Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 40
um haldið áfram, hefði hann fallið í sjó- inn og horfið. Það mátti ekki gerast. Ný vindhviða hrakti heila bátinn frá okkur og hann hvarf hratt út í myrkrið. Langa stund heyrðum við þennan óhamingju- sama og einmana mann hrópa eins og kraftar hans leyfðu. Enn heyri ég neyðar- óp hans. Vítissigling okkar í myrkrinu hélt á- fram í óræðan tíma. Annað slagið dúraði og þá fóru þeir, sem verst voru haldnir að hreyfa sig um bátinn. Miðaldra maður barðist um í angist og örvæntingu. Hann var í sínum eigin heimi þegar hann rykkti í okkur í von um hjálp og stunð- ing. En þetta líktist árás. Hann þreif harkalega í hárið á mér, en ég sneri mig lausan og hann færði sig til næsta manns. Stuttu síðar róaðist hann og færði sig inn á dýpið. Ég leit um öxl 1 fyrsta skipti. Hann var meðvitundarlaus og lá máttvana á bakinu í sjónum. Hann gafst upp, það hrygldi í honum og hann saup sjó. Líkið barst að minni hlið bátsins, en dauðinn skendi mig ekki. Á þessu síðasta stigi, þegar viðnámsþrótturinn var þorr- inn, þá var dauðinn þægilegur, sársauka- laus, friðsamur - ískyggilega freistandi. Þetta var aðeins tækifæri. En ég ýtti lík- inu frá mér inn að miðju bátsins. Ég vildi komast heim til Friðriku. Hennar vegna. Þegar á nóttina leið flutu æ fleiri lík inn á mín hlið bátsins. Það sem ég kall- aði yfirráðasvæði mitt - kannski sjó- mannsins líka. Líkin voru volg og það var freistandi að fylgja fordæminu. Hinir látnu höfðu fengið frið. Þessum líkum ýtti ég líka burtu. Ég ætlaði undir engum kringumstæð- um inn í miðju bátsins. Hún var fyrir þá dánu og þá, sem höfðu misst allt skyn. Þar var ekki verandi ef maður ætlaði að halda lífi. Ég fann stundum til eigin árás- arhvatar og sljóleika. Veröld mín skiptist í ríki látinna og lifenda, sterkra og mátt- vana. Þegar svo tók að birta dálítið, sá ég i fyrsta sinni andlitin á þjáningarbræðrum mínum. Ég sá líka að við vorum ekki mörg, líklega 7-8. Ég þekkti Kent aftur, við höfðum verið saman á ráðstefnu í Tallinn og við heilsuðumst stuttlega. Það hafði verið röddin hans, sem ég hafði heyrt í upphafi, þegar ég var kominn upp i bátinn, örugglega siðastur allra. Kent var hress að sjá og nú brosti hann. Mér fannst ég hvorki hress né örmagna, frek- ar harður og tilbúinn til átaka. Öldurnar hafði lægt aftur og ég skimaði árangurslaust eftir eyðieyjunni, sem væri hægt að ímynda sér sem heim- ili okkar næstu fimmtíu árin, einskonar Róbínson Krúsó Eystrasaltsins. En það var ekkert að sjá, hvorki eyðieyju né skip. Aðeins hafið. Mig langaði í sígarettu og greip i bol- inn minn, en þar var enginn brjóstvasi. Hálfviti. Jafnvel þótt ég hefði munað eftir rettunum, hefðu þær örugglega verið dá- lítið blautar. Þyrlurnar komu í birtingu. Skyndilega boðuðu þær komu sína með háværu vél- arhljóði. Riddaraliðið var komið í líki tveggja stórra björgunarþyrlna. Þær voru ekki eins. Sú aftari var máluð í felulitum og var með risastóra spaða - annan fremst, hinn aftast. Sú fremri var silfurgrá með appelsínugula trjónu og hefðbundna stöðu snúninsspaðanna. Við litum öll upp og Kent hefur örugglega haft orku til að hrópa húrra, en ég man ekki til að nokkur segði neitt. Kannski hlustaði ég ekki, en bjó mig undir kom- andi viðfangsefni. Það gerðist ekkert. Einn úr áhöfninni í í þyrlunni í felulit- unum stóð í hliðardyrunum og myndaði, svo mikið sáum við. Nú tóku nokkrir hinna að kalla til þeirra þarna uppi. Það var einfaldlega of langt gengið, að þeir notuðu timann í þess háttar hégóma. Ég var sammála, en jafnvel þótt veðrið hefði gengið niður, voru öldurnar það stórar, að ég óttaðist stundum að þær hrifsuðu þyrlunar niður í sjóinn. Það hlaut að vera skýringin á því, að áhöfnin hófst ekki handa. Sú fremri, silfurgrá með appelsínugula trjónu, var nú komin að okkur, en sú felulitaða hélt sig fjær. Þyrlan var ekki beint yfir okkur, held- ur fremur skáhallt, þegar froskmaður stökk og skall i sjóinn nokkra metra frá okkur. Hann synti til okkar og klifraði upp í bátinn á hinni hliðinni frá mér séð. Sjónin, sem blasti við honum var hroðaleg. Hann kom örugglega beint úr siðmenningunni og hlýju flugstöðvarinn- ar með óbrenglaða skynsemi og hug- myndir um hvernig hlutirnir ættu að líta út - og fólk að hegða sér. Við hin komum beint úr Víti og vorum ekki fögur ásýnd- um. Vissulega gat venjulegt fólk - jafnvel froskmaðurinn - skynjað hafið sem eitt- hvað hættulegt og ofsafengið. Varð vesal- ings froskmaðurinn - eða sigmaðurinn eins og þeir eru kallaðir - að gefast upp. Eða notaði hann alla orku sína í fyrstu björgunartilraunina? Froskmaðurinn, sem var of langt i burtu til að ég gæti séð framan í hann, greip í ungan mann í bátnum, sem ég hafði ekki veitt athygli fyrr. Ég sá á lík- amshreyfingum hans, að hann var greini- lega örmagna - nánast að missa meðvit- und. Hann fékk belti um mittið, var lyft upp, en missti festuna miðja vegu og féll í sjóinn spölkorn frá bátnum. Froskmað- urinn kastaði sér eftir honum. Hann hélt höndum piltsins uppi eins hann væri að taka honum púls. Hann leit á okkur hin og síðan upp til áhafnarinnar í þyrlunni, hristi höfuðið og sleppt takinu á hinum lálna. Þeir drógu froskmanninn upp í þyrluna og flugu brott. Hvað skyldi gerast næst? í fyrsta skipti sleppti ég reipinu mínu og færði mig inn í miðjan bátinn, þang- að, sem ég vildi aldrei hafa verið. En nú ætlaði ég mér yfir í hitt borðið - borðið, þar sem froskmaðurinn hafði verið. Ég ætlaði að verða fyrstur 1 næsta skipti, ef það gæfist annað tækifæri. Felulitaða þyrlan tók strax við. Annar froskmaður stökk út með björgunarlinu og synti með hana í hendinni. Þetta var eins og að fá heimsókn frá Mars, þegar hann skreið upp í bátinn lil okkar. Hann var í gulum búningi með sérkennilega þrönga hettu yfir höfuðið, aðeins augu, nef og munuur voru sýnileg. Dálítið of ungt en vingjarnlegt og ákveðið andlit. Hann var ekki frá Mars, en hann var frá öðrum heimi - menningunni. Ég skildi ekki hvers vegna hinir héldu sér til hlés og hleyptu mér fram fyrir sig. Hvers vegna ættu þeir að hafna tækifær- inu og bíða sjálfviljugir eftir annarri þyrlu þegar ég var floginn á brott? Ég beitti öllum kröftum mínum - síð- ustu kröftunum. Ég ætlaði ekki að missa takið á leiðinni. Nýi froskmaðurinn leið- beindi mér með bendingum, sem var á sinn hátt ónauðsynlegt, þar sem ég hafði í reynd séð hvað ekki átti að gera. Þeirn mun ákveðnari var ég. „Haltu handleggjunum þétt að líkam- anum og beltinu í handarkrikunum.” Og svo var ég hífður upp, en hvað með froskmanninn? Mér kom ekki lil hugar, að hann gæti á næstu tuttugu mínútun- um sent alla upp hvern á eftir öðrum og að það væri nóg rúm fyrir okkur alla í þyrlunni - fimm karlmenn og eina konu, sem komust af. í hliðardyrum þyrlunnar bauð björg- unarmaður mig velkominn með því að kippa mér innfyrir með ákveðnu og föstu handtaki. Hann var i grænum hermanna- búningi, með hanska, hjálm og andlits- hlíf. En i hnakkanum var langur Ijós fléttingur. Það var víst ekki urn neitt að villast. Þetta var stúlka. Sjálf sænska valkyrjan tók á móti mér hérna uppi - þó án þess að mæla orð af vörum. Ásamt félögum sínurn klippti hún blaut fötin utan af mér. Ég ætlaði að mótmæla, þegar þau klippu sundur Bill Tornade buxurnar mínar, sem mér voru svo kærar og nýju stígvélin, en ég hafði ekkert þrek til þess. Þau vöfðu mig strax nakinn inn í teppi, sem við venjulegar aðstæður hefði valdið mér óþægilegum kláða. í fyrsta skipti setti að mér ofsafenginn og krampakenndan grát. Og svo sofnaði ég- Bemharð Haraldsson þýddi 40 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.