Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Side 14
40. þing Farmanna- og Fiskimannasambands íslands Árni Bjarnason • • var orseti Við upphaf sambandsþingsins. Benedikt Valsson framkvœmdastjóri FFSÍ, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Grétar Mar Jónssott fráfatandi forseti og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofustjóri. Arni Bjarnason formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga var kjörinn forseti Farmanna- og fiski- mannasambands íslands í lok 40. þings sambandsins sem haldið var á Grand Hótel í Reykjavík dagana 28. - 30. nóv- ember. Arni hefur undanfarin ár átt sæti í stjórn sambandsins. Hann tekur við starfinu af Grétari Mar Jónssyni sem hef- ur gegnt því undanfarin tvö ár. Árni hlaut 21 atkvæði í kjöri til forseta en Grétar Mar hlaut 15 atkvæði. Einn seðill var auður. Pegar úrslit í forsetakjörinu lágu fyrir lýsti Grétar Mar því yfir að hann stæði við bakið á nýjum forseta og hvatti þingfulltrúa til hins sama. Varafor- seti var kjörinn Guðjón Petersen. Sambandsþingið hófst með því að Grétar Mar Jónsson flulti setningarræðu og síðan flutti Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra ávarp. Einnig fluttu ávörp þeir Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla- meistari og Guðjón A. Kristjánsson al- þingismaður. Þingforseti var kjörinn Að- alsteinn Valdimarsson. Auk hefðbund- inna þingstarfa hafði Helgi Jóhannesson forstöðumaður lögfræðisviðs Siglinga- stofnunar framsögu um framkvæmd langtímaáætlunar í öryggismálum sjó- rnanna, Þórir Skarphéðinsson frá sjávar- útvegsráðuneytinu mætti í forföllum Kol- beins Árnasonar, ásamt Stefáni Ásmunds- syni, og flutti yfirlit yfir stöðu fiskveið- samninga íslands og erlendra ríkja. Jón Sigurðsson formaður skólanefndar Stýri- mannaskólans ræddi um framtíð skip- stjórnarmenntunar. Þá ræddi Valtýr Hreiðarsson forstöðumaður Verðlags- stofu skiptaverðs markmið um fiskverð, Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna talaði um lífeyris- mál sjómanna og Magnús Þór Hafsteins- son fiskifræðingur og fréttamaður flutti hugleiðingu um stjórn fiskveiða. Eflir framsögur voru umræður og fyrirspurnir. Þinginu lauk síðdegis föstudaginn 30. nóvember með móttöku í boði sam- gönguráðherra. Auk Árna og Guðjóns eru aðalmenn í stjórn FFSÍ þeir Eiríkur Jónsson, Stígur Sturluson, Víðir Benediktsson, Aðal- steinn Valdimarsson, Halldór Guðbjörns- son, Örn Einarsson, Guðjón Ármann Einarsson, Harald Holsvik, Finnbogi Að- alsteinsson og Níels S. Olgeirsson. Feðgamír Eiríkur Jónsson ogjón Frímann Eiríksson spjalla við Reyni Bjömsson. 14 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.