Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Page 41
Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina Sjósókn og sjávarfang. Um er að rœða
1. bindi sögu sjávarútvegs á íslandi eftirjón Þ. Þór sagnfræðing. Undirtitill
þessa bindis er árabáta- og skútuöld. Þar tíundar höfundur upphaf fiskveiða
við ísland, fjallar um allar hliðar árabátaútgerðarinnar og dregur upp lifandi
mynd af öld seglskipanna. í eftirfarandi bókarkafla er fjallað um veiðarfœri
Rommsaltac: hrossakjöt
Framar í þessu riti var stuttlega sagt
frá veiðarfærum íslendinga á landnáms-
°g þjóðveldisöld og vitnað til lýsingar
Arngríms Brandssonar, ábóta á Þingeyr-
um, á því, hvernig handfæri voru notuð
hér á landi á miðöldum. Getur sú lýsing
átt við um notkun handfæra allt fram á
20. öld.
Handfærið var algengast veiðarfæra á
íslandi á fyrri tíð og reyndar eina veiðar-
færið, sem notað var í öllum landshlut-
um allt það skeið, sem við nefnum ára-
bátaöld. í sjávarbyggðum voru fá arnboð
mönnum nauðsynlegri en færið. Færis-
lausir fóru menn ekki á sjó, og væri færi
ekki til, var oft skammt í bjargarleysið.
Handfæri gálu verið ýmissar gerðar, en
venjulegt handfæri samanstóð af fjórum
meginhlutum, færislínunni, sökku,
taumi og öngli, og á síðari tímum einnig
af sigurnagla og ás.
Ýmis nöfn eru i íslensku máli um þetta
forna veiðitæki. í Guðmundarsögu bisk-
ups er talað um djúpshöfn, og telur Lúð-
vík Kristjánsson það elsta heiti á hand-
færi, en önnur gömul heiti sömu merk-
ingar eru úthald og umbúð. Yngri og al-
gengari heiti eru handfæri, haldfæri,
haldsnæri og snærishald.
Efsti hluti færisins var sjálf línan, og
gekk hún undir ýmsurn nöfnum. Á ein-
okunartímabilinu á 17. og 18. öld var
löngum talað um lóðlínu, en önnur heiti
voru færi, snærisfæri, færishönk, færa-
lina og dræsa. í heimild frá 16. öld er
einnig talað unr skinn og ólarfæri, og
ljóst, að þau hafa a.m.k. verið þekkt við
Breiðafjörð, á Norðurlandi og Austfjörð-
um. Loks voru veiðarfæri, sem notuð
voru til hákarlaveiða og voru ávallt nefnd
vaðir.
Heimildir greina lítt frá efni og gerð
handfæra hér á landi á miðöldum, en
Lúðvík Kristjánsson lelur, að þau hafi þá
ef til vill verið gerð úr skinni og tog-
þræði og hugsanlega einnig úr taglhári
og hör. Á 15. öld, ensku öldinni, er þó
fyrir |orsk
kemur að landi
vafalaust óhætt að gera ráð fyrir því, að
eitthvað hafi flust hingað til lands af
enskum færum, og hafa þau trúlega verið
úr hampi.
Verslunarheimildir frá 16. og 17. öld
geta um innflutning á færum frá
Englandi og Danmörku, en þau þóttu
misjöfn að gæðum. Dönsk færi þóttu
miklu lakari en ensk og hollensk, og
reyndu Islendingar að kaupa færi af út-
lendum fiskimönnum, ef þeir gátu. Utn
rniðbik 17. aldar var tekið að flytja hing-
að til lands hamp lil færagerðar, og voru
færi unnin úr honum allt fram á 19. öld.
Lúðvík Kristjánsson lýsir færagerðinni
svo:
Áður en hingað lluttust rokkar, sem
var ekki fyrr en um miðja 18. öld, voru
einungis notaðar snældur. Hampurinn
var fyrst tættur sundur og visk af honum
látin hanga þannig að náð var til hennar
jafnóðum og lippað var og snúið með
snældunni. Pegar undið hafði verið í þrjá
hnykla, var af þeim þrinnað á snældu, en
stundum voru þræðirnir hafðir fjórir. Á
hamprokkinn var jafnt spunnið sem
þrinnað, en hann var dálítið stærri en
venjulegur bandrokkur. Gögnin, sem
notuð voru til þess að snúa þættina sam-
an, aldrei færri en þrjá, stundum fjóra,
voru nefnd: færisstóll, færagögn, fær-
arokkur og hestar. Unnið var eins með
þcim öllum, þó gerðir þeirra væru mis-
munandi.
Með þeim aðferðunt, sem hér var lýst,
voru færi unnin við sjávarsíðuna, sums
Sjómannablaðið Víkingur - 41