Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 35
Stofn suðurlandssíldar veiddur upp í Hvalfirði. Hvalveiðar
hafnar úr Hvalfirði. Gjaldeyrissjóðir tómir. Gjaldeyristekjur
fjórðungur af lágmarksþörf. Bandaríkjamenn leggja til
Marshallfé og gera samning urn herstöð í Keflavík 1951.
Skorti bægt frá með því. Ný grunnlína, landhelgi dregin, 4
mílur út fyrir ystu nes 1952, löndunarbann í Englandi.
Samningar við Rússa unt afurðasölu. Togarar veiða í sall
við Grænland. Þorskanet úr nylon verða til. Togaraútgerð
drabbast niður vegna skorts á vönum mönnum.
Vinstristjórn 1956, kaupir litla togara til atvinnu-upp-
byggingar á landsbyggðinni, engir togaramenn þar. Farið
að nota kraftblökk við síldveiðar, tappatogararnir finir i
það. Karfaveiðar við Nýfundnaland. Viðreisnarstjórn dreg-
ur úr viðskiptahömlum, og nýtur góðæris í sjávarútvegi.
Botnvörpur úr gerfiefnum koma á markað 1961. Álver reist
í Hafnarfirði. Norsk- íslenski síldarstofnin hverfur. Síld-
veiðar í Norðursjó og utan landhelgi USA. Fyrstu skuttog-
arar keyptir. Vinstristjórn 1971. Fiskveiðilögsaga færð út í
50 rnílur 1972. Fjöldi skuttogara keyptur, suinir með 105%
láni. Togaraútgerð hafin um allt land. Síldarbátar hefja
loðnuveiðar. Eldgos í Vestmannaeyjum. Fiskveiðilögsaga
færð út í 200 mílur, aðlögunarsamningar við fátækar þjóð-
ir. Byjað að takmarka aðgang íslendinga að fiskimiðum.
Svört skýrsla kemur út, þorskurinn í útrýmingarhættu.
Síldveiðar hefjast á ný í reknet, friðun virðist skila árangri
(torfufiskur?). Togarar settir í skrapdagakerfi. Loðna hverf-
ur, veiðibann á hana.
Lög um stjórn fiskveiða, kvóti settur á helslu nytja-
stofna.
Með lögum urn stjórn fiskveiða var höfðað til eðlislægrar
samúðarkenndar íslendinga. Því var lætt
að þjóðinni að þorskstofninn væri í út-
rýmingarhættu og hann þyrfti að vernda.
Á þriðja áratug seinustu aldar var tekist á
um hvernig gera ætti út frá íslandi.
Vinstrimenn vildu þjóðnýta togaraflotann
og höfðu Sovétmenn að fyrirmynd.
Hægrimenn aflur á móti vildu efla bátaút-
gerð. Á þessum árurn var Jón Þorláksson
formaður Sjálfstæðisflokksins og borgar-
stjóri í Reykjavík. Jón dreif í að láta smíða
vélbáta af tveim stærðum byggja verbúðir
og smíða bryggjur. Þegar þessu var lokið
voru verbúðirnar orðnar 96 og bátaútgerð
í blóma. Samkvæmt þessu getur Jón Þor-
láksson ekki hafa verið kapitalisti heldur
hugsandi maður sem leitaði raunhæfra
lausna á aðsteðjandi vanda, hver sem
hann var hverju sinni.
Kommúnismi og kapítalismi eru það
sarna, kerfi búin til af fólki sem ekki getur
hugsað og reynir að búa til kerfi sem á að
leysa allt en vandinn verður bara meiri. í
Sovétríkjunum sálugu voru 40 milljónir
manna í tímabundinni þrælkun, afgang-
urinn var í ótímabundinni þrælkun í
verksmiðjum og á samyrkjubúum. Á ís-
landi er farin sú leið að “hagræða” en
þessi s.k. hagræðing hefir það eina mark-
mið að koma veiðiheimildum á sem
fæstra hendur. Svo verður bara lögum
breytt og öll hlutabréfin seld General
Food eða öðru álíka apparati, jafnvel
rússnesku. í millitíðinni verða lífeyris-
sjóðir og almenningur búnir að tapa sín-
um hlut í reglulegum sveillum, sem verða
í kauphöllum heimsins.
Þarftu hjálp í lestinni eða á dekkinu?
Nýtt og endi
ú t d i* a g a n
fæniband (telesc
Telescope böndin
Klaka stálsmiðju ehf
hafa verið geysilega
vinsæl, og eru þegar
um borð í flestum
ísfiskskipum. Bandið
auðveldar mjög
flutning á fiski og ís í
kör og kassa.
Klaki stálsmiðja ehf.
hannar og framleiðir
ryðfrí tæki og búnað
af ýmsu tagi fyrir
fiskiðnaðinn til sjós
og lands.
Hafnarbraut 25 • 200 Kópavogur
Sími 554-0000 • Fax 554-4167
amtenn, éei'/umenn, éiskimenn ocj
vavðskijjsmenn. (þ)Jið óskum /jkkur og
aðstandendum ijkkar /jleðilerjra jóla
og farsœlðar a komanði ári.
(£þókkum samstarfjð á líðanði
art.
jóru[&
Félag íslenskra
skipstjórnarmanna
www.officer.is E-mail: fsk@officer.is
Sjómannablaðið Víkingur - 35