Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 60
Streita og krabbamein
Inngangur
Lengi hafa verið uppi ýmsar fullyrðing-
ar um áhrif hugarástands á líkamlega
heilsu. Vísindarannsóknir siðari ára hafa
varpað ljósi á fyrirbærið þótt margt sé
enn á huldu. Meðal rannsóknanna eru til-
raunir til að meta og mæla áhrif streitu á
heilsu. Margar niðurstöður á streiturann-
sóknum í dýratilraunum benda til að
streita geti aukið áhættu á vissum sjúk-
dómum, svo sem sjálfsofnæmissjúkdóm-
um, sýkingum og krabbameini, með því
að streita valdi hömlun eða bælingu á
virkni ónæmiskerfis líkamans. Þessar
rannsóknirnar eru flóknar, framkvæmdar
við mismunandi skilyrði og á ýmsum
tímum. Rannsóknir eru auk þess fram-
kvæmdar ýmist í tilraunaglösum, á dýr-
um af mismunandi tegundum og á fólki
við mismunandi aðstæður, umhverfi og
menningu. Niðurstöður þeirra verða því
oft misvísandi og víst að síðasta orðið í
þessum efnum er enn ósagt.
Ónæmiskerfið
Ónæmiskerfi líkamans samanstendur af
sérstökum og fjölbreytilegum frumum -
varnarfrumum eða víkingasveit - sem
m.a. búa yfir þeim eiginleika að geta
greint á milli þess sem er heimagert og
þekkt og þess sem er aðflutl og framandi.
Frumur ónæmiskerfisins geta sakir þekk-
ingar sinnar ráðist gegn framandi eða
skaðlegum gestum eins og t.d. veirum og
sýklum í líkamanum; skákað þeim eða
eytt. Ónæmiskerfið er m.a. ástæða þess er
líkaminn hafnar framandi vef eins og við
líffæraígræðslu. Frumur ónæmiskerfisins
hafa eiginleika minnis og muna liðna at-
burði og geta brugðist hraðar og harðar
við nýrri innrás eftir atvikum. Sumar
frumur ónæmiskerfisins mynda mótefni
gegn þessum framandi gestum. Skaðvald-
urinn verður merktur þessum mótefnum,
sem auðvelda öðrum varnarfrumum eftir-
leikinn. Frumur ónæmiskerfisins hafa
innbyrðis samskiptamál. Þau boðskipti
eru efnasambönd sem frumurnar sjálfar
framleiða; nokkurskonar boðkefli með
upplýsingum sem frumur ónæmiskerfis-
ins skilja og bregðast við. Minnisatgerfi
og verkleg greind ónæmiskerfisins er með
óh'kindum. Kalla má ónæmiskerfið sjötta
skilningarvit líkamans.
Streita
Gerður er greinarmunur á streitu og
því sem veldur streitu - streituvaldi.
Streita er líkamlegt og hugrænt ástand en
það sem veldur streitu er einhver íþyngj-
andi atburður eða álag í umhverfinu.
Streita getur m.a. átt sér eðlisfræðilegar
skýringar eins og hávaða, sálfræðilegar
Snorri Ingimarsson, krabbameinslœknir
orsakir eins og t.d. skort á sjálfstrausti,
ógn (t.d. að greinast með alvarlegan sjúk-
dóm) eða vansæld i starfi. Streituvaldur
getur átt félagslegar rætur eins og dæmi
um einelti sýna. Streituvaldarnir eru
þannig úr ólíkuin áttum en viðbrögð
hugar og líkama áþekk. Mikilvægt er að
greina orsakasamband. Er um augljósa
röskun að ræða? Eru streituvaldurinn og
einkennin tengd í tímalegu samhengi?
Hverfa streitueinkennin ef streituvaldur-
inn hverfur?
Hugræn einkenni streitu geta verið til-
linningar eins og kvíði og angist eða ein-
kenni geðslags eins og depurð og þung-
lyndi. Líkamleg viðbrögð streitu geta ver-
ið m.a. aukin spenna í vöðvum, aukin
svitamyndun, eirðarleysi, hraðari hjart-
sláttur og grynnri öndun, óþægindi frá
meltingarvegi auk umkvartana, sem t.d.
svefntruflunum og lystarleysi fylgja.
Tímalengd streituálagsins skiptir máli.
Viðbrögð t.d. ónæmiskerfisins geta verið
mismunandi eftir því hvort um tiltölulega
stuttan álagstíma er að ræða eða viðvar-
andi streituástand. Það mótsagnarkennda
er að þessi tímaþáttur getur valdið auk-
inni virkni ónæmiskerfisins.
Fólk þolir misvel streituálag. Þar koma
til margvíslegir þættir eins og persónu-
leiki einstaklingsins, skaplyndi, aðlögun-
arhæfni, félagslegt stuðningsnet, fyrri
reynsla og að sjá fyrir endann á álaginu,
m.m.
Mat og úrvinnsla á ytri aðstæðum fer
fram í heilanum. Vel eru þekkt samskipti
og samvirkni heila og taugakerfis við inn-
kirtlakerfi líkamans þannig að streituá-
stand skapist. Þeirri kenningu hefur verið
haldið fram, að streituástand sé frumstæð
viðbrögð lífverunnar til að takast á við
aðsteðjandi hættu; berjast eða flýja af
hólmi.
Samskipti heila og taugakerfis og
ónæmiskerfisins
Á síðustu árum hefur þekking á tengsl-
um geðs, tauga-, innkirtla og ónæmis-
kerfis (psychoneuroendocrin-
oimmunology) farið vaxandi. Fullyrða
má að aukin þekking hafi ekki gert lilut-
ina einfaldari. Mikilvægar uppgötvanir
hafa verið gerðar en margar byggja á
dýratilraunum. Eftirfarandi samantekt úr
þeim gefur þó vísbendingar:
1. Viðbrögð ónæmiskerfisins má skilyrða.
Það þýðir að hugsun getur breytt ó-
næmisviðbrögðum*.
2. Raferting eða skemmdir á vissutn
heilastöðvum geta valdið sérstökum
breytingum í starfsemi ónæmiskerfis-
ins.
3. Dvalarstaðir fruma ónæmiskerfisins
eins og beinmergur, milta, hóstkirtill
og eitlar eru lagðir taugaþráðum.
4. Frumur ónæmiskerfisins hafa móttaka
fyrir sum boðefni taugakerfisins.
3. Við hvatningu ónæmiskerfisins er
hægt að mæla breytingar í taugaleiðni
og magni taugaboðefna í heilanum en
sum boðefni ónæmisfrumanna hafa á-
hrif á heila- og taugafrumur.
6. Streita breytir ónæmisviðbrögðum í
dýralilraunum eykur viðgengi sýkinga
og myndun og vöxt æxla í dýrunum.
Skilyrðing ónæmisviðbragða* var upp-
götvuð fyrir rúmum aldarfjórðungi í lil-
raun með mýs. Dýrunum var gefið ó-
næmisbælandi lyf í sætum drykk. Það ó-
vænta gerðist, að þegar dýrunum var ein-
ungis gefinn sæti drykkurinn þá var
einnig hægt að mæla bælda virkni ónæm-
isfrumanna. Þessi uppgötvun hefur síðar
verið sannreynd varðandi skilyrta ónæm-
isbælingu í dýratilraunum en rannsóknir
á skilyrtri ónæmsihvatningu eru fáar.
Staða þekkingar í dag bendir til að heila
og taugakerfið, innkirtlakerfið og ónæm-
iskerfið sé samofin starfsheild en ekki að-
skilin kerfi eins og áður var talið.
Streita og krabbamein
Lengi hefur þeirri lilgátu verið haldið á
lofti, að sálrænir þættir auki lýkur á
myndun krabbameins. Segja rná að fræði-
legar tilgátur í þessa veru séu enn ekki
endanlega staðfestar eða afsannaðar.
Margt af því hefur verið heimfært upp á
mannfólkið sem fengist hefur sem niður-
stöður úr dýratilraunum. í sumum rann-
sóknum á fólki hefur verið bent á á
streitu, þunglyndi, persónueiginleika
m.m., sem áhættuþætti fyrir myndun
krabbameins en hefur ekki fengist stað-
fest í öðrurn. í rannsóknum á fólki og í
dýratilraunum hefur fundist að missir og
aðskilnaður valda bælingu á ónæmiskerf-
inu. Einnig benda niðurstöður rannsókna
til þess, að aukið nýgengi krabbameins sé
hjá þeim sem misst hafa maka sinn.
Fræðilega gæti sorgin og álagið af breytt-
um aðstæðum verið bælandi á ónæmis-
kerfið og því valdið aukinni áhættu fyrir
myndaun krabbameins eða leyst úr læð-
ingi æxli í dróma. Allt eins líkleg skýring
á aukningu krabbameins meðal eftirlif-
enda getur verið breyttar lífsvenjur fólks
við þessar aðstæður. Rök fyrir þvl eru að
aukningin er mest í lífsstílstengdum
krabbameinum. Eins og jafnan vakna
60 - Sjómannablaðið Víkingur