Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 39
sínugulum vinnufötum, sem voru hlý og þægileg. Ég var bara í stígvélum, buxum og stuttermabol. Svartklæddur eins og sérsveitarmaður. Af og lil horfðist ég í augu við sjómanninn, en það var erfitt að ráða í þau. Þau sögðu: „Burtu með þig”, „Við höfum þetta af’ eða „Hvað höfum við eiginlegt gert?” Ég horfði mest út í fjarskann, burt frá bátnum. Við snerumst i hringi eins og litlu leikbátarnir í Tívolí og ég gat ekki valið mér sjálfur útsýni og varð að taka því, sem að höndurn bar. í tunglsskininu sá ég Estoniu rísa upp á endann líkt og Titanic án þess að geta greint hvort það var stefni eða skutur, sem bar við himinn. Það heyrðust kvein og andvörp frá þeim, sem voru fyrir aft- an mig í bátnum. Kannski áttu þeir fjöl- skyldu og vini um borð í ferjunni, sem sökk nú hratt í djúpið. Kannski var þetta samúð. Mér leið hvorki illa vegna ann- arra né mín. Tilfinningar mínar voru dofnar. Ég ætlaði bara heim. Það greip um sig óróleiki í bátnum þegar sjóinn stærði. Vindurinn hvein og reif bæði í fólkið og bátræksnið. Sú fyrsta af mörgum ágjöfum, er risaöldur helltu sér skyndilega yfir bátinn og reyndu í illsku sinni að þrífa okkur með sér út í sjóinn, var lítil í samanburði við þær, sem síðar komu. Verst var ef maður sneri baki í þær, þegar þær skullu yfir. En það var einnig annað, sem olli okkur angist. Nokkrum hafði skolað fyr- ir borð. Ungur maður hafði borist út fyr- ir bátinn og var beint fyrir frarnan okkur sjómanninn. Við þrifunt í hann og dróg- um hann um borð. Nú fengum við annað til að hugsa um. Okkur rak á góðum hraða á öldunum án þess að lenda undir þeint. Við aðrar aðstæður hefði þetta getað verið skemmtilegt að ekki sé talað urn full- huga, sent hafa nautn af flúðasiglingum. Nú heyrðist í skipsflautum. Ég þekkti aftur flautið í Óslóarferjunni, sent siglir frá Kaupmannahöfn, nálægt heintili okk- ar Friðriku. Mér hefur alltaf fundist hljóðið frá henni ömurlegt og ógnvekj- andi. Svo var einnig núna, þegar skipin hlutu að vera svo nálægt okkur. Allt í einu sáunt við þau umhverfis okkur. Ferjur og áreiðanlega nokkur ol- íuskip mynduðu hring um svæðið og ljóskastarar leituðu í myrkrinu. Ljóskeil- urnar voru alltaf nálægt okkur, en fundu okkur aldrei. Þrátt fyrir það óx okkur bjartsýni. Hinir hrópuðu og blésu i litlu flauturnar á björgunarvestunum, ef þeir á annað borð voru í vesti. Það var blásið í kapp við þungan og önturlegan hvin skipsflautanna. Ég hrópaði hvorki né flautaði, en þegar sjómaðurinn við hlið- ina á ntér fór að flauta, gerði ég það líka. Veðrið lægði aftur. Öldurnar lægði og okkur rak hægt og rólega í áttina að stórri ferju. Hún líktist Estoniu. Það voru ljóskastarar á skipinu og kýraugun voru uppljómuð í löngum röðum. Og við gát- unt lesið bókstafina á skipssíðunni. Ég man ekki hvað stóð þar, en ég varð undr- andi yfir þefskyni mínu. Ég fann lyktina af ferjunni. Við flautuðum og hrópuðum fullum hálsi. Það var kominn tíma til að yfirgefa bálinn og synda þá 50 metra, sem ég á- ætlaði að væru að björgunarskipi okkar. Ég fór að losa reipið, sem ég hafði bund- ið um vinstri handlegginn. En nú rak okkur í ranga átt og framhjá ferjunni. Við smugum gegnun op í skiparöðinni, sem hafði slegið hring um okkur. Þyrla flaug hratt yfir. Hávaðann lægði og það varð hljótt. Allt varð myrkt aftur og eng- in skip í sjónmáli. Við vorum enn orðin alein aftur og ég batt reipið um hand- legginn á ný. Svo nærri og þó ekki. Þetta var meira en flestir réðu við. Enn einu sinni mátti heyra lág andvörp, grát og kveinstafi. Fólk var að gefast upp og þeir fyrstu lögðust í sjóinn í úthverfum og loftlaus- um bátnum, til að deyja í bókstaflegum skilningi. Óróinn braust úl aftur. Hann gerði það líka fyrir utan bátinn, ef svo má að orði komast. Hirninn og haf fóru á hreyfingu. Helvítisógnin byrjaði fyrir al- vöru. Það var eins og ég berðist bæði við bátinn og hafið þegar við lömdumst stjórnlaust upp og niður risastórar öld- urnar. Þær voru á hæð við Sívalaturn. Ég hafði fyrir löngu misst allt tímaskyn, til- finningarnar voru horfnar. Ég vissi fyrir vist, að öldurnar gátu hellst yfir okkur eins og við yrðum undir hrynjandi húsi. Hagl og sædrífa börðu mig í andlitið. Það var eins og ég væri skipstjóri á bátn- um, því ég stóð andspænis öldunum og fylgdist nákvæmlega nteð siglingunni. Oftast sá ég öldurnar koma og var því viðbúinn þeim. Ég barðist á móti og hélt mér af alefli, þegar þær brotnuðu fyrir okkur og rykktu í bátinn og fólkið, setn gaf frá sér neyðaróp. Stundum var hvorki hægt að sjá né draga andann. Við vorum i kafi. Þegar báturinn kom upp á yfir- borðið, var grafarþögn og við höfðum það á tilfinningunni, að ekki hefðu allir kornið úr kafinu. Sjómaðurinn, sá við hliðina á mér, var þar ennþá. Ég hafði ekki mælt orð af vörum hing- að til. Ég tautaði nú með sjálfum mér: „Friðrika, ég elska þig.” Aftur og aftur. Nokkrum sinnum upphátt ef kvika lék okkur illa. Stjórnlausan björgunarbát rak hratt að hlið okkar utan úr myrkrinu. Hann var óskemmdur, uppblásinn en stjórnlaus, en óveðrið hafði nánast hvolft honurn vegna þess hve léttur hann var. En hann var ekki tómur, því á botninum á honum sáuin við mann liggja með útrétta arma og fætur og hann hrópaði á hjálp. Sam- síða flutum við í um 15 metra fjarlægð hvor frá öðrum, heili báturinn hans og ræksnið okkar. Ég og sjómaðurinn vorum bæði athug- ulir og einbeittir. Ekki vissi ég hvað hann hugsaði, en ég vildi ná í björgunarbátinn. Eins og fyrir kraftaverk bar vindurinn bátinn til okkar og við náðum taki á honum. Maðurinn lá nánast uppréttur, í lóðréttri stöðu og hélt dauðahaldi í svart- an botninn og reipisenda. Hálfir út úr bátnum okkar reyndum við að snúa bátnum. Maðurinn öskraði. Ef við hefð- DNG handfæravindur og STK staösetningarkerfi Átaks- og lengdarmælingar fyrir togskip og dragnótabáta Sjóvéla línukerfi og LineTec stjórnbúnaöur VAKI DNG Armúli 44 • 108 Reykjavík sími 595 3000 • fax 595 3001 Lonsbakki • 602 Akureyri sími 461 1122 • fax 461 1125 www.vaki.is v a k i @ v a k i. i í Sjómannablaðið Vfkingur - 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.