá væri hægt að sýna fram á að maður skipti peningum á löglegan hátt til að lifa á. Fljótlega fékk ég kennslu í því hvernig hægt var að sýna fram á all- mikla hreyfingu á þessum reikningi án þess að hann væri nokkurn tímann not- aður eða þjónaði því hlutverki sem hon- um var ætlað. Mér var fljótlega ljóst að allir seldu dollarana sína á svörtum markaði þrátl fyrir áhættuna sem því fylgdi. Ég hafði ekki verið þarna nema nokkra mánuði þegar nágranna mínum, Person, var vís- að úr landi með konu og börnum. Hann fékk 48 tíma. Þeir sem keyptu dollara voru indverskir kaupsýslumenn en þeir vour fjölmennir þarna og höfðu lagt undir sig mest alla verslun og viðskipii í landinu. Gróðanum var skipt í dollara og lagður inn í erlenda banka. Sagt var um Indverjana að þeir mjólkuðu kúna en fóðruðu hana ekki. Okkur þótti sárast að horfa upp á þá skelfilegu eyðileggingu sem fram fór við strendur landsins en því var haldið fram að Indverjar ættu þar stóran hlut að máli. Ein algengasta veiði- aðferðin var að sprengja upp fiskinn með dýnamíti. Þetta var mesl stundað á grunnsævi og þá helst á hinum mörgu dýrmætu kóralrifjum sem voru hrygn- ingar- og uppeldisstöðvar fisksins. Þaðan komu einnig allar þær skrautlegu og lit- ríku skeljar og kuðungar sem ferðamenn sóttust eftir. Þetta hafði þau áhrif að nán- ast allur stór fiskur var horfinn úr afla þeirra sem stunduðu löglegar veiðar. Einnig hafði eyðilegging kóralrifjanna jrau áhrif að sjávarstraumar tóku aðra 36 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.