Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Síða 24
ir en sem lúta að stofnstærð. Hins vegar var fullt tilefni til að fara yfir aðferðar- fræðina og hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig varðandi stofnstærðarmatið. Stofnunin brást mjög fljótt og vel við fyrstu ofmatsskýrslunni vorið 2000 og ekkert athugavert við það sem þeir gerðu þá til að reyna að bæta og breyta aðferða- fræðinni. Þegar kom svo önnur skýrsla taldi ég rétt að fara ofan í málið og valdi sérstaklega til þess aðila sem ekkert höfðu komið að málefnum hérna og með sem allra minnst tengsl. Þetta voru aðilar sem höfðu orðið á vegi mínum á annan hátt heldur en í gegnum Hafrannsóknar- stofnunina og ég fékk Andrew A. Rosen- berg prófessor til að hafa forgöngu um þetta sem valdi svo sína samstarfsmenn. Sá hópur skilaði af sér í haust og síðan héldum við fyrirspurnarþing. Raunar héldum við líka fyrirspurnarþing fyrir einu ári þar sem þeir kynntu sína fyrstu athugun og hvernig þeir stæðu að verk- inu. Ég tel að við séum búnir að fara tnjög ítarlega yfir þetta og það voru fleiri kallaðir til heldur en þessi hópur. Bæði fékk ég skýrslu frá Fiskistofu um hvaða óvissuþættir gætu verið í aflaskráning- unni og Tumi Tómasson fór yfir þessa gagnrýni hér innanlands. Það má segja að meginniðurstaðan sé sú að það hafi verið gallar á aðferðarfræðinni sem hefði verið hægt að sjá fyrir en það væri ekki sanngjarnt að ætlast til þess að menn hefðu séð það fyrir á þessum tíma. Alltaf er auðveldara að vera vitur eftirá og menn verða að hafa í huga að þetta er aðferðafræði sem notuð er víðast hvar í kringum okkur á sama hátt. Síðan má segja að þær breytingar sem hafa verið gerðar eru í samræmi við það sem bæði Rosenberghópurinn og hópurinn sent Hafrannsóknarstofnunin benti á. Þetta eru meginatriðin sem mér finnst skipta máli, að menn telji að við séum núna með betri aðferðafræði. Það sem stendur eftir er það að atvinnugreinin og allur al- menningur gerir sér betur grein fyrir því hve óvissan er mikil í stofnstærðarmæl- ingum og eins að þegar stofninn er í þessari stöðu sem hann nú er þá verði menn þess vegna að fara varlegra í að bregðast við því sem talið er góð tíðindi heldur en slæmu tíðindunum vegna þess hve afleiðingarnar geta verið neikvæðar. Góð mæling í hæsta kanli getur leitt lil þess að óafvitandi förum við í ofveiði sem skaðar okkur til langframa.” Förum eftir aflarcglunni - í aðdraganda þingkosninga gerist það gjarnan að Alþingi og ríkisstjóm sýnir ör- lœti og rausnarskap í ýmsum málum. Munt þú gefa út aukinn kvóta í þorskinum fyrir kosningar? „Nei, ég get ekki séð það fyrir mér. Við höfum ákveðið kerfi þar sem aflareglan er og hún byggist á ákveðnum forsend- „Það hefur gengið á ýmsu í minni ráðherratíð og þeir hafa ekki alltaf allir verið ánægðir með mig.” varlega í þetta. Hins vegar eru möguleik- arnir umtalsverðir eins og ég sagði og er- lendir aðilar geta átt allt að 49,9% í ís- lenskum útvegsfyrirtækjum og fyrirtækj- um í frumvinnslu á óbeinan hátt.” - Þú hefur verið að láta kanna mögu- leika á að auka verðmæti sjávarfangs. Hvar er það mál statt? „Þetta byrjaði með því að ég skipaði nefnd til að fjalla um framtíð fiskvinnsl- unnar sem Einar K. Guðfinnsson var for- maður fyrir. Eitt af því sem sú nefndt skoðaði sérstaklega var hvernig mætti auka verðmætið. Síðan skipaði ég verk- efnisstjórn í það sem skilaði af sér mjög ítarlegri skýrslu nú i haust. Nú er ég að undirbúa fyrst skrefin til að bregðast við þessari skýrslu og tel að það verði hægt nokkuð fljótt að koma hlutunum í á- kveðinn farveg.” Fullt tilefni til að fara yfir aðferðafræðina - Víkjum aðeins að Hafrannsóknarstofn- uninni. Mörgum finnst of lítil nýting á Árna Friðrikssyni og úthaldsdagar skipsins alltof fáir á ári vegna þess að peninga skorti. Verður stofnuninni gert mögulegt að fjölga úthaldsdögunum? „Það lá alltaf fyrir að úthald per dag á Árna Friðrikssyni væri dýrara en var á gamla skipinu. Hins vegar var ein af for- sendunum fyrir smíði skipsins að það væri hægt að gera meira per úthaldsdag. Því held ég að ekki sé hægt að halda því fram að það fari fram minni rannsóknar- starfsemi núna heldur en áður. En við höfum verið að sjá meiri peninga koma inn til Hafrannsóknarstofnunarinnar, rneðal annars í gegnum Hafrókvótann. Það stefndi í að hann skilaði alla vega hundrað milljónum króna á árinu sem er umtalsverð búbót. Hins vegar verður þessi stofnun eins og aðrar innan ríkisins að haga sinni starfsemi innan þeirra fjárveitinga sem hún fær og hún hefur gert það, enda mjög örugg fjármála- stjórn þar sem ég legg mikið uppúr.” - Þú hefur unnið að því að láta kanna árangur þeirra rannsókna sem Haf- rannsóknarstofnunin fram- kvœmir? „Það er kannski ekki al- veg rétt að taka svo til orða því þar fara fram mun fjölþættari rannsókn- Sjómenn voru ekki sérlega ánœgðir með sjávarútvegsráðherra eða aðra ráðamenn ríkisstjórnarinnar þegar stjórnvöld gripu enn einu sinni inn i kjaradeilu þeirra við útvegsmenn og hönn- uðu verkfall sjómanna. 24 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.