Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 31
stofnunar þar sem hann starfaði til sjö- tugs. Þorsteinn lauk sínunr líka sínum sjó- mannsferli hjá Hafrannsóknunarstofnun. Hann hætti 1989, 69 ára gamall vegna veikinda, en hafði þá verið hjá Hafró í 10 ár. Gísli var komin á bátana á sjötta ára- tugnum og var meðal annars á humartrolli. Hann byrjaði að vinna hjá Siglingamálastofnun árið 1975 og var þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Auðun átti ríflega 30 ára feril sem togarskipstjóri. Fyrst á síðutogurum og síðar á skuttogurum. Hann fór mikið á milli skipa og var fengin til að koma ungum skipstjórum af stað með ný skip. Hann var á togurum þar til hann hætti störfum. Sæmundur var skipstjóri til dauðadags og síðustu árin hjá Hafrannsóknarstofn- un. Bræðurnir voru hættir á fiskiskipum þegar kvótakerfið kom á en hafa skoðun á framkvæmd þess. Gísli nefnir að nú sé Eimskipafélagið orðið stærsta útgerðar- fyrirtækið með því að eignast hluti í rót- grónum útgerðarfyrirtækjum. „Nú er flutningafyrirtæki komið í togaraútgerð líka sem engann hefði órað fyrir,” segir hann. Þorsteinn og Gunnar benda einnig á að með tilkomu kvótakerfisins hafi fjármunir safnast á fáar hendur. Aðspurðir segjast þeir allir vera fegnir að hafa sloppið við að vera skipstjórar í þessu kerfi. „Nema maður hefði lent hjá fyrirtæki með nægan kvóta,” segir Gísli. Fimmtán jól á sjó Þessir fimm bræður eiga fjölda afkom- enda en enginn þeirra hefur fetað í fót- spor þeirra. Þeir segjast ekki beinlínis hafa komið í veg fyrir að synirnir hafi lagt sjómennsku fyrir sig en ekki hvatt þá til þess. „Flestir ef ekki allir okkar synir sóttu sjó meðan þeir voru í skóla. Þeirra kyn- slóð hafði aðrar áherslur og betri tæki- færi til að ganga menntaveginn,” segja þeir. Togaramennskan var og er ekkert sældarlíf þótt ýmislegt hafi breyst til batnaðar. Á skipstjórnarárum þeirra voru þeir langdvölum að heiman og Gróa, kona Gunnars, rifjar upp að fyrstu nítján búskaparár þeirra Gunnars hafi hann að- eins verið heima fern jól. Það þótti bara sjálfsagt að vera á fiskeríi um jól og ára- mót. „Sumir útgerðarmenn lögðu gífurlega áherslu á að koma skipum sínum úl fyrir jólin,” segir Þorsteinn. „Ég man eftir einu tilfelli þar sem við létum úr höfn á aðfangadagsmorgun til þess eins að sigla suður að Keflavík þar sem við þurftum að liggja í vari fram á annan í jólunr. Þá gátum við barist vestur við illan leik og vorum þar í vari fram á nýár.” Að halda togurum úti yfir jól og/eða áramót tíðk- aðist langt fram á níunda áratuginn, þótt þeim skipum hafi smátt og smátt fækkað sem haldið var svo stíft úti. „Ástæðan fyrir þessu var einfaldlega sú að þessir togarar seldu aflann á mark- aði í Bretlandi eða Þýskalandi. í janúar var lítið framboð af fiski á mörkuðunum og því líkur á hámarksverði fyrir aflann,” segir Gunnar. Fjarvistir þeirra frá heimil- um voru meiri og minni allt árið um kring. Gróa rifjar upp að fjölskyldan hafi fyrst farið saman í sumarfrí þegar börnin þeirra tvö voru rúmlega tiu ára gömul. „Við ferðuðumst um vestur á land og krakkarnir spurðu mig spjörunum úr en aldrei pabba sinn. Hann var svo mikið að heiman að þau kunnu einfaldlega ekki að hafa hann með. Sama var að segja um önnur sjómannsheimili,” segir hún. Sjómaður, jánsmiður eða trésmiður Þegar þeir eru spurðir hvort þeir hefðu kosið annað starf ef þeir mættu byrja upp á nýtt verða þeir hugsi. Gunnar svarar fljótt og segist ekki vilja breyta neinu. „Sjómennskan átti alltaf vel við mig og ég mundi velja hana aftur,” segir hann. Gísli hafði byrjað sem ungur mað- ur sem nemi í járnsmíði en lauk því ekki og fór á sjó. „Ef aðstæður hefðu verið aðrar væri ég kannski járnsmiður í dag,” segir hann. Þorsteinn segist alltaf hafa haft áhuga á trésmíði. „Ég smíðaði mikið með pabba þegar ég var krakki heima. Það hefur alla tíð blundað í mér löngun til að smíða meira og ég myndi líklega velja þá leið í dag,” segir hann. Aðspurður segir Gunnar að þeir hafi aldrei borið saman bækur sínar á sjó. „Við vorurn í bullandi samkeppni, hver með sitt skip. Enginn er annars bróðir í leik,” segir hann og kímir. -JÁJ Fisíunarkaður ísíands óskar viðskiytavinum síman og ödmm [andsmönnum g[eði[egrajó(a og góðs nýs árs. Pökkum viðskiptin á (iðnu ári í petta sinn sendum við ekki útjóíakortj og verður andvirðinu ráðstafað ti( björgunarsveitanna FISKMARKAÐUR ÍSLANDS Þjónusta Nýtt Fyrirtækið Mótorvindingar Raflagnir Tilboð Vörulisti Lutz dyííw Sortimo kwrcher ^boge Sjómannablaðið Víkingur - 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.