Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 44
■ fe> ■ 0$ Saltfiskvöskun á Oddeyrartanga á Akureyri um 1885. er alls óvíst, hvort þeir hafi flust reglu- lega til landsins. Á einokunaröld var hins vegar oft skortur á lóðarstreng, og linur, sem fluttar voru hingað til lands frá Dan- mörku, þóttu lélegar og vart nothæfar. Öngla smiðuðu menn að verulegu leyti sjálfir, en efnið var vitaskuld innflutt. Önnur ástæða þess, að lóðanotkun var minni en vænta hefði mátt, var sú, að miðað við handfæri voru lóðir dýrar og því ekki á allra færi að eignast þær. Átti það sinn þátt í því, að deilur stóðu löng- um um lóðaveiðar. Þá töldu ýmsir að lóðalagnir gætu haft áhrif á fiskigöngur og spillt afla á handfæri. Gengu dómar í málum af þessum sökum og sums staðar var lóðanotkun bönnuð á ákveðnum svæðum og á tilteknum árstímum. Þorskanet hagnýttu íslendingar sér síð- ast þeirra veiðarfæra, sem hér voru notuð á árabátaöld. Var það í samræmi við það, sem gerðist víðar við norðanvert Norður- Atlantshaf, t.d. í Noregi, en þar voru þorskanet ekki tekin almennt í notkun fyrr en á 18. öld. Þorskveiða í net er fyrst getið hér á landi um 1730, en þá hermir ein heim- ild, að þeirEngelbreth, Platfod og Triers, kaupmenn á Hofsósi, hafi veitt fisk í þorskanet á Skagafirði. Árangur var sagð- ur góður, en engu að síður var veiðunum hætt eftir tiltölulega skamma hríð. Eftir þetta leið tæpur aldarfjórðungur, uns netaveiðar voru aftur reyndar hér við land, svo vitað sé. Árið 1752 var Skúli Magnússon, landfógeti, á leið til Kaup- mannahafnar, en hreppti illviðri á leið- inni og tók loks land í Noregi. Þar sá hann þorskanet í fyrsta sinn og leist svo sem þau gætu nýst vel á íslandi. Skúli var sjaldan seinn til framkvæmda, og í Noregi festi hann kaup á tveimur netum og hafði þau heim með sér árið eftir. Þá um sumarið, 1753, voru þau lögð í Hafn- arfjörð, en ekki er vitað, hve mikið veiddist i þau. Nokkurn árangur munu þó tilraunirnar hafa borið, þvi i forspjalli að Ferðabók Ólafs Olaviusar segir Jón Eiríksson frá því, að vegna netaveiðanna hafi verslun i Hafnarfirði “[...] aukizt frá því að vera í meðallagi upp i einn mesta verzlunarstað landsins.” Næstu árin færðist notkun þorskaneta í vöxt við sunnanverðan Faxaflóa. Hermir ein heimild, að á vetrarvertiðinni 1782 hafi bátar úr Vogum, Keflavík og Njarðvíkum verið með 870 net, auk yfirskipsneta. Á siðari hluta 18. aldar voru þorskanet reynd viða um land, en árangur varð lít- ill. Þegar leið á 19. öld, jókst notkun þorskaneta í Faxaflóa, en í öðrum lands- hlutum varð notkun þeirra ekki út- breidd, fyrr en kom fram á 20. öld. Þá höfðu vélbátar víðast hvar leyst áraskipin af hólmi, og utan Faxaflóa er rétt að telja þorskanet veiðarfæri vélaaldar fremur en árabátaaldar. Víða var hart deilt um notkun þorska- neta, og voru röksemdir andstæðinga þeirra oft svipaðar rökurn þeirra, sem andsnúnir voru lóðanotkun. Á hitt ber þó einnig að líta, að í samanburði við handfæri voru þorskanet fremur dýr, og sums staðar hentuðu þau illa fyrir daga vélbátanna. Þannig áttu menn á áraskip- um oft í erfiðleikum með netin, ef veitt var á hraunbotni, og einnig gerðu straumar mönnum oft erfitt fyrir. Þannig var t.a.m. i Grindavík, þar sem nokkur tími leið, uns menn komust upp á lag með notkun þorskaneta, og þar urðu þau ekki algeng, fyrr en vélbátaútgerð hófst að marki. Beita var sjómönnum fyrri tíðar viðlíka nauðsynleg og veiðarfærin, og ekki þótti sérlega fiskilegt að renna berum öngli í sjó. Lengi fram eftir öldum gekk á ýmsu, með hverju menn beittu, og varla fjarri lagi að segja, að notast hafi verið við flest það, sem nokkur von var til að fiskurinn tæki. Á þeim tírna, sem sæmilegar heimildir ná til, var ljósabeita algengasta agn þeirra, sem veiddu á handfæri. Ljósa- beita, sem einnig var nefnd sjóbeita, lýsubeita eða fiskbeita, var hvers kyns beita úr bol eða haus fisks, en einnig beittu rnenn innyflum og gott þótti að egna fyrir þorsk og ýsu með hlutum úr öðrurn fisktegundum, t.d. steinbít, lúðu og ufsa. Þá mun og skelfiski hafa verið beitt hér á landi frá elstu tíð. Páll Páls- son, útvegsbóndi í Hnífsdal, lýsti beitu- öflun og -notkun við ísafjarðardjúp um aldamótin 1900 með þessurn orðum: Að vetrinum, áður en íshús komu til sögunnar, var mest notuð söltuð beita, sem ýmist var smokkur eða síld. Einnig var ljósbeita mikið notuð, það er ný ýsa, steinbítur, brosma og smálúða. Þetta var hin venjulega vetrarbeita. Einnig var að haustinu, ef smokkur og síld veiddust ekki, notast við lungu og garnir úr sauð- fé. Það var súrsað í drukk og þótti góð ýsubeita. Einnig var mjög algengt að keypt væru afsláttarhross og man eg glöggt frá æskuárum mínum, er verið var 44 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.