Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Síða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Síða 45
að skjóta beituhestana. Snör handtök varð að hafa við að setja tappa í skotsárið á hausnum því nauðsynlegt var talið að blóðið sæti sem mest í kjötinu til þess að það yrði sem best beita. Einnig helltu sumir úr rommflösku í kjöttunnuna þeg- ar búið var að afbeina kjötið, en ntikla nákvæmni þurfti við að salta það. Rommsaltað hrossakjöt reyndist afbragðs beita fyrir þorsk. Frá 18. öld eru heimildir um kræk- lingatöku til beitu, og fóru menn þá sér- stakar beituferðir á kræklingafjörur. Þær er að víða að finna, en flestar og bestar eru þær á Vesturlandi og Vestfjörðum. Ýmiss konar annar skelfiskur og krabba- dýr var notaður til beitu, t.d. smokkfisk- ur, og síld þótti kjörbeita, þegar hún fékkst. Þá var kúfiskur eftirsótt beita, og sóttu menn langar leiðir á kúfiskfjörur. Maðkatínsla var og mikið stunduð, enda þótti maðkurinn góð beita, og góð maðkafjara taldist til hlunninda á útvegs- jörðum. Beituöflun og -verkun kostaði oft mikla fyrirhöfn, einkum eftir að farið var að veiða á lóðir, en þá jókst beituþörfin mikið. Margir útvegsmenn áttu ekki kost nægrar beitu í næsta nágrenni við út- gerðarstaðinn og urðu því að sækja hana langar leiðir. Suðurnesjamenn sóttu til að mynda beitu í Hvalfjörð, og var þá venj- an sú, að farnar voru tvær beituferðir á ári, vor og haust. Úr verstöðvum á Suð- urnesjum í Laxvog í Hvalfirði var 10-12 klukkustunda róður hvora leið og tók beituferðin yfirleitt a.m.k. tvo sólar- hringa. Ferðirnar þóttu erfiðar og gátu verið áhættusamar. Kræklingurinn var hættulegur farmur, einkum ef eitthvað var að veðri og gaf á bátinn. Skelin saug í sig allan sjó, sem inn fyr- ir borðstokkinn kom, og þyngdist þá bát- urinn og varði sig verr en ella. Þegar heim var komið, var skelin lögð í sjávar- lón og geymd þar. Með því hélsl beitan ný og fersk, uns þurfti að nota hana. En fleiri lögðu á sig langar ferðir til beituöflunar en Suðurnesjamenn. Bolvík- ingar sóttu allt inn i Vatnsfjarðarnes í Djúpi til kræklingstekju, og Stranda- menn fóru suður yfir Tröllatunguheiði og sóttu krækling í Króksfjarðarnes. Var hann síðan fluttur norður á hestum. Undir lok 19. aldar tíðkaðist einnig að formenn í Hnífsdal mönnuðu í samein- ingu bát til síldarsóknar inn í Skötufjörð. Var það 7-10 klukkustunda róður hvora leið. Þá sóttu Hnífsdælingar út á Djúpið eftir smokki í beitu, en þær ferðir þóttu næsta auðveldar í saman- burði við Skötufjarðarferðir, þótt sntokkveiðin gæti verið harla óþrifaleg. Sumir útvegsmenn voru svo lánsamir að eiga góðar ntaðkafjörur nánast við bæjardyrnar. Þær þóttu gulls ígildi og oft sóttu rnenn drjúglangan spöl til að kom- ast í maðk. Magnús Þórarinsson lýsti maðkatínslu á Sandgerðissandi svo: Ávallt var maðkurinn mestur með að- falli, tveir eða þrír í stungu, urðu menn þá fullir eins konar veiðigleði og hömuð- ust að þessu verki. Dálitið kom upp úr sandinum við gröftinn af stóru spriklandi sandsíli. Þau voru ekki tekin með, en tal- in drepa maðkinn í kistunni. Þau munu þó hafa verið góð beita, ef notuð voru ný. Tvö voru áhöld, sem notuð voru í maðkasandi. Kvísl og beitukista. Kvísl- arnar smíðuðu lagtækir járnsmiðir úr fremur grönnu flatjárni eða slógu fram tindana úr hæfilega gildu stangajárni. Þær voru 12-15 þuml. langar, allar þrí- álma. Nýjar kvíslar voru þungar fyrir smámenni, en eyddust í sandinum og léttust með aldri. Beitukistur voru smá- stokkar, 8-10 þuml. langir, en dýpt og breidd i hæfilegu hlutfalli, með snæris- hanka milli gafla og bornar í hendinni. Ef maðkurinn var ekki notaður strax, var hann settur í maðkagrafir, sem voru á hverju heimili; voru það holur, stungnar í harðan grasbala; voru holur þessar nokkru stærri en beitukista. Var svo hvolfl úr kistunni í gröfina og torfusnep- ill lagður yfir. Ekki varð fjörumaðkurinn langlífur í þessum nýja bústað. Eftir 3 daga sögðum við hann dauðan, en á fjórða degi var hann orðinn að hismi og til einskis nýtur. Verkun beitunnar skipti einnig miklu máli, og gengu flestir útvegsmenn ríkt eftir því, að beitan væri rétt verkuð. Að öðrum kosti gat hún haft minna aðdrátt- arafl fyrir þorsk og aðra íbúa haf- djúpanna. Páll Pálsson í Hnífsdal lýsti beituverkun með þessum orðum: Við söltun á smokk og síld þurfti mikla nákvæmni. Smokkur, sem venju- lega var flattur, var oftast saltaður í litla trékassa, hausar í stærri ilát og innyflin í tunnur. Þurrsöltuð reyndust þau venju- lega afbragðs beita, en einnig var nokkuð gert að því að herða flattan smokk, sem reyndist oft ágæt beita þegar líða lók á vetrarvertíð. Fleiri dæmi mætti nefna um beitusókn og-verkun. Þessi dæmi sýna hins vegar, hve rnikla vinnu margir lögðu í þennan þátt sjávarútvegsins. Margir hlutu og drjúga umbun erfiðis síns, og góð beita var fyrsta skilyrði þess, að vel aflaðist. I{$ SLYSAVflRNflFÉLflGIÐ LfiNDSBJÖRG Sjómenn! Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Munið eftir því að tilkynna breytingar á símanúmerum til Tilkynningaskyldunnar. KEMHYDRO - salan Snorrabraul 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 Tæringarvarnarefni fyrir gufukatla vrrrurrrufLrrfMrurLrLrrrLevrLrv^rv^rururv^rv^rurv^eDrurDrurv^rvrufv^rrrurururururuivrLrLruerfv Sjómannablaðið Víkingur - 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.