Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 35
Miklu fé varið í mennta yjirmenn Út er komin bókin Syndir sœfara eftir Lúkas Kárason þar seni hann segir frá œxintýra- legri siglingu sinni unt öll lífsins höf, þar á nieðal störfum xið þróunarhjálp í Afríku og Asíu. Hér er gripið niður í kafla úr bókinni þar seni segirfrá dxöl Lúkasar í Tansaníu / I \ ( I J n\ J f í( c j N - ' -_/ Enn á ný var ég kominn til starfa fyrir norsku þróunarhjálpina, Norad, í þetta skiptið til Tansaníu. Samningurinn í Tansaníu hljóðaði upp á tvö ár með möguleikum á framlengingu. Ég var ráð- inn sem kennari við Sjómannaskóla í Mbegane og var starfsheiti mitt „Head of Gear Section”, sem þýddi að ég yrði yfir- maður yfir allri kennslu sem viðkæmi veiðarfærum og notkun þeirra. Undir- búningur minn hófst á nokkurra vikna námskeiðum sem fóru að mestu fram í Osló. Tungumálin enska og kiswahili voru aðalnámsefnið. Ég var látinn gang- ast undir próf í veiðarfæragerð og hlaul að því loknu meistarabréf. Ráðamenn í viðkomandi landi eiga síðasla orðið um það hverjir ráðnir eru lil starfa og því þurfti að sýna frarn á að við værum sér- fræðingar hver á sínu sviði. Ég hafði þeg- ar nokkra reynslu af þvl að vinna við þróunarverkefni en engu að síður hafði ég bæði gagn og gaman af því að hlusta á fyrirlesirana sem okkur stóðu til boða um þróunarhjálp almennt. Margt af því sem við heyrðum þarna vakti efasemdir um ágæti þessarar fjárhagsaðstoðar mis- kunnsama samverjans til þeirra fátæku í þróunarlöndunum. Sjómannaskólinn í Mbegane var eitt umdeildasta og stærsta þróunarverkefni sem Norad hafði nokkurn tímann ráðist í. Stöðugt gat að líta neikvæða umfjöllun um skólann í Mbegane og þótti flestum nóg um þau hundruð milljóna sem norskir skattborg- arar þurftu að borga fyrir það að mennta yfirmenn á skip sem ekki voru til i land- inu og þvi engin störf til fyrir mennina þegar þeir útskrifuðust. Lúhas Kárason hefur marga Jjöruna sopið til sjós og lands Ekki veit ég hvað var efst í huga mín- um við koinuna til Tansaníu, sennilega bæði eftirvænting og kviði. Kvíðinn staf- aði af því að þetta var frumraun mín senr kennari þar sem ég þyrfti að standa fyrir framan nemendur í skólastofu og sinna bóklegri kennslu. Verklegu kennslunni kveið ég ekki því þar hafði ég meiri reynslu. Mbegane, bærinn þar sent sjó- mannaskólinn er staðsettur, liggur við ströndina um það bil 70 km norður af hafnarborginni Dar es Salaarn. Margir standa i þeirri trú að þessi langstærsta borg landsins sé höfuðborgin en svo er ekki. Höfuðborgin er smáþorp langt inni í landi og er nafn hennar Dodoma. Sjö kílómetra norður af Mbegane er sá sögu- frægi staður Bagamoyo en þar var einn stærsti þrælamarkaður Austur-Afríku á sínum tíma. Staðurinn er einnig þekktur fyrir að þar var likið af Livingstone selt á skipsfjöl þegar það var flutt til Englands. Skólasetrið í Mbegane sem var byggt upp frá grunni af Norad var þorp út af fyrir sig, enda bjuggu þar og unnu á milli 500 og 600 manns. Byggingar og íbúðar- hús voru vönduð og allt vel skipulagt og mjög frábrugðið öðrum þorpum og bæj- um í þessu landi þar sem allt er hrörlegt og í hinni verslu niðurníðslu og sóða- skap. Við fengum nýtt einbýlishús lil urnráða. Ég segi „við” því Mildrid kona mín og Karen 13 ára dóttir voru með mér en Pétur sonur okkar, sem var á tuttugasta aldursári, hélt áfram námi í Noregi. Húsið stóð nokkuð hátt með út- sýni út á Indlandshafið og í góðu skyggni mátti greina Zanzibar í fjarska. Við fengum frábærar móttökur. Margir komu heim til okkar til að bjóða okkur velkontin. Einn var þar þó sem lét það vera. Pað var skólastjórinn Vebjorn Fagernæs. Hann hafði að því er virtist hina mestu óbeit á fiski og þeim sem unnu við fiskveiðar. Hann var einn af þessurn háskólamennluðu mönnurn sent tekið höfðu sér frí frá góðu starfi til að helga þróunarhjálpinni krafta sína og kunnáttu. Þekking hans á sviði fiskveiða var mjög svo takmörkuð og fannst sain- starfsmönnum mlnum ekki fráleitt að likja honum við arabíska sjeikinn sem ég sagði þeim frá. Ég hafði um tíma unnið fyrir hann við útgerðarfyrirtæki sem hann átti við Persaflóa. Daginn sem fiski- Sjómannablaðið Víkingur - 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.