Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 26
um. Að visu höfum við ekki séð allar for- sendurnar fyrir, en samt skiptir gríðar- lega miklu máli að menn haldi sig við vinnubrögðin þó að alltaf megi endur- skoða hlutina. En meðan við erum með aflareglu þá förurn við eftir henni. Ef við erum ósáttir við hana þá endurskoðum við regluna. Kornurn annað hvort með nýja aflareglu eða hættum að vera með hana, en förum ekki að hringla með hana. Við erum líka með aflareglu í loðn- unni sem við höfurn farið eftir og höfum líka verið með aflareglu í sumargotssíld- inni okkar þó að hún hafi aldrei fengið formlega afgreiðslu og svo er aflaregla hvað varðar norsk-íslensku síldina þar sem við höfum komist að sameiginlegri niðurstöðu með samstarfsþjóðum okkar hvað megi veiða mikið. Til þess að geta verið með aflareglu þurfum við að vera með ákveðinn þekkingargrunn. Hins vegar eru aðrar tegundir þar sem við höf- um ekki afiareglu og þar hef ég endur- skoðað á miðju ári nokkrum sinnum. En þó að ég hafi gert það þýðir það ekki að það sé regla, en ég hef reynt að bregðast við ef sýnt hefur verið frammá breyttar aðstæður. Við munum skoða núna nokkrar tegundir svo sem skarkola og sjá hvort þar hafi kornið fram einhverjar nýjar upplýsingar. Ég hef tvisvar farið ofan í saumana á ufsanum og sá í annað skiptið ástæðu til að breyta en ekki í hitt skiptið. Þetta allt að byggjast á upplýs- ingum og raunverulegum forsendum.” - Steingrímur Hermannsson segir í end- urminningum sínum að þegar hann var sjávamtvegsráðherra hafi verið eilífar deil- ur og uppákomui; hagsmunaaðilar sýnt hlœrnar við hvert fótmál og gert sig Iíklega til að rífa ráðherrann í sig. Ka?inast þú við þetta af eigin reynslu úr starfinu? „Voðalega hefur Steingrímur átt bágt. Ég upplifi þetta ekki svona og auðvitað hefur gríðarlega mikið breyst frá því Steingrímur var sjávarútvegsráðherra. Það er ekki síst kvótakerfið en auðvitað er margt annað sem hefur breyst. Frelsi í útflutningi, frelsið í bankakerfinu og svo mætti áfram telja. Atvinnugreinin er miklu stöðugri en áður og það þarf ekki alltaf að vera að gera efnahagsráðstafanir til að koma henni til bjargar. Það var ver- ið að taka ákvarðanir um fiskverð eða launamál sem ekki stóðust. Hagsmuna- aðilirnar eru miklu öruggari um sinn hag og forsendur fyrir þeirra framtíð miklu öruggari sem leiðir til þess að þeir verða miklu ábyrgari. Þeir eru ekki bara að hugsa unt yfirstandandi vertíð því þeir ætla líka að gera út á næstu veníð líka. Það sem gerist á yfirstandandi vertíð hef- ur áhrif á þá næstu og jafnvel eftir tiu ár. Þetta er allt annar hugsunarháttur og ég held að þetta eigi við um alla hagsmuna- aðilana, í mismunandi ríkum tnæli þó.” - Hefur þú átt gott samstarf við þessa hagsmunaaðila? „Það hefur auðvitað gengið á ýmsu í minni ráðherratíð og þeir hafa ekki alltaf allir verið ánægðir með mig. Sumir segja að það sé met að mér hafi tvisvar tekist að sameina þá alla gegn mér. Annars veg- ar í lagasetningum við verkfalli og hins vegar að vilja ekki takmarka framsalið á kvóta innan ársins þótt ég geti efnislega tekið mjög undir með þeim í því máli. En ég tel að þrátt fyrir þetta hafi sam- starfið verið ágætt og sé í góðu lagi. Hins vegar var svolítið gaman að hlusta annars vegar á ræðu formanns LÍÚ og hins veg- ar formanns Sjómannsambandsins þar sem þeir voru að gagnrýna mig fyrir að fara ekki eftir sameiginlegum tillögum hagsmunaaðilanna um að takmarka framsalið á kvóta. Þeir notuðu eiginlega alveg sama orðalagið: Ábyrgð ráðherra væri mikil í því máli og efiaust er það rétt hjá þeim.” - Að lokum. Ef þinn flokkur tekur þátt í næstu ríkisstjóm og þú átt þess kost að gegna þessu embœtti áfram, ertu rciðubú- inn til þess? „Þetta er ntjög spennandi starf og hér hefur maður engan tíma til að láta sér leiðast. Ef að fengi tækifæri til þess að vera hér annað kjörtímabil þá tnyndi ég örugglega ekki hlaupast frá því,” sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Viðtal: Scemundur Guðvinsson 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.