Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 67
Fréttir frá Hampiðjunni Stóraukin velta og starfsmönnum Qölgað Mikil umskipti hafa orðið hjá Hamp- iðjunni h.f. á undanförnum misser- um. Velta félagsins hefur stóraukizt og starfsmönnum hefur fjölgað mikið. Hampiðjan starfar nú í 10 löndum með framleiðslu á þráðunt og fléttuðu garni í Portugal, netaverkstæði í Namibíu, Nýja Sjálandi, Irlandi, Danmörku, Kanada og Bandaríkjunum, söluskrifstofur í Noregi og Argentínu auk þess sem kaðlar, troll- net og flottroll eru framleidd hjá móður- fyrirtækinu á íslandi. Búizt er við því að velta fyrirtækisins verði 3,4 milljarðar á árinu 2001 og munar þar mest um kaup fyrirtækisins á Cosmos netaverkstæðinu í Danmörku og Hafi a.s. á þessu ári, sem koma að fullu sem aukning við veltu þessa árs. Ný efni til veiðarfæragerðar hafa rutt sér til rúms á undanförnum 10 árurn og rís þar hæst gífurleg notkun á efnum sem eru búin til úr Dyneemaþráðum. Dyneemaþræðir eru 3-4 sinnum slitsterkari en venjulegir þræðir úr gerii- efnurn og núningsþol þeirra er afar gott. Notkun kaðla og neta úr þessu efni gerir hönnuðum veiðarfæra og notendum þeirra kleifl að grenna niður alla sver- leika í veiðarfærinu, gera það léttara , jafnframt stærra og minnka viðnám í drætti, er um togveiðarfæri er að ræða. Þá hafa Dyneemakaðlar einnig leyst vir af hólmi víða s.s. í gilsum, bakstroffum, gröndurum og viðar. Líftími er lengri en stálvírs, slysahætta minni og mun léttara er að splæsa og meðhöndla þá. Hampiðj- an selur kaðla og net undir vörumerkinu Dynex. Fleiri og fleiri skip um allan heim nota Dynexkaðla og -net í veiðar- færi sín í staðinn fyrir svera kaðla og net og árangurinn lætur ekki á sér standa. og munar oft töluverðu í afla og end- ingu. Einkanlega hafa útgerðar- og skip- sljórnarmenn rækjuskipa verið ánægðir með þróunina og t.d. sér Hampiðjan stærstum hluta togara Royal Greenland fyrir netum af þessari gerð ásamt hefð- bundnum netum. Þá hefur íslenzki markaðurin tekið vel við sér og eru ís- lendingar meðal framsæknustu sjómanna og viljugir að reyna nýja hluti. Þá hafa Dynexnet og - kaðlar verið notuð í stór- um stíl í Gloríu flottrollin, sem Hampiðj- an er þekkt fyrir framleiðslu sína á. Hleraframleiðsla Hampiðjunnar undir nafninu Poly Ice hefur einnig gengið vel og þau tvö ár sem liðin eru síðan Hamp- iðjan keypti J. Hinriksson hefur vöru- þróun orðið mikil og sala aukizt um all- an heim. Hampiðjan hefur einnig hafið fram- leiðslu á nýrri gerð af Magnet trollneti sem er með háu núningsþoli og vinnur vel með gráa Magnetinu, sem er merg- fyllt, með hátt slitþol og rnikla hnúta- festu. Nýja netið hefur mælzt vel fyrir á markaði og margir áhugasamir um kaup á því. Mörg tækifæri bíða Hampiðjunnar á komandi árum. Góður meðbyr hefur verið með fyrirtækinu að undanförnu víða um heim og útflutningshlutfallið er hátt eða um 70% af framleiðslunni. Það hefur skilað sér vel í þróun gengismála að undanförnu. Samkeppni er víða hörð og steinar lagðir í götu með tollum og innflutningshömlum. Það eru því ógn- anir á sveimi eins og hjá öllum fyrirtækj- um en Hampiðjan er framsækið fyrirtæki og stendur vel, eiginfjárstaða er sterk og fyrirtækið þekkt víða um heim fyrir vandaða framleiðslu og áreiðanleika í af- greiðslu fraamleiðsluvara sinna. Því má segja að framtíðin sé björt og rnörg tæki- færi sem bíða fyrirtækisins í framtíðinni Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta Eigum ávallt tilbúna sjúkrakassa fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Lyf & heilsa • Kringlan 1. hæð, sími: 568 9970 • Hafnarstræti Akureyri, simi: 460 3452 VLyf&heilsa apötek jh B E T R I L I Ð A N * / siomonnum oq 'olskulcmm fieirra bestu óskiv um ejleðileej jó/ ocj fjavsœ/t komanði áv SJOIVIANNABLAÐIÐ 11©« Sjómannablaðið Víkingur - 67 Þjónustusíður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.