Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 28
umræðu og með eindregnum þjóðar-
vilja.”
Óbreytt kerfi en bjóða upp
veiðibeimildir
En þú ert bara að tala um markmið.
Hvernig viltu láta framkvœma þau?
„Einfaldasta leiðin væri að hafa i stór-
um dráttum óbreytt kerfi en bjóða upp
veiðiheimildirnar. Til að útgerðin gæti
gert langtímaáællanir yrði að bjóða mest-
allan kvótann út til langs tíma, svona
eins og skipin endast án meiri háttar
klössunar. Sennilega væri best að bjóða
út prósentur af heildarafla í hverri teg-
und, en til að minnka áhættuna ætti að
láta borga fyrir hvert veitt kíló og endur-
gjaldið ætti að fara eftir afurðaverði, olíu-
kostnaði og jafnvel fleiru. Til að menn
þurfi ekki stórkostlega fjármuni til að
geta keppt um heimildirnar ætti að láta
þá borga eftirá, svona rétt eins og þegar
verslun fær hæfilegan gjaldfrest til að
geta selt vöruna sem hún kaupir. Byggða-
kvótann mætti útfæra þannig að útgerð
byði í kvóta og í stað hluta af endurgjald-
inu yrði hún að skila inn vottorði um að
hún hefði landað tilteknum afla til
vinnslu í viðkomandi plássi. Það mætti
greiða frekar fyrir því að byggðakvótinn í
hverju plássi lenti á heimabátum, en þá
útfærslu þyrfti að hugsa vandlega. Svo
þyrfti að setja framan við þetta aðlögun-
artíma, öðru nafni fyrningu, ákveða
hraðann í henni og ýmislegt fleira. Ég
setti fram svona tillögur í grein 1996 og
ýmislegt svipað er hér og þar í tillögum
Samfylkingar og Vinstri-grænna, án þess
að ég krefjist höfundarréttar. Svo sá ég
fyrir tilviljun í sumar að þetta er
nokkurn veginn aðferðin sem Banda-
ríkjamenn nota til að bjóða út skógar-
höggsréttindi á landi sambandsstjórnar-
innar. Útboð, eftirágreiðsla og tenging
við afurðaverð. Ég varð satt að segja
hæstánægður með að uppgötva hvað til-
lögurnar mínar voru eftir allt saman ó-
frumlegar.”
En er það ekki einmitt þetta sem gaml-
ir félagar þínir úr Sjálfstæðisflokknum
kalla eignaupptöku og sósíalisma? Ertu
ekki að leggja til að skattleggja útgerðar-
menn sem sumir hafa gert út úr sinni
heimabyggð mann fram af manni?
„í fyrsta lagi verða menn að hafa það á
hreinu að að þeir sem fengu kvóta fengu
ný verðmæti: Tækifæri til að veiða fisk
miklu ódýrar en fyrir daga kvótakerfis-
ins. Vegna þessara tækifæra hefur sjávar-
útvegurinn staðið af sér meiri aílasam-
drátt en nokkur maður hefði trúað að
hann inyndi þola. Þegar slík tækifæri eru
búin til með stjórnvaldsaðgerð er alveg
sjálfsagt að reyna eins og hægt er að
koma ábatanum til almennings. Flokkur
sem segist vinna með hagsmuni allra
stétta fyrir augum getur hreinlega ekki
verið þekktur fyrir að skorast undan því
og hann á ekki að komast upp með að
kjafta sig út úr þeirri klemmu með kol-
ruglaðri heittrúarhagfræði. í öðru lagi er
hættan hreinlega sú að almenningur
verði verr settur með hagkvæmum
einkakvóta heldur en með gamla laginu,
vegna þess að skuldirnar hækka og út-
flutningstekjurnar fara í vexti til útlanda.
í þriðja lagi er enginn sósíalismi að bjóða
út. Bandaríkjamenn hafa langa hefði fyrir
að bjóða út verðmæti sem ríkið býr lil
eða ræður yfir og í öllum vestrænum
löndum eru verk á vegum hins opinbera
boðin út. Það að setja kvóta á uppboð er
nákvæmlega það sama og að bjóða út
veiðarnar. Voru Truman og Eisenhower
sósíalistar úr því þeir buðu út skógar-
„Mér finntst óhjá-
kvœmilegt að rétta
hlut fólks sem
lagði allt sitt í
hús í sjávarplássi
í trausti þess að
þar vœri leyfilegt
að veiða og verka
fisk.
höggsréttindin? Var Matthías faðir Árna
sjávarútvegsráðherra kommi fyrst hann
bauð út vegagerð i stað þess að gefa
verktakafyrirtækjum einkaleyfi á að
leggja tiltekna vegi og taka gjald af veg-
farendum? Margaret Thatcher bauð út
olíuvinnsluleyfi og útvarpsleyfi og hafði
meira að segja heilbrigðisvottorð frá
Milton Friedman? Þau líka kommar? Og
hvað með Gary Becker, þennan sem
sagði Mogganum að gjafakvótinn gagn-
aðist nær eingöngu þeim sem fengju
kvótann fyrst? Ef ég er kommi fyrir að
vilja bjóða út auðlindanýtingu á markaði
til hagsbóta fyrir almenning þá sýnist
mér ég bara geta verið ánægður með fé-
lagsskapinn.”
Þú ert í aðalatriðum að tala um ó-
breytta fiskveiðistjórnun og kvóta sem
yrði verslunarvara, - yrðu ekki sömu
gallarnir á þessu kerfi? Brottkast og
pressa á sjómönnum að taka þátt í kvóta-
kaupum? Myndi ekki ganga alveg jafn
illa að stjórna veiðunum og stækka fiski-
stofnana?
„Það er alveg rétt að fleira þyrfti að
koma til. Það er sennilega tiltölulega
auðvelt að draga heilmikið úr brottkast-
inu. Árni Mathiesen er með tillögur um
að leyfa bátum að landa 5% framhjá
kvóta gegn hæfilegri borgun fyrir ómak-
ið, en láta Hafró fá afganginn af aflaverð-
mætinu. Samfylkingin vill leyfa mönnum
að landa eins miklu og þeir vilja með
þessum hætti. Ég lagði fram sams konar
tillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
1996, en LÍÚ-forystan lét fella hana fyrir
mér. Það var nú held ég fremur út af
flutningsmanninum heldur en hinu að
þeir væru svona hlynntir brottkasti.
Reyndar þarf þessi framhjálöndun ekkert
að tengjast því hver fær aurana. Það gæti
út af fyrir sig verið sameignarfélag kvóta-
hafa, sem fengju þá andvirðið miðað við
hlutdeild í heildarkvóta ellegar ríkissjóð-
ur eða einhver annar umboðsaðili al-
mennings. Ef svona landanir væru mikl-
ar, yrði líka að skerða annan kvóta á
móti þeim, og því væri eðlilegt að ráð-
stafa framhjáaflans eins og eins og kvót-
anum eða tekjunum af honum.”
Þátttaka í kvótakaupum
„Það er líka hægt að láta misverðmæt-
an fisk vigta mismikið í kvótanum, ein-
hverjir hafa nefnt það. Svo er heldur
ekkert útilokað að stjórna sókninni frek-
ar en magninu, þótt það skapi erfiðleika
á að veiða mátulega úr ólikum tegund-
um. Erfiðu spurningarnar snúast annars
allar um hver á fiskinn í sjónum. Ef það
er á hreinu þá verður eigandinn trúlega
til í að leita að því stjórnkerfi sem gefur
mest af sér. Mér finnst líklegt að það
kerfi verði nokkurn veginn eins, hvort
sem þjóðin eða útgerðin eiga fiskinn, og
það kerfi má síðan bæta jafnt og þétt eft-
ir því sem þekking og skilningur eykst.
Hagfræðingar nota stundum sem hugar-
leikfimi að velta fyrir sér hvernig skyn-
samur einvaldur eða vel rekið einokunar-
fyrirtæki myndi stjórna einhverri starf-
semi ef það væri einrátt um hana. Stórt
fyrirtæki sem væri einrátt á íslandsmið-
um myndi áreiðanlega dreifa veiðiálaginu
eftir árgöngum og svæðum og stofnum
og stofnbrotum, spekúlera í skaðanum af
veiðarfærum, vernda uppvakstarsvæði á
tilteknum tímum og þar frarn eftir göt-
unum. í kerfi sem á að samhæfa veiðar
margra útgerða er tæplega hægt að leyfa
sér slikar flækjur og nákvæmni, en það
er sjálfsagt að reyna að fikra sig í áttina
að betra veiðiskipulagi.
Eitt enn um brottkastið. Partur af
vandanum er að kvótalögin hafa áunnið
sér almenna fyrirlitningu. Sjómenn telja
þau ranglát og jafnvel svívirðilega. Þess
vegna er móralska fyrirstaðan gegn því
að brjóta þau minni en annars væri. Ef
það væri þjóðin eða fátækar sjómann-
sekkjur sem ættu fiskinn í sjónurn,
myndi það vefjast eitthvað meira fyrir
mönnum að kasta.
Þátttakan í kvótakaupum er sennilega
flóknara mál. Einhverra hluta vegna láta
sjómenn útgerðina komast upp með að
brjóta á sér samninga um að hún skuli
28 - Sjómannablaðið Víkingur