Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 12
Öryggisvika
Sérstök öryggisvika sjómanna var haldin 26. september til 3.
október í tengslum við alþjóðlegan siglingadag. Meginá-
hersla var lögð að æfingar og slysavarnir um borð í skipum. í
þessari viku var jafnframt haldinn öryggisdagur sjómanna sem
fram fór laugardaginn 28. september og var þá mikið um að
vera við Reykjavíkurhöfn. Meðal annars var Slysavarnarskóli
sjómanna með opið hús um borð í Sæbjörgu. Þriðjudaginn 1.
október voru svo haldnar æfingar um borð í öllum íslenskunt
skipum.
sjómama
Þeir sem stóðu að undirbúningi öryggisvikunnar voru sam-
gönguráðuneytið, Slysavarnarskóli sjómanna, Siglingstofnun,
Landhelgisgæslan, Farmanna- og fiskimannasambandið, LÍÚ,
Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Vélstjórafélag íslands, Sjó-
mannasamband íslands, Landssamband smábátaeigenda og
Reykjavíkurhöfn.
Meðfylgjandi myndir tók Jón Svavarsson af björgunaræfingum
við Reykjavíkurhafnir í tilefni öryggisvikunni.