Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 51
Skipstjóri starði felmstfullur niður á þetta óþekkta andlit, spratt svo upp og velti af sér hinum óvelkomna gesti. Svo dustaði hann buxur sínar, hristi sig og settist að nýju með virðuleik, en þó kafrjóður i andliti. Tveir dyraverðir komu hlaupandi og gripu Einar og drógu hann með sér út úr salnum. Það varð á- fangi á leið hans í fangelsi bæjarins. „Mér reiknaðist til að hann staðnæmd- ist inni í salnum i nákvæmlega fimmtíu sekúndur.” sagði Halli við félaga sína við borðið og leit á úr sitt. „Það er nú betra að hafa þetta jafnara.” Daginn eftir hafði veðrið lægt að nokkru. Ákveðið var að færa skipið til Bolungavíkur og fá viðgerð á bilun í vélarúmi. Einar var sóttur í fangelsið og var hann heldur krumpinn í andliti og niðurlútur. Hann stundi upp hvort nokkur ætti sjúss til að bjarga lífi sínu og var nú öll bindindisáætlun hrun- in, enda hafði hún varað stutt. Einhver átti lögg á pela og hinn fersk frelsaði fangi tók gleði sína að nýju. Viðgerðin á vélinni tók lengri tíma en ætlað var og á- kvað Einar að fara í rannsóknartúr um þorpið og athuga hversu vel bæri lil málmleitar í því byggðarlagi. Einhver koparrör fann hann á stangli við smiðju- dyr og smá brotaglingur við bryggju- sporð, en ekki neitt, sem orð var á ger- andi. Þá rakst hann í flasið á einurn hinna yngri skipverja, sem heima áttu í þorpinu og er sá komst að því hvað hann hafði fyrir stafni sagði hann: „Ég veit um stóra rúllu af jarðkapli, sem stendur skammt frá bryggjunni. Þetta er eitthvert aflagt drasl, held ég. Þarna er um að ræða óhemju af kopar og blýi, sem gott verð gæti fengist fyrir í Þýskalandi.” Einar tók kipp við fregnina. „Við förum í nótt og hirðum kapal- inn.” sagði hann áfjaður. Um nóttina tóku þeir skektu trausta- taki og réru til námunda við rúlluna. Rör var i gegnum gat í miðju hennar og stóð hún þannig á búkkum svo auðvelt var að rekja af af henni niður í bátinn. Kapall- inn hlykkjaðist upp og myndaði stóra flækjuhrúgu í skektunni, en þeir höfðu af að tæma af rúllunni og réru með farm sinn til skipsins. Ungi drengurinn fór um borð í skipið og Einar rétti honum end- ann á kaplinum, sem hinn dró svo til sín og þræddi hann niður um lestaropið. Þeir fóru svo niður í lestina og tróðu flækjunum eftir getu út í eina stíuna. Um morguninn var haldið til veiða og reyndist vera mokfiskirí á miðunum. í lok túrsins var haldið til lands í Bofung- arvík til að lesta kola af bátum til viðbót- ar og skyldi fiskurinn seldur i Þýska- landi. Skyndilega birtist lögreglustjóri bæjarins á bryggjunni og kallaði til skip- stjóra, sem var með höfuð sitt úti í brú- arglugga: „Ég þarf að fá skipverja til yfirheyrslu upp á skrifstofu.” sagði hann. „Það hefur verið stolið rafmagnskapli af rúllu hér upp við bryggjuna sem ætlaður var til endurnýjunar rafmagnslagninga í bæn- um. Þetta er rándýr kapall og tjónið mik- ið. Það leikur grunur á að einhverjir skipverja hafi stolið kaplinum.” „Það er ómögulegt fyrir mig að missa skipshöfnina í þetta mál núna.” sagði skipstjóri. „Við megurn ekki við töfinni, sem af því hlýst. Við gætum tapað við það ákveðnum söludegi í Þýskalandi. Þetta verður að bíða þangað til við kom- um til baka aftur úr siglingunni.” Lögreglustjóri taldi sig ekki hafa nein rök gegn þessu, en sagðist kalla menn til yfirheyrslu að söluferð lokinni. Einar Al- heims var uppi á þilfari og hafði þann starfa að sturta kolanum niður í lestina og heyrði því boðskap lögreglustjórans. Hann fölnaði upp og hvíslaði að dreng- hnokkanum, sem verið hafði með hon- um í kapalráninu og vann nú með hon- um á lúgunni: „Nvi hefurðu farið þokkalega að ráði þínu. Þú sagðir að þetta væri ónýtt drasl, en svo er þetta rándýr vara, sem átti að fara beint í notkun. Maður er bara i ægi- legu klandri.” „Ég vissi ekki annað en að þetta væri bara ónýtt rusl.” sagði strákur aumri röddu. Það var lagt af stað til Þýskalands og Einar sagði við strákinn að úr því sem komið væri yrðu þeir að fara niður i lest og rista hlífina utan af kaplinum og gera málminn tilbúinn til sölu. Síðan yrðu þeir að gæta þess að ekki fyndist ritja af efninu í lestinni, selja svo málminn í Þýskalandi og harðneita síðan að hafa komið nálægt þessu máli. Þeir hófust þegar handa við þetta verk, en lítið þurfti að vinna við veiðarfærin á þilfari á leið- inni. Skipstjóri spurði einskis og virtist hafa gleymt málinu. Þegar komið var til hafnar í Þýskalandi kom málmkaupmaðurinn um borð og nú kvaðst Einar Alheims hafa nokkuð að selja. Höluðu þeir kumpánar birgðir sín- ar upp úr lestinni og upp á bryggju þar sem málmkaupmaður hafði tvo karla sér til aðstoðar við að vigta efnið. Regn var í lofti og voru karlarnir fremur slæpulegir við vogina, en Einar taldi vigtina svikna og verkið tóm svik og falsanir. Hljóp hann um borð til að finna eitthvað til viðmiðunar á vigtina, en fann ekkert utan einn grjónapakka breskan og var sá merktur með líbsvigt í stað kílós. Snaraði hann pakkanum á vogina og skipaði þýskurn að rétta af kerfið. Þeir urðu hinir verstu við yfirgang þennan, bentu upp í loftið og spurðu hvort eðfilegt væri að þeir stæðu hér tif vigtunar á breskum grjónum í hellirigningu til viðbótar kop- ars og blýs. Einar þusaði eitthvað yfir þeim, en varð að láta við svo búið standa og fékk engri breytingu á vigtinni til leiðar kornið. Enda ekkert vitað nema hún hafi verið í besta lagi. Hann fékk dá- góðan skylding fyrir málminn, en ein- hvernvegin leit svo út sem það vekti honum takmarkaðrar gleði. Tók nú að leggjast á huga hans kvíði vegna væntan- legrar heimkomu og réttarhalda og rnyndi hann þar með verða stimplaður sem þjófur og óbótamaður. Og jafnvel myndi hann verða fangelsaður. Hann kallaði Halla bátsmann á eintal og kvaðst hafa í huga að stinga af af skipinu og fara til annars lands og leita sér að vinnu. Til íslands þyrði hann varla að fara aftur. Hann rak hönd sína í vasann og kom upp með töflur, sem hann kvaðst hafa stolið úr apóteki stýrimanns og væri þetta sá læknisdómur er antabus nefndist og við inntöku þess lyfs væri vonlaust fyrir mann að neyta víns, því þá færi skrokkurinn allur úr lagi og maður yrði fárveikur. Kvað hann, ef hann léti af för sinni verða, yrði heilabúið að vera í full- komnu lagi og ekki tjáði að vera að neinu víngutli. Þeir ákváðu að fara sam- an í land og finna afskekta krá og ræða þetta mál nánar. Halli fékk sér bjór, en Einar keypti kók og tók öðru hvoru töfl- urnar upp úr vasanum og starði á þær í lófa sér. Hann var stundum langt kominn með að bera þær að vörurn sér, en ætíð hurfu þær svo niður í vasa hans aftur. Þegar svo hafði gengið um tíma hreytti hann út úr sér: „O, jæja, asskotinn hafi það. Ég held að maður fái sér bara bjór.” Hann veifaði til þjónsins og fékk sinn Sjómannablaðið Víkingur - 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.