Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 22
í viðtali við Sjómannablaðið Víking segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra líklegt, að hér verði tvö til fjögur stórfyrirtœki í sjávarútvegi auk minni fyrirtœkja og einstaklingsútgerða. Hann segir galla hafa verið á aðferða- frceði Hafrannsóknarstofnunarinnar við mcelingar á stofn- stcerð en úr því hafi verið bcett - Ef við byrjum hvalnum. Eru líkur á við getumfarið að hefja vísindaveiðar á hval? „Það er mögulegt að vísindaveiðar á hval hefjist á næsta ári, en við þurfum að leggja vísindaáætlun fyrir Alþjóðahval- veiðiráðið. Að vísu erum við eru ekki bundin af niðurstöðunni, en forsendan fyrir því að við getum hafið þær veiðar var annars vegar sú að við yrðum aðilar að ráðinu og hins vegar að við getum selt afurðirnar. Eins og er hafa Japanir ekki keypt af Norðmönnum og þeir hafa ekki gefið okkur vilyrði fyrir því að kaupa af okkur. Annað hvort verður að liggja fyrir svo möglegt sé að hefja veiðar. Eins og menn vita er Japan eini markaðurinn fyr- ir þessa vöru. Aðrir aðilar hafa samþykkt bann við viðskiptum með hvalaafurðir og það eru þrjár aðrar þjóðir með fyrirvara þar um, það á við okkur og Norðmenn.” - En er ekki möguleiki á að við veiðum hval einfaldlega til að koma i vegfyrir að hann gangi of mikið á fiskistofnana? ,Jú, auðvitað er grundvöllur fyrir því. En það þarf að selja afurðirnar því það kostar að veiða hvalinn. Ástandið í dag er ekki þannig, að það væri réttlætanlegt að skjóta hann og láta hann bara fljóta. Að visu gæti það ástand skapast einhvern tíman í framtíðinni, en núna er það að- eins fræðilegur möguleiki frekar en praktiskur. Að mínu mati geta veiðar verið í tvenns konar tilgangi. Annars vegar í vísindalegum tilgangi og hins vegar í þeim tilgangi að halda stofnstærð niðri sem væri þá einskonar stjórnunar- legar veiðar tii að halda jafnvægi í lífrík- inu og gæti byggst á aðeins öðrum for- sendum heldur en atvinnuveganna. Síð- an bara veiðar í atvinnuskyni þar sem verið væri að fá hámarksnýtingu úr stofninum sem gæti verið annað en að halda honum í jafnvægi. Stofninn er í það góðu ástandi hjá okkur að það er svigrúm þarna á milli.” - Nýlega gerðumst við aðílar að Al- þjóðatúnfiskráðinu sem virðist hafa gengið friðsamlega? „Það hefur nú ekki verið sérstaklega friðsamlegt ráð, en miðað við Alþjóða- hvalveiðiráðið er allt annað alþjóðlegt samstarf skynsamlegt og á friðsamlegum nótum þótt vissulega hafi brugðið út af í San Diego fyrir skömmu þar sem teknar voru ákarðanir sem að engu leyti eru byggðar á vísindalegum forsendum og það boðar ekki gott. En við höfum fylgst rnjög grannt með því sem hefur verið að gerast í ICCANT og tekið þátt í því. Það urðu breytingar í þá veru að menn voru að fara í að endurúthluta kvótunum og hverfa frá úthlutun sem byggðist nánast á gamaldagsstefnu þar sem þessar stóru úthafsveiðiþjóður hafa verið að nýta stofna sem strandþjóðirnar eiga hlut í. Þegar þar var komið sögu töldum við rétt að ganga inn. Af ýmsum orsökum gerðist það ekki fyrr en á fundinum stóð en nóg til þess að við fengum kvóta og hann er reyndar meiri en nemur því sem við höf- um mest veitt. Þegar talað er uin magn í túnfiski þá ber að hafa í huga að þar eru gríðarleg verðmæti per kíló. Síðan eykst okkar kvóti smám saman og því höfum við möguleika á að þróa þetta á næstu fjórum árum, en þá verður úthlutunin endurskoðuð. Væntanlega verðum við þá komnir með meiri reynslu og getum sýnt fram á tegund stofnsins í okkar land- helgi. Við eigum þarna möguleika sem við verðum að láta reyna á. En menn þurfa að komast upp á lag með veiðarnar og finna réttu staðina. Norðmenn og Færeyingar hafa verið í svipaðri stöðu og við en þeir gengu ekki i ráðið fyrir fund- inn og fengu því ekki kvóta.” - Talandi um Norðmenn, er mikill á- greiningur uppi við þá varðandi síldveið- amar? ,Já, það er óneitanlega tnikill ágrein- ingur og má segja að hann hefjist með síldinni en svo kemur loðnan inn í þetta líka. Þeir geta ekki verið rneð frítt spil í síldinni á hverju ári meðan við erum bundnir í loðnunni. Svo er kolmunninn óúlkljáður og þar og í síldinni eru þetta að mestu sömu þjóðirnar sem eru að fjalla um þetta. Sjávarútvegsráðherrar Noregs og Færeyja koma hingað í byrjun desember og þá munum við fara yfir þessi mál og önnur sameiginleg hags- munamál.” - Hvað með rétt okkar til veiða á Sval- barðasvæðinu, ríkirþar óvissa? „Það er að vissu leyti óvissa þar. Þetta mál lreyrir undir utanríkisráðuneytið í Noregi og er því ekki á formlegri dagskrá okkar sjávarútvegsráðherrana. Þetla er hins vegar víðtækt mál og á ekki bara við um okkur því það eru fleiri þjóðir ósáttar við hvernig Norðmenn halda á sinni sljórnun á Svalbarða. Maður hefur stund- um á tilfinningunni að þeir séu að reyna að yfirfæra þetta alþjóðlega svæði sem þeir fara með umsjón með fyrir hönd annarra, yfir á sina eigin kennitölu.” Líka samþjöppun í smábátaútgerð Talið berst á heimaslóðir og að þeirri satnþjöppun sem hefur átt sér stað í út- gerð, ekki síst eftir að Eimskip lét þar mjög til sín taka. Aðspurður segir ráð- 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.