Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 11
Alþingi
Breyting á lögum um
vinnutíma sjomanna
AAlþingi hefur verið lagt fram frum-
varp um breytingu á sjómannalögum
er varða aldurslágmark skipverja og
vinnu og hvíldartíma. Breytingin kemur
til vegna innleiðingar tiltekinna EES-
gerða. í frumvarpinu kemur rneðal
annars fram eftirfarandi:
Eigi má hafa yngri mann, karl eða
konu, en 16 ára við vinnu á skipi nema
um skólaskip eða æfingaskip sé að ræða.
Samgönguráðherra getur setl reglur um
hærra aldurslágmark skipverja við
liltekin störf allt fram til 18 ára aldurs.
Eigi má hafa yngri mann, karl eða
konu, en 18 ára við vinnu á farþegask-
ipum og flutn ingaskipum að nóttu til,
þ.e. tímabil sem varir í a.rn.k. 9 samfell-
dar klukkustundir, þar með talið tímabil-
ið frá miðnætti til klukkan fimm að
rnorgni. Þetta á þó ekki við ef um er að
ræða menntun og þjálfun ungra sjóman-
na 16-18 ára að því er varðar fyrir-
framákveðin verkefni og áætlanir.
Vinnu- og hvíldartími
skipverja á fiskiskipum
Sérhver skipverji skal eiga rétt á nægi-
legri hvíld og skal hámarksfjöldi vinnus-
tunda á viku takmarkaður við 48
klukkustundir að meðaltali reiknað yfir
viðmiðunartímabil sem ekki er lengra en
12 mánuðir.
Miða skal við að mörk vinnu- eða hvíl-
dartíma séu annaðhvort:
hámarksvinnutími, sent ekki má vera
lengri en 14 klukkustundir á hverju 24
klukku stunda tímabili og 72 klukkus-
tundir á hverju 7 daga tímabili, eða lág-
markshvíldartími sem ekki má vera
skemmri en 10 klukkustundir á hverju
24 klukkustunda túnabili og 77 klukkus-
tundir á hverju 7 daga tímabili.
Hvíldartíma má ekki skipta á fleiri tíma-
bil en tvö og skal annað vara að lágmarki
í 6 klukkustundir og ekki skal líða meira
en 14 klukkustundir til næstu samfell-
drar hvíldar.
Heimilt er með reglugerð eða í
kjarasamningum að víkja frá ákvæðum 1.
og 2. mgr. vegna hlutlægra eða tæknile-
gra ástæðna eða ástæðna er varða skipu-
lag vinnunnar enda sé slíkt í samræmi
við almennar meginreglur um verndun
öryggis og heilbrigðis sjómanna.
Skipstjóri á fiskiskipi getur ávallt
krafist þess að skipverji vinni þann fjölda
vinnustunda, sem nauðsynlegur er fyrir
öryggi skipsins, allra um borð,
farms og annarra fjármuna sem á
skipi eru, eða til að koma til hjál-
par öðrum skipum eða mönnum i
sjávarháska.
Samgönguráðherra getur sett
reglugerð um vinnu- og hvíldartí-
ma sjómanna á fiskiskipum.
Vinnu- og hvíldartími
skipverja á íslenskum
farþega- og flutningaskipum
Miða skal við að mörk vinnu-
eða hvíldartima séu annaðhvort:
hámarksvinnutimi, sem ekki má
vera lengri en 14 klukkustundir á
hverju 24 klukku stunda tímabili
og 72 klukkustundir á hverju 7
daga tímabili, eða lágmarkshvíl-
dartími sem ekki má vera skemmri
en 10 klukkustundir á hverju 24
klukkustunda tímabili og 77
klukkustundir á hverju 7 daga
tímabili. Hvíldartíma rná ekki
skipta á fleiri tímabil en tvö og
skal annað vara að lágmarki í 6
klukkustundir og ekki skal líða
meira en 14 klukkustundir til
næstu samfelldrar hvíldar.
Heimilt er með reglugerð eða í
kjarasamningum að vikja frá
ákvæðum 1. og 2. mgr. vegna hlut-
lægra eða tæknilegra ástæðna eða
ástæðna er varða skipulag vinnun-
nar enda sé slíkt í samræmi við
almennar meginreglur um vern-
dun öryggis og heilbrigðis sjóman-
na.
Skipstjóri á farþegaskipi og flut-
ningaskipi getur ávallt krafist þess
að skipverji vinni þann fjölda vin-
nustunda, sem nauðsynlegur er
fyrir öryggi skipsins, allra um
borð, farms og ann arra fjármuna
sem á skipi eru, eða til að koma til
hjálpar öðrum skipum eða mön-
num í sjávar háska.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Ákvæði 2. gr. um vinnu- og hvíl-
dartíma skipverja á fiskiskipum
tekur gildi 1. ágúst 2003. Frá þeirn
tima f'alla úr gildi ákvæði laga urn
hvíldartíma háseta á íslenskum
botnvörpu skipum, nr. 53/1921.
George Best gaf
knattspyrnunni áður
óþekkta fegurð og þokka.
En lífssaga hans er stráð
sögnum um konur, kynlíf
og baráttuna við Bakkus.
ORMSTUNGA
„Hann var besti
knattspymu-
maður sem uppi
hefur verið.“
Pelé
Sjómannablaðið Víkingur - 11