Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 67
Fréttir frá Hampiðjunni Stóraukin velta og starfsmönnum Qölgað Mikil umskipti hafa orðið hjá Hamp- iðjunni h.f. á undanförnum misser- um. Velta félagsins hefur stóraukizt og starfsmönnum hefur fjölgað mikið. Hampiðjan starfar nú í 10 löndum með framleiðslu á þráðunt og fléttuðu garni í Portugal, netaverkstæði í Namibíu, Nýja Sjálandi, Irlandi, Danmörku, Kanada og Bandaríkjunum, söluskrifstofur í Noregi og Argentínu auk þess sem kaðlar, troll- net og flottroll eru framleidd hjá móður- fyrirtækinu á íslandi. Búizt er við því að velta fyrirtækisins verði 3,4 milljarðar á árinu 2001 og munar þar mest um kaup fyrirtækisins á Cosmos netaverkstæðinu í Danmörku og Hafi a.s. á þessu ári, sem koma að fullu sem aukning við veltu þessa árs. Ný efni til veiðarfæragerðar hafa rutt sér til rúms á undanförnum 10 árurn og rís þar hæst gífurleg notkun á efnum sem eru búin til úr Dyneemaþráðum. Dyneemaþræðir eru 3-4 sinnum slitsterkari en venjulegir þræðir úr gerii- efnurn og núningsþol þeirra er afar gott. Notkun kaðla og neta úr þessu efni gerir hönnuðum veiðarfæra og notendum þeirra kleifl að grenna niður alla sver- leika í veiðarfærinu, gera það léttara , jafnframt stærra og minnka viðnám í drætti, er um togveiðarfæri er að ræða. Þá hafa Dyneemakaðlar einnig leyst vir af hólmi víða s.s. í gilsum, bakstroffum, gröndurum og viðar. Líftími er lengri en stálvírs, slysahætta minni og mun léttara er að splæsa og meðhöndla þá. Hampiðj- an selur kaðla og net undir vörumerkinu Dynex. Fleiri og fleiri skip um allan heim nota Dynexkaðla og -net í veiðar- færi sín í staðinn fyrir svera kaðla og net og árangurinn lætur ekki á sér standa. og munar oft töluverðu í afla og end- ingu. Einkanlega hafa útgerðar- og skip- sljórnarmenn rækjuskipa verið ánægðir með þróunina og t.d. sér Hampiðjan stærstum hluta togara Royal Greenland fyrir netum af þessari gerð ásamt hefð- bundnum netum. Þá hefur íslenzki markaðurin tekið vel við sér og eru ís- lendingar meðal framsæknustu sjómanna og viljugir að reyna nýja hluti. Þá hafa Dynexnet og - kaðlar verið notuð í stór- um stíl í Gloríu flottrollin, sem Hampiðj- an er þekkt fyrir framleiðslu sína á. Hleraframleiðsla Hampiðjunnar undir nafninu Poly Ice hefur einnig gengið vel og þau tvö ár sem liðin eru síðan Hamp- iðjan keypti J. Hinriksson hefur vöru- þróun orðið mikil og sala aukizt um all- an heim. Hampiðjan hefur einnig hafið fram- leiðslu á nýrri gerð af Magnet trollneti sem er með háu núningsþoli og vinnur vel með gráa Magnetinu, sem er merg- fyllt, með hátt slitþol og rnikla hnúta- festu. Nýja netið hefur mælzt vel fyrir á markaði og margir áhugasamir um kaup á því. Mörg tækifæri bíða Hampiðjunnar á komandi árum. Góður meðbyr hefur verið með fyrirtækinu að undanförnu víða um heim og útflutningshlutfallið er hátt eða um 70% af framleiðslunni. Það hefur skilað sér vel í þróun gengismála að undanförnu. Samkeppni er víða hörð og steinar lagðir í götu með tollum og innflutningshömlum. Það eru því ógn- anir á sveimi eins og hjá öllum fyrirtækj- um en Hampiðjan er framsækið fyrirtæki og stendur vel, eiginfjárstaða er sterk og fyrirtækið þekkt víða um heim fyrir vandaða framleiðslu og áreiðanleika í af- greiðslu fraamleiðsluvara sinna. Því má segja að framtíðin sé björt og rnörg tæki- færi sem bíða fyrirtækisins í framtíðinni Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta Eigum ávallt tilbúna sjúkrakassa fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Lyf & heilsa • Kringlan 1. hæð, sími: 568 9970 • Hafnarstræti Akureyri, simi: 460 3452 VLyf&heilsa apötek jh B E T R I L I Ð A N * / siomonnum oq 'olskulcmm fieirra bestu óskiv um ejleðileej jó/ ocj fjavsœ/t komanði áv SJOIVIANNABLAÐIÐ 11©« Sjómannablaðið Víkingur - 67 Þjónustusíður

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.